Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. mars 2025 20:01 Efling stéttarfélag, ásamt Alþýðusambandi Íslands og Starfsgreinasambandinu, hafa lagt fram kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs fyrirtækja á veitingamarkaði. Vísir ASÍ, Efling og SGS kvörtuðu í dag til Samkeppniseftirlitins vegna meintra samkeppnislagabrota fyrirtækja á veitingamarkaði. Þau halda því fram að SVEIT hafi stofnað gervistéttarfélag til að veikja kjör launafólks og samið svo við það. Eftirlitið hefur ákveðið að taka málið til skoðunar. Formaður Eflingar segir um að ræða eitt alvarlegasta mál sinnar tegundar. Verkalýðsforystan sendi í dag kvörtun til Samkeppniseftirlitsins þar sem því er haldið fram að Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) og aðildarfélög þess hafi gert ólöglegan kjarasamning við Virðingu, sem sé í raun gervistéttarfélag. Virðing sé undir stjórn sjálfra veitingafyrirtækjanna og því feli kjarasamningurinn í sér samráð um launakjör sem samsvari brotum á samkeppnislögum. Eitt alvarlegasta mál sem hefur komið upp Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir málið eitt það alvarlegasta sem hefur komið inn á borð stéttarfélagsins. „Við höfum auðvitað áður þurft að takast á við gul stéttarfélög. Þarna er hins vegar um stærra og alvarlegra mál en áður hefur komið upp. Atvinnurekendur ákveða þarna sjálfir að stofna gerivistéttarfélag og útbúa svo í gegnum það kjarasamning við launafólk sitt sem er verri en sá sem samið var um á almennum vinnumarkaði,“ segir Sólveig. Sólveig segir að lögmenn verkalýðsfélaganna telji um ólöglegt samráð að ræða og því hafi verið ákveðið að kvarta til Samkeppniseftirlitsins. Engar upplýsingar um félagsmenn Virðing stéttarfélagið sem um ræðir er samkvæmt heimasíðu opið öllum sem starfa á veitinga-og gistimarkaði. Félagið var stofnað í september á síðasta ári. Forsvarsmenn Virðingar höfnuðu viðtali við fréttastofu vegna málsins í dag en sögðu að von væri á tilkynningu frá stjórn félagsins. Ekki var unnt að fá upplýsingar um hversu félagsmenn margir eru í Virðingu. Á heimasíðu SVEIT kemur fram að aðildarfélagar hafi samþykkt kjarasamning við Virðingu í febrúar á þessu ári. Framkvæmdastjóri hjá SVEIT vildi ekki tjá sig um málatilbúnað verkalýðsfélaganna þegar fréttastofa hafði samband í dag. Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða málið Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að taka málið til skoðunar samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Það þýðir að eftirlitið mun afla sér upplýsinga frá aðilum málsins. Eftir það er ákveðið hvort tilefni sé til rannsóknar. Félagsmál ASÍ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Vinnumarkaður Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Samkeppnismál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Verkalýðsforystan sendi í dag kvörtun til Samkeppniseftirlitsins þar sem því er haldið fram að Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) og aðildarfélög þess hafi gert ólöglegan kjarasamning við Virðingu, sem sé í raun gervistéttarfélag. Virðing sé undir stjórn sjálfra veitingafyrirtækjanna og því feli kjarasamningurinn í sér samráð um launakjör sem samsvari brotum á samkeppnislögum. Eitt alvarlegasta mál sem hefur komið upp Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir málið eitt það alvarlegasta sem hefur komið inn á borð stéttarfélagsins. „Við höfum auðvitað áður þurft að takast á við gul stéttarfélög. Þarna er hins vegar um stærra og alvarlegra mál en áður hefur komið upp. Atvinnurekendur ákveða þarna sjálfir að stofna gerivistéttarfélag og útbúa svo í gegnum það kjarasamning við launafólk sitt sem er verri en sá sem samið var um á almennum vinnumarkaði,“ segir Sólveig. Sólveig segir að lögmenn verkalýðsfélaganna telji um ólöglegt samráð að ræða og því hafi verið ákveðið að kvarta til Samkeppniseftirlitsins. Engar upplýsingar um félagsmenn Virðing stéttarfélagið sem um ræðir er samkvæmt heimasíðu opið öllum sem starfa á veitinga-og gistimarkaði. Félagið var stofnað í september á síðasta ári. Forsvarsmenn Virðingar höfnuðu viðtali við fréttastofu vegna málsins í dag en sögðu að von væri á tilkynningu frá stjórn félagsins. Ekki var unnt að fá upplýsingar um hversu félagsmenn margir eru í Virðingu. Á heimasíðu SVEIT kemur fram að aðildarfélagar hafi samþykkt kjarasamning við Virðingu í febrúar á þessu ári. Framkvæmdastjóri hjá SVEIT vildi ekki tjá sig um málatilbúnað verkalýðsfélaganna þegar fréttastofa hafði samband í dag. Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða málið Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að taka málið til skoðunar samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Það þýðir að eftirlitið mun afla sér upplýsinga frá aðilum málsins. Eftir það er ákveðið hvort tilefni sé til rannsóknar.
Félagsmál ASÍ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Vinnumarkaður Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Samkeppnismál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira