„Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. mars 2025 17:55 Ásrún Helga Kristinsdóttir er forseti bæjarstjórnar Grindavíkur. Vísir/Bjarni Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur og Fannar Jónasson bæjarstjóri fóru á fund forsætisráðherra í dag. Ásrún segir lítið hafa komið á óvart af því sem rætt var á fundinum en segist þó ganga út af honum hæfilega jákvæð. Bæjarstjórn Grindavíkur lýsti áhyggjum sínum á af því að sértækur húsnæðisstuðningur ríkisins til íbúa Grindavíkur rynni um næstu mánaðamót. Enn liggur ekki fyrir hvert framhaldið verður af stuðningsaðgerðum ríkisins við bæjarbúa. „Fyrir liggur að skammur tími er til stefnu að móta breytingar á úrræðinu og ljóst að margir lendi í fjárhagsvandræðum ef ekkert verður aðhafst,“ segir í fundargerð bæjarráðs frá fundi ellefta mars síðastliðinn. Allir þingmenn Suðurkjördæmis funduðu með forsætisráðherra Ásrún segist ánægð með að hafa verið boðuð á fund forsætisráðherra og fagnar samráði ríkisstjórnarinnar við Grindvíkinga. Hún segir fundinn hafa gengið út á að ræða framtíð þeirra stuðningsúrræða sem renna út í lok mánaðarins. „Það var ekki margt sem kom á óvart en mikilvægt að þessi úrræði séu farin í annan fasa og svo þau sjá fyrir sér að þetta fari fyrir ríkisstjórn í fyrramálið og þá verður þetta kunngjört,“ segir hún. Hún tekur fram að forsætisráðherra hafi einnig boðað alla þingmenn Suðurkjördæmis á hennar fund beint í kjölfar fundarins með fulltrúum bæjarstjórnarinnar. Í téðum úrræðum felast sértækur húsnæðisstuðningur, uppkaup á atvinnuhúsnæði, rekstrarstuðningur við fyrirtæki og framlenging á uppkaupum íbúðarhúsnæðis Grindvíkinga. Erfitt að vita til þess að fólk muni lenda í vandræðum Hún segir það jákvætt að ríkisstjórnin geri sér grein fyrir mikilvægi þess að hlúa að andlegri heilsu Grindvíkinga og að það þurfi til dæmis að starfrækja þjónustuteymi áfram. „Þetta verður erfitt fyrir einhverja en það er mikilvægt að hver og einn verði gripinn og honum leiðbeint inn í næstu skref,“ segir Ásrún. Hún segir erfitt að vita til þess að fólk muni lenda í vandræðum en undirstrikar mikilvægi þess að Grindvíkingar geti búið við einhvers konar fyrirsjáanleika. „Mér fannst jákvæð að það var talað um uppbyggingu og endurreisn í Grindavík. Ég fékk gott í hjartað við að heyra það. Það fer samtal og samvinna af stað á næstu vikum og mánuðum,“ segir hún. Mikilvægt að ganga í málin og bíða ekki bara eftir næsta gosi Hún segir að það sem fram kom á fundinum verði rætt innan ríkisstjórnarinnar í fyrramálið og að ráðherrar muni gefa kost á viðtölum um framhald stuðnings við Grindvíkinga á morgun. Hún fagnar því að ríkisstjórnin líti á verkefnið sem samstarfs bæjarins og ríkisstjórnar. „Við erum að bíða núna eftir áttunda eldgosinu. Það er mikil reynsla og vinna farið fram. Lífið heldur áfram og við verðum að halda áfram og vera ekki alltaf að bíða eftir gosi. Við verðum að stíga skrefin fram á við en sannarlega gefur það gott í hjartað að heyra sérfræðinga tala um það að innstreymi kviku er töluvert minna,“ segir Ásrún. „Og ég hef sagt það að með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina,“ segir hún. Grindavík Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Fleiri fréttir Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Sjá meira
Bæjarstjórn Grindavíkur lýsti áhyggjum sínum á af því að sértækur húsnæðisstuðningur ríkisins til íbúa Grindavíkur rynni um næstu mánaðamót. Enn liggur ekki fyrir hvert framhaldið verður af stuðningsaðgerðum ríkisins við bæjarbúa. „Fyrir liggur að skammur tími er til stefnu að móta breytingar á úrræðinu og ljóst að margir lendi í fjárhagsvandræðum ef ekkert verður aðhafst,“ segir í fundargerð bæjarráðs frá fundi ellefta mars síðastliðinn. Allir þingmenn Suðurkjördæmis funduðu með forsætisráðherra Ásrún segist ánægð með að hafa verið boðuð á fund forsætisráðherra og fagnar samráði ríkisstjórnarinnar við Grindvíkinga. Hún segir fundinn hafa gengið út á að ræða framtíð þeirra stuðningsúrræða sem renna út í lok mánaðarins. „Það var ekki margt sem kom á óvart en mikilvægt að þessi úrræði séu farin í annan fasa og svo þau sjá fyrir sér að þetta fari fyrir ríkisstjórn í fyrramálið og þá verður þetta kunngjört,“ segir hún. Hún tekur fram að forsætisráðherra hafi einnig boðað alla þingmenn Suðurkjördæmis á hennar fund beint í kjölfar fundarins með fulltrúum bæjarstjórnarinnar. Í téðum úrræðum felast sértækur húsnæðisstuðningur, uppkaup á atvinnuhúsnæði, rekstrarstuðningur við fyrirtæki og framlenging á uppkaupum íbúðarhúsnæðis Grindvíkinga. Erfitt að vita til þess að fólk muni lenda í vandræðum Hún segir það jákvætt að ríkisstjórnin geri sér grein fyrir mikilvægi þess að hlúa að andlegri heilsu Grindvíkinga og að það þurfi til dæmis að starfrækja þjónustuteymi áfram. „Þetta verður erfitt fyrir einhverja en það er mikilvægt að hver og einn verði gripinn og honum leiðbeint inn í næstu skref,“ segir Ásrún. Hún segir erfitt að vita til þess að fólk muni lenda í vandræðum en undirstrikar mikilvægi þess að Grindvíkingar geti búið við einhvers konar fyrirsjáanleika. „Mér fannst jákvæð að það var talað um uppbyggingu og endurreisn í Grindavík. Ég fékk gott í hjartað við að heyra það. Það fer samtal og samvinna af stað á næstu vikum og mánuðum,“ segir hún. Mikilvægt að ganga í málin og bíða ekki bara eftir næsta gosi Hún segir að það sem fram kom á fundinum verði rætt innan ríkisstjórnarinnar í fyrramálið og að ráðherrar muni gefa kost á viðtölum um framhald stuðnings við Grindvíkinga á morgun. Hún fagnar því að ríkisstjórnin líti á verkefnið sem samstarfs bæjarins og ríkisstjórnar. „Við erum að bíða núna eftir áttunda eldgosinu. Það er mikil reynsla og vinna farið fram. Lífið heldur áfram og við verðum að halda áfram og vera ekki alltaf að bíða eftir gosi. Við verðum að stíga skrefin fram á við en sannarlega gefur það gott í hjartað að heyra sérfræðinga tala um það að innstreymi kviku er töluvert minna,“ segir Ásrún. „Og ég hef sagt það að með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina,“ segir hún.
Grindavík Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Fleiri fréttir Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Sjá meira