Fyrirvarinn verði örfáar mínútur Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. mars 2025 20:50 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að ef gjósa skyldi á næstu dögum yrði það „endurtekið efni Vísir/Arnar Landris á Reykjanesskaga heldur enn áfram og kvikumagnið í kvikuhólfi undir Svartsengi aldrei verið meira. Eldfjallafræðingur segir líklegt að goshrinan á Reykjanesskaga sé að líða undir lok. Ef það skyldi gjósa á næstu dögum yrði fyrirvarinn ekki mikill en gosið gæti verið keimlíkt fyrri gosum á svæðinu. Þó hefur hægst á innrennsli kviku, sem einhverjir jarðvísindamenn hafa talið til marks um að senn styttist í næsta eldgos. Síðast gaus á Sundhnúksgígaröðinni þann 20. nóvember, en gosinu lauk nítján dögum síðar. Almannavarnir hafa verið á hættustigi vegna mögulegs eldgoss síðan í janúar, en talið er að eldgos geti hafist með afar skömmum fyrirvara á svæðinu. „Staðan er þannig að skjálftavirknin sem við sáum út við Reykjanestá er gengin yfir. Svo hefur aukist skjálftavirknin við gígaröðina milli Sýlingarfells og Stóra-Skógfells sem er í raun og veru sá staður sem við höfum séð skjálftavirkni áður fyrir gos,“ segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur. Þorvaldur segir kvikugeymsluna undir Svartsengi vera komna að þolmörkum. „Rúmmál kviku sem hefur safnast saman í henni er svipað því sem var fyrir síðasta gos. Það má búast við því að þakið bresti og kvika leiti til yfirborðs í eldgosi,“ segir hann. „Hin hliðin á málinu er sú að til að fylla þessa grunnstöðu kvikugeymslu þarftu að vera með innflæði að neðan. Það innflæði hefur alltaf verið að minnka jafn og þétt.“ Áður fyrr hafi innflæðið verið um 3,3 til 3,8 rúmmetrar á sekúndu en nú sé það einungis 2,3 rúmmetrar á sekúndu. Til að hægt sé að viðhalda flæði í gegnum gosrás í skorpunni þurfi flæðið að vera þrír rúmmetrar á sekúndu. „Það eru öll teikn á loft um það að þetta sé að lognast út hægt og rólega,“ segir Þorvaldur Nokkurra mínútna fyrirvari Mikið hefur verið minnst á magn kvikunnar sem safnast hefur saman. Í tilkynningu Veðurstofu Íslands í dag segir að rúmmál kvikusöfnunarinnar hafi aldrei verið meiri frá upphafi eldgosahrinunnar á Reykjanesskaganum. Þorvaldur segir hins vegar ekki muna miklu á kvikumagninu. „Kvikumagnið sem hefur safnast fyrir núna er mjög svipað því sem hefur safnast fyrir síðasta gos þótt það sé kannski örlítið meira. Til þess að fá verulega mikið magn þurfum við að horfa á landris í nokkrar vikur í viðbót.“ Hann segir að ef það skyldi gjósa á næstu dögum yrði það „endurtekið efni.“ Líklegast myndi gjósa á sama stað og áður. Fyrirvari gossins verði þó sennilega ekki mikill. „Við fáum örugglega einhverja viðvörun og hún verður örugglega frekar stutt. Sennilega í mínútum frekar en í tugum mínútna.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira
Þó hefur hægst á innrennsli kviku, sem einhverjir jarðvísindamenn hafa talið til marks um að senn styttist í næsta eldgos. Síðast gaus á Sundhnúksgígaröðinni þann 20. nóvember, en gosinu lauk nítján dögum síðar. Almannavarnir hafa verið á hættustigi vegna mögulegs eldgoss síðan í janúar, en talið er að eldgos geti hafist með afar skömmum fyrirvara á svæðinu. „Staðan er þannig að skjálftavirknin sem við sáum út við Reykjanestá er gengin yfir. Svo hefur aukist skjálftavirknin við gígaröðina milli Sýlingarfells og Stóra-Skógfells sem er í raun og veru sá staður sem við höfum séð skjálftavirkni áður fyrir gos,“ segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur. Þorvaldur segir kvikugeymsluna undir Svartsengi vera komna að þolmörkum. „Rúmmál kviku sem hefur safnast saman í henni er svipað því sem var fyrir síðasta gos. Það má búast við því að þakið bresti og kvika leiti til yfirborðs í eldgosi,“ segir hann. „Hin hliðin á málinu er sú að til að fylla þessa grunnstöðu kvikugeymslu þarftu að vera með innflæði að neðan. Það innflæði hefur alltaf verið að minnka jafn og þétt.“ Áður fyrr hafi innflæðið verið um 3,3 til 3,8 rúmmetrar á sekúndu en nú sé það einungis 2,3 rúmmetrar á sekúndu. Til að hægt sé að viðhalda flæði í gegnum gosrás í skorpunni þurfi flæðið að vera þrír rúmmetrar á sekúndu. „Það eru öll teikn á loft um það að þetta sé að lognast út hægt og rólega,“ segir Þorvaldur Nokkurra mínútna fyrirvari Mikið hefur verið minnst á magn kvikunnar sem safnast hefur saman. Í tilkynningu Veðurstofu Íslands í dag segir að rúmmál kvikusöfnunarinnar hafi aldrei verið meiri frá upphafi eldgosahrinunnar á Reykjanesskaganum. Þorvaldur segir hins vegar ekki muna miklu á kvikumagninu. „Kvikumagnið sem hefur safnast fyrir núna er mjög svipað því sem hefur safnast fyrir síðasta gos þótt það sé kannski örlítið meira. Til þess að fá verulega mikið magn þurfum við að horfa á landris í nokkrar vikur í viðbót.“ Hann segir að ef það skyldi gjósa á næstu dögum yrði það „endurtekið efni.“ Líklegast myndi gjósa á sama stað og áður. Fyrirvari gossins verði þó sennilega ekki mikill. „Við fáum örugglega einhverja viðvörun og hún verður örugglega frekar stutt. Sennilega í mínútum frekar en í tugum mínútna.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira