Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. mars 2025 15:28 Foreldrar í Breiðholtsskóla hafa lýst yfir miklum áhyggjum af öryggi barna sinna. Vísir/Vilhelm Skóla- og frístundasvið vísar þeim ummælum á bug sem ítrekað hafi komið fram um að ekkert hafi verið gert í málefnum Breiðholtsskóla. Gripið hafi verið til ýmissa úrræða. Foreldrar barna í sjöunda bekk Breiðholtsskóla eru á meðal þeirra sem hafa lýst yfir áhyggjum að ekkert virðist breytast varðandi öryggi barna í hverfinu. „Starfsfólk skóla- og frístundasviðs og Breiðholtsskóla hefur lagt sig fram um að vinna á þeim vanda sem fjallað hefur verið um undanfarið,“ segir í tilkynningu frá skóla- og frístundasviði. Árás á barn sem átti sér stað utan skólatíma á miðvikudag sé að sjálfsögðu litin mjög alvarlegum augum. Málið teygi anga sína út fyrir skólann en starfsfólk hafi aðstoðað lögreglu í gær við rannsóknina og muni leggja henni lið eftir þörfum. „Skóla- og frístundasvið vísar þeim ummælum á bug sem ítrekað hafa komið fram um að ekkert hafi verið aðhafst af hálfu skólans eða sviðsins vegna vandans sem hefur verið til umfjöllunar.“ Gripið hafi verið til ýmissa úrræða til að bæta skólastarfið og líðan nemenda í skólanum. Þær eru taldar upp: Í skólanum hefur stuðningur og sérkennsla verið aukin, auk þess sem sérfræðingar hafa komið að málum. Hópaskipting var endurskoðuð og henni breytt til að skapa meiri ró og vinnufrið í 7. bekk. Velferðarsvið og barnavernd eru með aðkomu í málefnum einstakra barna og gerðar hafa verið ráðstafanir til að dreifa álagi og bæta líðan allra. Unnið hefur verið á grundvelli farsældarlaga og komið á samþættingu og stuðningsteymum til að samræma vinnubrögð skóla, velferðarsviðs og barnaverndar og eftir atvikum þriðja stigs úrræða á vegum ríkisins eins og barna og unglingageðdeildar, og stendur sú vinna yfir. Brúarskóli og Farteymi Suðurmiðstöðvar eru mikilvæg úrræði sem hafa nú verið nýtt. Hópefli er í árganginum í samvinnu við frístundamiðstöðina í hverfinu og Suðurmiðstöð. Komið hefur verið inn með forvarnarfræðslu bæði fyrir börn og foreldra. Jafnréttisskólinn hefur komið inn með fræðslu um samskipti, virðingu og ofbeldi. Landsteymi Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu (MMS) hefur komið inn auk þess sem stofnunin kemur að námsmati í bekknum. Skólastjórnendur telji að þær aðgerðir og þau úrræði bæði innan og utan skóla sem hafi komið til séu farin að skila árangri. „Vinnufriður er mun betri í skólanum en áður og nemendum líður betur. Áfram verður unnið að auknum stuðningi og sérkennslu.“ Aðkoma skóla- og frístundasviðs að börnum á þessum aldri, utan skólatíma, sé helst í gegnum félagsmiðstöðvarnar í hverfinu og Flotann, flakkandi félagsmiðstöð sem starfar í borginni við að greina hvar von sé á hópamyndunum og hættu á slæmri unglingamenningu og bregðast við eftir megni. „Það er gert í samvinnu við samfélagslögregluna auk þess sem nágrannasveitarfélögin hafa komið inn með starfsfólk um helgar þar sem unglingar hafa verið að safnast saman þvert á sveitarfélög.“ Utan skólatíma fari almennt starf fyrir unglinga í borginni fram í þeim 25 félagsmiðstöðvum sem skóla- og frístundasvið rekui. „Þar er boðið upp á uppbyggilegt frístundastarf fyrir 10–16 ára börn og unglinga. Sérstök áhersla er lögð á að ná til þeirra unglinga sem þarfnast félagslegs stuðnings og að bjóða upp á fjölbreytileg viðfangsefni.“ Skóla- og menntamál Reykjavík Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Sjá meira
Foreldrar barna í sjöunda bekk Breiðholtsskóla eru á meðal þeirra sem hafa lýst yfir áhyggjum að ekkert virðist breytast varðandi öryggi barna í hverfinu. „Starfsfólk skóla- og frístundasviðs og Breiðholtsskóla hefur lagt sig fram um að vinna á þeim vanda sem fjallað hefur verið um undanfarið,“ segir í tilkynningu frá skóla- og frístundasviði. Árás á barn sem átti sér stað utan skólatíma á miðvikudag sé að sjálfsögðu litin mjög alvarlegum augum. Málið teygi anga sína út fyrir skólann en starfsfólk hafi aðstoðað lögreglu í gær við rannsóknina og muni leggja henni lið eftir þörfum. „Skóla- og frístundasvið vísar þeim ummælum á bug sem ítrekað hafa komið fram um að ekkert hafi verið aðhafst af hálfu skólans eða sviðsins vegna vandans sem hefur verið til umfjöllunar.“ Gripið hafi verið til ýmissa úrræða til að bæta skólastarfið og líðan nemenda í skólanum. Þær eru taldar upp: Í skólanum hefur stuðningur og sérkennsla verið aukin, auk þess sem sérfræðingar hafa komið að málum. Hópaskipting var endurskoðuð og henni breytt til að skapa meiri ró og vinnufrið í 7. bekk. Velferðarsvið og barnavernd eru með aðkomu í málefnum einstakra barna og gerðar hafa verið ráðstafanir til að dreifa álagi og bæta líðan allra. Unnið hefur verið á grundvelli farsældarlaga og komið á samþættingu og stuðningsteymum til að samræma vinnubrögð skóla, velferðarsviðs og barnaverndar og eftir atvikum þriðja stigs úrræða á vegum ríkisins eins og barna og unglingageðdeildar, og stendur sú vinna yfir. Brúarskóli og Farteymi Suðurmiðstöðvar eru mikilvæg úrræði sem hafa nú verið nýtt. Hópefli er í árganginum í samvinnu við frístundamiðstöðina í hverfinu og Suðurmiðstöð. Komið hefur verið inn með forvarnarfræðslu bæði fyrir börn og foreldra. Jafnréttisskólinn hefur komið inn með fræðslu um samskipti, virðingu og ofbeldi. Landsteymi Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu (MMS) hefur komið inn auk þess sem stofnunin kemur að námsmati í bekknum. Skólastjórnendur telji að þær aðgerðir og þau úrræði bæði innan og utan skóla sem hafi komið til séu farin að skila árangri. „Vinnufriður er mun betri í skólanum en áður og nemendum líður betur. Áfram verður unnið að auknum stuðningi og sérkennslu.“ Aðkoma skóla- og frístundasviðs að börnum á þessum aldri, utan skólatíma, sé helst í gegnum félagsmiðstöðvarnar í hverfinu og Flotann, flakkandi félagsmiðstöð sem starfar í borginni við að greina hvar von sé á hópamyndunum og hættu á slæmri unglingamenningu og bregðast við eftir megni. „Það er gert í samvinnu við samfélagslögregluna auk þess sem nágrannasveitarfélögin hafa komið inn með starfsfólk um helgar þar sem unglingar hafa verið að safnast saman þvert á sveitarfélög.“ Utan skólatíma fari almennt starf fyrir unglinga í borginni fram í þeim 25 félagsmiðstöðvum sem skóla- og frístundasvið rekui. „Þar er boðið upp á uppbyggilegt frístundastarf fyrir 10–16 ára börn og unglinga. Sérstök áhersla er lögð á að ná til þeirra unglinga sem þarfnast félagslegs stuðnings og að bjóða upp á fjölbreytileg viðfangsefni.“
Skóla- og menntamál Reykjavík Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Sjá meira