„Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. mars 2025 13:15 Guðbjörg Eyjólfsdóttir er formaður Járngerðar sem eru hollvinasamtök um uppbyggingu og framtíð Grindavíkur. Fyrsti fundur var haldinn í mánuðinum og mættu um 200 manns á hann. Grindavík Íbúi í Grindavík og formaður hollvinasamtaka um framtíðaruppbyggingu í bænum varð fyrir vonbrigðum með þær breytingar ríkisstjórnin mun gera á stuðningsaðgerðum við Grindvíkinga. Breytingarnar geri endurreisnarstarfið mun erfiðara og þyngra. Í gær tilkynnti ríkisstjórnin um breytingar sem munu verða á stuðningi við Grindvíkinga. Lög um sértækan húsnæðisstuðning vegna náttúruhamfaranna falla úr gildi í lok mánaðar en í stað þeirra verður stutt við tekju- og eignaminni heimili til áramóta. Þá verður frestur til að óska eftir uppkaupum á íbúðarhúsnæði í gegnum Þórkötlu framlengdur um þrjá mánuði. Guðbjörg Eyjólfsdóttir, formaður Járngerðar, hollvinasamtaka um uppbyggingu og framtíð Grindavíkur segir að hún hafi orðið fyrir vonbrigðum með breytingarnar. „Það er að raungerast sem við óttuðumst; að ríkisstjórnin ætli að draga svolítið lappirnar varðandi ákvarðanatöku um uppbyggingu í Grindavík. Það sem við erum nú kannski ekki að leita eftir í fyrstu skrefunum er einhver stórtæk uppbygging sem forsætisráðherra er tíðrætt um. Við viljum bara byrja á því að fá að hefja búsetu og það er í sjálfu sér engin haldbær rök sem mæla gegn því.“ Guðbjörg hefur búið í Grindavík í meira er fimmtíu ár. Hún segir að hollvinasamtökin vilji helst fá að halda fasteignum sínum í Grindavík í lagi og að ljósin verði kveikt í bænum. „Mér finnst verið að róa að því öllum árum að uppbygging eigi í sjálfu sér að dragast til 2035 og hvernig verður þá umhorfs í bænum okkar?“ Stuðningslán til fyrirtækja verða framlengd um eitt ár, eða til júní 2026 en rekstrarstuðningur við rekstraraðila verður hins vegar ekki framlengdur og fellur úr gildi í lok mánaðar. „Hvernig þessi litlu og meðalstóru fyrirtæki koma út úr þessari ákvörðun þeirra um að hætta alfarið stuðningi, jú það verður eitthvað rekstrarlán en það er allt annað dæmi og við óttumst að þessi fyrirtæki fari úr bænum og komi ekki til baka. Allt þetta hjálpar þetta við að gera endurreisn erfiðari og þyngri,“ segir Guðbjörg Eyjólfsdóttir, formaður Járngerðar. Grindavík Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Ríkisstjórnin telur ekki ráðlegt að hefja stórtækt endurreisnarstarf í Grindavík vegna óvissu með áframhald jarðhræringa. Bæjarstjóri vill hins vegar hefja uppbyggingu og saknar áætlunar um að halda við innviðum til að bjarga verðmætum. 18. mars 2025 19:15 Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Ríkisstjórnin telur ekki ráðlegt að hefja stórtækt endurreisnarstarf í Grindavík vegna óvissu. Ríkið mun ekki kaupa atvinnuhúsnæði í bænum. Við fjöllum um breytingar á stuðningi við Grindvíkinga sem kynntar voru í dag, og fáum viðbrögð frá bæjarstjóra Grindavíkur, sem segist sakna áætlunar um vernd innviða. 18. mars 2025 18:17 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Sjá meira
Í gær tilkynnti ríkisstjórnin um breytingar sem munu verða á stuðningi við Grindvíkinga. Lög um sértækan húsnæðisstuðning vegna náttúruhamfaranna falla úr gildi í lok mánaðar en í stað þeirra verður stutt við tekju- og eignaminni heimili til áramóta. Þá verður frestur til að óska eftir uppkaupum á íbúðarhúsnæði í gegnum Þórkötlu framlengdur um þrjá mánuði. Guðbjörg Eyjólfsdóttir, formaður Járngerðar, hollvinasamtaka um uppbyggingu og framtíð Grindavíkur segir að hún hafi orðið fyrir vonbrigðum með breytingarnar. „Það er að raungerast sem við óttuðumst; að ríkisstjórnin ætli að draga svolítið lappirnar varðandi ákvarðanatöku um uppbyggingu í Grindavík. Það sem við erum nú kannski ekki að leita eftir í fyrstu skrefunum er einhver stórtæk uppbygging sem forsætisráðherra er tíðrætt um. Við viljum bara byrja á því að fá að hefja búsetu og það er í sjálfu sér engin haldbær rök sem mæla gegn því.“ Guðbjörg hefur búið í Grindavík í meira er fimmtíu ár. Hún segir að hollvinasamtökin vilji helst fá að halda fasteignum sínum í Grindavík í lagi og að ljósin verði kveikt í bænum. „Mér finnst verið að róa að því öllum árum að uppbygging eigi í sjálfu sér að dragast til 2035 og hvernig verður þá umhorfs í bænum okkar?“ Stuðningslán til fyrirtækja verða framlengd um eitt ár, eða til júní 2026 en rekstrarstuðningur við rekstraraðila verður hins vegar ekki framlengdur og fellur úr gildi í lok mánaðar. „Hvernig þessi litlu og meðalstóru fyrirtæki koma út úr þessari ákvörðun þeirra um að hætta alfarið stuðningi, jú það verður eitthvað rekstrarlán en það er allt annað dæmi og við óttumst að þessi fyrirtæki fari úr bænum og komi ekki til baka. Allt þetta hjálpar þetta við að gera endurreisn erfiðari og þyngri,“ segir Guðbjörg Eyjólfsdóttir, formaður Járngerðar.
Grindavík Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Ríkisstjórnin telur ekki ráðlegt að hefja stórtækt endurreisnarstarf í Grindavík vegna óvissu með áframhald jarðhræringa. Bæjarstjóri vill hins vegar hefja uppbyggingu og saknar áætlunar um að halda við innviðum til að bjarga verðmætum. 18. mars 2025 19:15 Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Ríkisstjórnin telur ekki ráðlegt að hefja stórtækt endurreisnarstarf í Grindavík vegna óvissu. Ríkið mun ekki kaupa atvinnuhúsnæði í bænum. Við fjöllum um breytingar á stuðningi við Grindvíkinga sem kynntar voru í dag, og fáum viðbrögð frá bæjarstjóra Grindavíkur, sem segist sakna áætlunar um vernd innviða. 18. mars 2025 18:17 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Sjá meira
Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Ríkisstjórnin telur ekki ráðlegt að hefja stórtækt endurreisnarstarf í Grindavík vegna óvissu með áframhald jarðhræringa. Bæjarstjóri vill hins vegar hefja uppbyggingu og saknar áætlunar um að halda við innviðum til að bjarga verðmætum. 18. mars 2025 19:15
Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Ríkisstjórnin telur ekki ráðlegt að hefja stórtækt endurreisnarstarf í Grindavík vegna óvissu. Ríkið mun ekki kaupa atvinnuhúsnæði í bænum. Við fjöllum um breytingar á stuðningi við Grindvíkinga sem kynntar voru í dag, og fáum viðbrögð frá bæjarstjóra Grindavíkur, sem segist sakna áætlunar um vernd innviða. 18. mars 2025 18:17