Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. mars 2025 15:01 Extra-menn komu ekki að tómum körfuboltakofanum hjá Hjörvari Hafliðasyni. stöð 2 sport Gestur Bónus Körfuboltakvölds Extra í þessari viku var ekki af verri endanum; fótboltadoktorinn sjálfur, Hjörvar Hafliðason. Hann er ekki bara fróður um fótbolta heldur einnig um hinar ýmsu íþróttir. Ekki stóð því á svari hjá doktornum þegar Hörður Unnsteinsson og Tómas Steindórsson fengu hann til að velja fimm bestu seríurnar í sögu úrslitakeppninnar. Í 5. sætinu á lista Hjörvars var einvígi Vals og Tindastóls um Íslandsmeistaratitilinn 2022. Eftir ótrúlegan fjórða leik á Sauðárkróki unnu Valsmenn oddaleik liðanna á Hlíðarenda. Hjálmarsleikurinn svokallaði en Hjálmar Stefánsson fór á kostum í leiknum. Hjörvar spólaði svo vel aftur í tímann og valdi úrslitaeinvígi Njarðvíkur og Grindavíkur fyrir þrjátíu árum í 4. sæti listans. Hann minntist þess að hafa hlustað á lýsingu frá fyrsta leiknum í útvarpi. Eftirminnilegt einvígi Snæfells og Keflavíkur um Íslandsmeistaratitilinn 2010 var í 3. sæti lista Hjörvars. Hólmarar urðu þá Íslandsmeistarar í fyrsta og eina sinn eftir að hafa unnið Keflvíkinga stórt í oddaleik suður með sjó. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld Extra - Uppáhalds seríur Hjörvars Í 2. sæti listans var fyrsta sería Breiðabliks í úrslitakeppni í sögu félagsins. Blikar mættu þá Íslandsmeisturum Njarðvíkinga í átta liða úrslitum en töpuðu í oddaleik. „Ég hef svo sem ekki haldið eitthvað sérstaklega með Breiðabliki en þarna var allt liðið skipað strákum sem ég þekki. Þetta voru bara gaurar úr MK. Ég man eftir að hafa verið á leið á leik númer tvö og ég hugsaði: Ég vona að þeir tapi ekki með 30-40 stigum. Heyrðu, þeir vinna leikinn. XXX Rottweiler hundar í hálfleik, stappaður Smárinn,“ sagði Hjörvar um annan leikinn. Uppáhalds sería Hjörvars í úrslitakeppninni er milli KR og Njarðvíkur í undanúrslitum 2015. KR-ingar fóru í úrslit eftir ótrúlegan sigur í oddaleik í Vesturbænum. „Þetta var algjörlega meiri háttar sjónvarp og það er það sem körfuboltanum á Íslandi hefur tekist; að búa til þetta meiri háttar sjóv sem úrslitakeppnin er,“ sagði Hjörvar. Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi Extra má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bónus-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ Sjá meira
Hann er ekki bara fróður um fótbolta heldur einnig um hinar ýmsu íþróttir. Ekki stóð því á svari hjá doktornum þegar Hörður Unnsteinsson og Tómas Steindórsson fengu hann til að velja fimm bestu seríurnar í sögu úrslitakeppninnar. Í 5. sætinu á lista Hjörvars var einvígi Vals og Tindastóls um Íslandsmeistaratitilinn 2022. Eftir ótrúlegan fjórða leik á Sauðárkróki unnu Valsmenn oddaleik liðanna á Hlíðarenda. Hjálmarsleikurinn svokallaði en Hjálmar Stefánsson fór á kostum í leiknum. Hjörvar spólaði svo vel aftur í tímann og valdi úrslitaeinvígi Njarðvíkur og Grindavíkur fyrir þrjátíu árum í 4. sæti listans. Hann minntist þess að hafa hlustað á lýsingu frá fyrsta leiknum í útvarpi. Eftirminnilegt einvígi Snæfells og Keflavíkur um Íslandsmeistaratitilinn 2010 var í 3. sæti lista Hjörvars. Hólmarar urðu þá Íslandsmeistarar í fyrsta og eina sinn eftir að hafa unnið Keflvíkinga stórt í oddaleik suður með sjó. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld Extra - Uppáhalds seríur Hjörvars Í 2. sæti listans var fyrsta sería Breiðabliks í úrslitakeppni í sögu félagsins. Blikar mættu þá Íslandsmeisturum Njarðvíkinga í átta liða úrslitum en töpuðu í oddaleik. „Ég hef svo sem ekki haldið eitthvað sérstaklega með Breiðabliki en þarna var allt liðið skipað strákum sem ég þekki. Þetta voru bara gaurar úr MK. Ég man eftir að hafa verið á leið á leik númer tvö og ég hugsaði: Ég vona að þeir tapi ekki með 30-40 stigum. Heyrðu, þeir vinna leikinn. XXX Rottweiler hundar í hálfleik, stappaður Smárinn,“ sagði Hjörvar um annan leikinn. Uppáhalds sería Hjörvars í úrslitakeppninni er milli KR og Njarðvíkur í undanúrslitum 2015. KR-ingar fóru í úrslit eftir ótrúlegan sigur í oddaleik í Vesturbænum. „Þetta var algjörlega meiri háttar sjónvarp og það er það sem körfuboltanum á Íslandi hefur tekist; að búa til þetta meiri háttar sjóv sem úrslitakeppnin er,“ sagði Hjörvar. Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi Extra má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Bónus-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ Sjá meira