Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Lovísa Arnardóttir skrifar 14. mars 2025 21:22 Árni Þór Sigurðsson sendiherra fyrir utan sendiráð Íslands í Moskvu í júní 2023 þegar tilkynnt var um lokunina. Stjórnarráðið Starfsmenn íslenska sendiráðsins í Moskvu urðu fyrir kerfisbundnu og ítrekuðu áreiti af hálfu rússneskra meðlima leyniþjónustunnar í aðdraganda þess að sendiráðinu var lokað árið 2023. Þetta kemur fram í frétt breska miðilsins Daily Express en fyrst var fjallað um umfjöllun þeirra á vef DV í dag. Starfsemi íslenska sendiráðsins í Moskvu var lögð niður árið 2023. Á sama tíma óskuðu íslensk yfirvöld eftir því að Rússar kölluðu sinn sendiherra aftur heim. Ísland var fyrst allra þjóða til að tilkynna um slíka lokun í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Tilkynnt var um lokunina í júní sem tók svo gildi í ágúst sama ár. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins, á þeim tíma, kom fram að ákvörðun um að loka sendiráðinu væri tekin í ljósi þess að það samræmdist ekki forgangsröðun í utanríkisþjónustu Íslands að starfrækja sendiskrifstofu í Moskvu við þær aðstæður sem þá voru uppi. „Ísland starfrækir átján sendiráð í höfuðborgum erlendra ríkja, einkum í ríkjum þar sem efnahagsleg, stjórnmálaleg og menningarleg tengsl eru mikil eða um samstarfsríki í þróunarsamvinnu er að ræða. Öll samskipti við Rússland eru í lágmarki hvort sem litið er til viðskiptalegra, menningarlegra eða stjórnmálalegra tengsla. Forsendur fyrir starfsemi sendiráðs í Moskvu eru því gjörbreyttar,“ sagði í tilkynningunni. Grænmetisætan fann steik í ísskápnum Miðað við frétt Express voru þetta þó ekki einu ástæðurnar sem lágu fyrir lokuninni. Í fréttinni kemur fram að meðal annars hafi verið brotist inn á heimili starfsfólks og þau komið að heimilum sínum opnum um miðjan vetur eða tekið eftir sígarettubruna á ýmsum stöðum. Þá segir í fréttinni að íslensk kona sem starfaði í sendiráðinu, sem hafi verið grænmetisæta, hafi á einum tímapunkti fundið steik í ísskápnum sínum. „Tilgangurinn var að embættismennirnir vissu að Rússarnir hefðu aðgang að íbúðunum þeirra og gætu komið og farið eins og þeim hentaði,“ er haft eftir David Dunn, prófessor við Birmingham-háskóla, í frétt Express. Tilefni fréttarinnar er ákvörðun breskra yfirvalda að reka rússneskan diplómata og maka hans úr landi. Dunn segir í viðtali við Express að öll þessi áreitni sé brot á Vínarsáttmálanum. Með þessu hafi Rússar viljað knýja erlend ríki til að loka sendiráðum sínum án þess að gefa þeim fyrirmæli um það. Fyrrverandi ráðherra segir starfsfólki hafa verið ógnað Í frétt DV segir að þau hafi haft samband við utanríkisráðuneytið til að fá viðbrögð við efni fréttar Express en fengið þau svör að ráðuneytið myndi ekki tjá sig um efni fréttarinnar. Árni Þór Sigurðsson, fyrrverandi sendiherra, segir í samtali við RÚV að hann ætli ekki að tjá sig um málið og vísaði á ráðuneytið. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir jafnframt í samtali við RÚV að ekki hafi verið hægt að tryggja öryggi starfsfólks í Moskvu og að þetta hafi haft áhrif á lokunina. Það hafi samt sem áður verið aðrar ástæður fyrir tímabundinni lokun sendiráðsins. Utanríkismál Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Sendiráð Íslands Sendiráð á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt breska miðilsins Daily Express en fyrst var fjallað um umfjöllun þeirra á vef DV í dag. Starfsemi íslenska sendiráðsins í Moskvu var lögð niður árið 2023. Á sama tíma óskuðu íslensk yfirvöld eftir því að Rússar kölluðu sinn sendiherra aftur heim. Ísland var fyrst allra þjóða til að tilkynna um slíka lokun í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Tilkynnt var um lokunina í júní sem tók svo gildi í ágúst sama ár. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins, á þeim tíma, kom fram að ákvörðun um að loka sendiráðinu væri tekin í ljósi þess að það samræmdist ekki forgangsröðun í utanríkisþjónustu Íslands að starfrækja sendiskrifstofu í Moskvu við þær aðstæður sem þá voru uppi. „Ísland starfrækir átján sendiráð í höfuðborgum erlendra ríkja, einkum í ríkjum þar sem efnahagsleg, stjórnmálaleg og menningarleg tengsl eru mikil eða um samstarfsríki í þróunarsamvinnu er að ræða. Öll samskipti við Rússland eru í lágmarki hvort sem litið er til viðskiptalegra, menningarlegra eða stjórnmálalegra tengsla. Forsendur fyrir starfsemi sendiráðs í Moskvu eru því gjörbreyttar,“ sagði í tilkynningunni. Grænmetisætan fann steik í ísskápnum Miðað við frétt Express voru þetta þó ekki einu ástæðurnar sem lágu fyrir lokuninni. Í fréttinni kemur fram að meðal annars hafi verið brotist inn á heimili starfsfólks og þau komið að heimilum sínum opnum um miðjan vetur eða tekið eftir sígarettubruna á ýmsum stöðum. Þá segir í fréttinni að íslensk kona sem starfaði í sendiráðinu, sem hafi verið grænmetisæta, hafi á einum tímapunkti fundið steik í ísskápnum sínum. „Tilgangurinn var að embættismennirnir vissu að Rússarnir hefðu aðgang að íbúðunum þeirra og gætu komið og farið eins og þeim hentaði,“ er haft eftir David Dunn, prófessor við Birmingham-háskóla, í frétt Express. Tilefni fréttarinnar er ákvörðun breskra yfirvalda að reka rússneskan diplómata og maka hans úr landi. Dunn segir í viðtali við Express að öll þessi áreitni sé brot á Vínarsáttmálanum. Með þessu hafi Rússar viljað knýja erlend ríki til að loka sendiráðum sínum án þess að gefa þeim fyrirmæli um það. Fyrrverandi ráðherra segir starfsfólki hafa verið ógnað Í frétt DV segir að þau hafi haft samband við utanríkisráðuneytið til að fá viðbrögð við efni fréttar Express en fengið þau svör að ráðuneytið myndi ekki tjá sig um efni fréttarinnar. Árni Þór Sigurðsson, fyrrverandi sendiherra, segir í samtali við RÚV að hann ætli ekki að tjá sig um málið og vísaði á ráðuneytið. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir jafnframt í samtali við RÚV að ekki hafi verið hægt að tryggja öryggi starfsfólks í Moskvu og að þetta hafi haft áhrif á lokunina. Það hafi samt sem áður verið aðrar ástæður fyrir tímabundinni lokun sendiráðsins.
Utanríkismál Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Sendiráð Íslands Sendiráð á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira