Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. mars 2025 19:49 Ásthildur Lóa Þórsdóttir menntamálaráðherra segir að gera þurfi gangskör í málefnum barna með fjölþættan vanda. Vísir/Vilhelm Menntamálaráðherra segir að gera eigi gangskör í málum barna með fjölþættan vanda. Hún segir málaflokkinn hafa verið vanræktan í allt of langan tíma. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar vísar á bug ásökunum foreldra um að ekkert hafi verið aðhafst vegna ófremdarástands í Breiðholtsskóla. Mikið hefur verið fjallað um ófremdarástand í Breiðholtsskóla, þar sem hópur drengja í sjöunda bekk og fleiri úr öðrum skólum hafa haldið öllu hverfinu í heljargreipum. Börn hafa ekki þorað að mæta í skólann og ofbeldi verið daglegt brauð. Móðir drengs við skólann lýsti því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að ráðist hafi verið á son hennar á leikvelli við Breiðholtsskóla í fyrradag, á sama tíma og foreldrar funduðu um stöðuna. Hún sagði son sinn hafa brotnað saman og grátbeðið hana um að þau flyttu úr hverfinu. Hún segir skólayfirvöld og borgina bregðast takmarkað við ástandinu og að grípa hefði átt inn í mun fyrr. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins síðdegis þar sem því er vísað á bug að ekkert hafi verið aðhafst af hálfu skólans eða sviðsins. Gripið hafi verið til ýmiskonar úrræða, til dæmis hafi stuðningur og sérkennsla verið aukin, hópaskiptingu verið breytt til að koma á vinnufriði í sjöunda bekk, velferðarsvið og barnavernd hefðu komið að málum og fræðsla hafi verið aukin. Skólastjórnendum finnist aðgerðir hafa skilað árangri, vinnufriður sé mun betri og nemendum líði betur. Þar kemur jafnframt fram að fyrrnefnd árás sé litin alvarlegum augum og starfsfólk skólans hafi aðstoðað lögreglu við rannsóknina. Mennta- og barnamálaráðherra segir þessi mál inni á borði ráðuneytisins og Menntamálastofnunar. „Svo vorum við nú í ríkisstjórninni áðan að samþykkja frá okkur kostnaðarskiptingu sveitarfélaga vegna barna með fjölþættan vanda. Þannig að við erum virkilega að fara að taka til hendinni þar og gera gangskör í þessum málum sem hafa verið vanrækt í alveg gríðarlega langan tíma. Það verður að fara í markvissar aðgerðir og við erum að fara að gera það,“ sagði Ásthildur Lóa Þórsdóttir mennta- og barnamálaráðherra um málið að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Barnavernd Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um ófremdarástand í Breiðholtsskóla, þar sem hópur drengja í sjöunda bekk og fleiri úr öðrum skólum hafa haldið öllu hverfinu í heljargreipum. Börn hafa ekki þorað að mæta í skólann og ofbeldi verið daglegt brauð. Móðir drengs við skólann lýsti því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að ráðist hafi verið á son hennar á leikvelli við Breiðholtsskóla í fyrradag, á sama tíma og foreldrar funduðu um stöðuna. Hún sagði son sinn hafa brotnað saman og grátbeðið hana um að þau flyttu úr hverfinu. Hún segir skólayfirvöld og borgina bregðast takmarkað við ástandinu og að grípa hefði átt inn í mun fyrr. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins síðdegis þar sem því er vísað á bug að ekkert hafi verið aðhafst af hálfu skólans eða sviðsins. Gripið hafi verið til ýmiskonar úrræða, til dæmis hafi stuðningur og sérkennsla verið aukin, hópaskiptingu verið breytt til að koma á vinnufriði í sjöunda bekk, velferðarsvið og barnavernd hefðu komið að málum og fræðsla hafi verið aukin. Skólastjórnendum finnist aðgerðir hafa skilað árangri, vinnufriður sé mun betri og nemendum líði betur. Þar kemur jafnframt fram að fyrrnefnd árás sé litin alvarlegum augum og starfsfólk skólans hafi aðstoðað lögreglu við rannsóknina. Mennta- og barnamálaráðherra segir þessi mál inni á borði ráðuneytisins og Menntamálastofnunar. „Svo vorum við nú í ríkisstjórninni áðan að samþykkja frá okkur kostnaðarskiptingu sveitarfélaga vegna barna með fjölþættan vanda. Þannig að við erum virkilega að fara að taka til hendinni þar og gera gangskör í þessum málum sem hafa verið vanrækt í alveg gríðarlega langan tíma. Það verður að fara í markvissar aðgerðir og við erum að fara að gera það,“ sagði Ásthildur Lóa Þórsdóttir mennta- og barnamálaráðherra um málið að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.
Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Barnavernd Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Sjá meira