Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. mars 2025 11:46 Alma Möller, heilbrigðisráðherra, segir að mikilvægt sé að stytta biðlista fyrir börn og þess vegna ákvað hún að veita Heilsuskólnum aukafjárveitingu. Með henni tókst að stytta fimmtán mánaða biðlista niður í tíu mánuði. Vísir/einar Heilbrigðisráðherra segir brýnt að stytta bið fyrir börn og því hún ákveðið að styðja við Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins sem styður við börn með offitu. Hún hyggst skipa starfshóp sem er falið að kortleggja nýjar áskoranir í lýðheilsu barna. Á dögunum hlaut Heilsuskóli Barnaspítala Hringsins aukafjárveitingu upp á 36 milljónir króna. Heilsuskólinn býður börnum með offitu, og fjölskyldum þeirra, upp á þverfaglega þjónustu. Í kvöldfréttum Stöðva 2 var rætt við barnalækni sem starfar hjá Heilsuskólanum sem sagði okkur að um sjötíu börn væru á biðlista eftir þjónustunni. „Þeir hafa verið að lengjast og Heilsuskólinn er með fína þverfaglega meðferð fyrir þessi börn og við ætlumst líka til að þau séu bakhjarl fyrir teymi annars staðar á landinu. Það er til dæmis komin svona móttaka hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands og það er mikilvægt að breiða út það sem gengur vel,“ segir Alma Möller, heilbrigðisráðherra. Hlutfall barna með offitu hefur verið að aukast mjög hin síðustu ár og nú er svo komið að 7,5 prósent þeirra eru með offitu. Fimmtíu börn sem eru í þjónustu hjá Heilsuskólanum hafa notað þyngdarstjórnunarlyf á borð við Ozempic sem hefur gefið góða raun hjá þeim börnum sem ekkert annað hefur virkað fyrir. „Við sjáum að börnin okkar eru að þyngjast og það er mjög brýnt að grípa inn í snemma því ofþyngd tengist margskonar heilsufarslegum vandamálum og þetta er auðvitað í góðu samræmi við stefnu ríkisstjórnar um að stytta bið fyrir börn, hvar sem á er litið,“ segir Alma um aukafjárveitinguna. Starfshópur mun kortleggja nýjar áskoranir í lýðheilsu Alma var spurð hvort ekki væri einnig rétt að efla forvarnir og grípa inn í á fyrri stigum. „Jú, það er alveg hárrétt og núna liggur fyrir skýrsla aum offituvandann og hvað þurfi að gera bæði varðandi forvarnir og meðferð. Það er nýkominn til starfa í heilbrigðisráðuneytið verkefnastjóri sem er að fara í gegnum þetta en forvarnir eru svo margt. Það er mikilvægt að fræða um mataræði, auka aðgengi að hollum mat, það eru forvarnir og nú eru orðnar ókeypis skólamáltíðir og lykilatriði að þær séu hollar og svo er það hreyfing og margt, margt fleira.“ „Ég er núna að skipa hóp sem á að kortleggja nýjar áskoranir í lýðheilsu barna og það verður fjallað um þetta sérstaklega, en til dæmis markaðssetning óhollustu gagnvart börnum er í mörgum löndum vandamál,“ segir Alma Möller, heilbrigðisráðherra. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Rúmlega sjö af hverjum hundrað íslenskum börnum glíma við offitu sem er vaxandi vandamál hér á landi. Hlutfallið er hærra á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Sjötíu börn bíða nú eftir því að komast í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins en aukafjárveiting hefur orðið til þess að unnt er að stytta biðlista. 12. mars 2025 20:02 Börnin bíða, bíða og bíða Börnum sem bíða eftir því að komast að hjá Geðheilsumiðstöð barna eða í greiningu hjá Ráðgjafar- og greiningarstöð fjölgar á milli ára. Biðtíminn er ekki mældur í dögum, vikum eða mánuðum heldur árum. 11. september 2024 15:58 Kallar eftir aðgerðum vegna aukinnar offitu barna: „Hægt að snúa þróuninni við“ Barnalæknir, sem hefur sérhæft sig í offitu barna, segir nauðsynlegt að við förum að setjast niður og skoða það hvernig hægt sé að breyta lífsvenjum og lífsstíl til þess að snúa þeirri þróun við að sífellt fleiri börn séu með ofþyngd. Hann segir að málið sé flókið og tengist aukin ofþyngd barna ekki aðeins mataræði og hreyfingu. 15. mars 2021 17:51 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Á dögunum hlaut Heilsuskóli Barnaspítala Hringsins aukafjárveitingu upp á 36 milljónir króna. Heilsuskólinn býður börnum með offitu, og fjölskyldum þeirra, upp á þverfaglega þjónustu. Í kvöldfréttum Stöðva 2 var rætt við barnalækni sem starfar hjá Heilsuskólanum sem sagði okkur að um sjötíu börn væru á biðlista eftir þjónustunni. „Þeir hafa verið að lengjast og Heilsuskólinn er með fína þverfaglega meðferð fyrir þessi börn og við ætlumst líka til að þau séu bakhjarl fyrir teymi annars staðar á landinu. Það er til dæmis komin svona móttaka hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands og það er mikilvægt að breiða út það sem gengur vel,“ segir Alma Möller, heilbrigðisráðherra. Hlutfall barna með offitu hefur verið að aukast mjög hin síðustu ár og nú er svo komið að 7,5 prósent þeirra eru með offitu. Fimmtíu börn sem eru í þjónustu hjá Heilsuskólanum hafa notað þyngdarstjórnunarlyf á borð við Ozempic sem hefur gefið góða raun hjá þeim börnum sem ekkert annað hefur virkað fyrir. „Við sjáum að börnin okkar eru að þyngjast og það er mjög brýnt að grípa inn í snemma því ofþyngd tengist margskonar heilsufarslegum vandamálum og þetta er auðvitað í góðu samræmi við stefnu ríkisstjórnar um að stytta bið fyrir börn, hvar sem á er litið,“ segir Alma um aukafjárveitinguna. Starfshópur mun kortleggja nýjar áskoranir í lýðheilsu Alma var spurð hvort ekki væri einnig rétt að efla forvarnir og grípa inn í á fyrri stigum. „Jú, það er alveg hárrétt og núna liggur fyrir skýrsla aum offituvandann og hvað þurfi að gera bæði varðandi forvarnir og meðferð. Það er nýkominn til starfa í heilbrigðisráðuneytið verkefnastjóri sem er að fara í gegnum þetta en forvarnir eru svo margt. Það er mikilvægt að fræða um mataræði, auka aðgengi að hollum mat, það eru forvarnir og nú eru orðnar ókeypis skólamáltíðir og lykilatriði að þær séu hollar og svo er það hreyfing og margt, margt fleira.“ „Ég er núna að skipa hóp sem á að kortleggja nýjar áskoranir í lýðheilsu barna og það verður fjallað um þetta sérstaklega, en til dæmis markaðssetning óhollustu gagnvart börnum er í mörgum löndum vandamál,“ segir Alma Möller, heilbrigðisráðherra.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Rúmlega sjö af hverjum hundrað íslenskum börnum glíma við offitu sem er vaxandi vandamál hér á landi. Hlutfallið er hærra á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Sjötíu börn bíða nú eftir því að komast í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins en aukafjárveiting hefur orðið til þess að unnt er að stytta biðlista. 12. mars 2025 20:02 Börnin bíða, bíða og bíða Börnum sem bíða eftir því að komast að hjá Geðheilsumiðstöð barna eða í greiningu hjá Ráðgjafar- og greiningarstöð fjölgar á milli ára. Biðtíminn er ekki mældur í dögum, vikum eða mánuðum heldur árum. 11. september 2024 15:58 Kallar eftir aðgerðum vegna aukinnar offitu barna: „Hægt að snúa þróuninni við“ Barnalæknir, sem hefur sérhæft sig í offitu barna, segir nauðsynlegt að við förum að setjast niður og skoða það hvernig hægt sé að breyta lífsvenjum og lífsstíl til þess að snúa þeirri þróun við að sífellt fleiri börn séu með ofþyngd. Hann segir að málið sé flókið og tengist aukin ofþyngd barna ekki aðeins mataræði og hreyfingu. 15. mars 2021 17:51 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Rúmlega sjö af hverjum hundrað íslenskum börnum glíma við offitu sem er vaxandi vandamál hér á landi. Hlutfallið er hærra á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Sjötíu börn bíða nú eftir því að komast í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins en aukafjárveiting hefur orðið til þess að unnt er að stytta biðlista. 12. mars 2025 20:02
Börnin bíða, bíða og bíða Börnum sem bíða eftir því að komast að hjá Geðheilsumiðstöð barna eða í greiningu hjá Ráðgjafar- og greiningarstöð fjölgar á milli ára. Biðtíminn er ekki mældur í dögum, vikum eða mánuðum heldur árum. 11. september 2024 15:58
Kallar eftir aðgerðum vegna aukinnar offitu barna: „Hægt að snúa þróuninni við“ Barnalæknir, sem hefur sérhæft sig í offitu barna, segir nauðsynlegt að við förum að setjast niður og skoða það hvernig hægt sé að breyta lífsvenjum og lífsstíl til þess að snúa þeirri þróun við að sífellt fleiri börn séu með ofþyngd. Hann segir að málið sé flókið og tengist aukin ofþyngd barna ekki aðeins mataræði og hreyfingu. 15. mars 2021 17:51