„Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. mars 2025 14:30 Finnur Freyr vonast eftir öðrum bikarmeistaratitlinum með Val, og þeim fjórða í heildina. Vísir / Diego „Það er bara spenna. Það er gaman að fá að taka þátt í svona leikjum. Ég er spenntur fyrir, vonandi, góðum degi,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, sem mæta KR í bikarúrslitum karla í körfubolta í Smáranum klukkan 16:30. Það er ekki á hverjum degi sem Reykjavíkurstórveldin mætast með allt undir. Síðast mættust þau í bikarúrslitum 1984 og varð uppselt á leik dagsins á mettíma. Klippa: Finnur spenntur en stressaður „Þetta er skemmtileg viðureign í ljósi sögu félaganna, aldir til baka. Það er auka skemmtilegt krydd, út á hvaða lið þetta eru,“ segir Finnur Freyr. Finnur þjálfaði KR lengi og vann til fjölmargra titla hjá liðinu. Hann segist þó vera orðinn nokkur vanur því að mæta liðinu eftir fimm ár á Hlíðarenda. „Það eru komnir nokkrir leikir. Fyrir okkur sem erum í þessu þá snýst þetta bara um andstæðing, að cruncha andstæðingana og finna út hvernig við getum unnið, frekar en hvaða búningum menn eru í. Fyrir hinn almenna áhugamann er þetta auðvitað extra skemmtilegt,“ segir Finnur. En er þetta ekkert sérstakt fyrir þig vegna sögu þinnar hjá KR? „Jú, auðvitað. En einhvern veginn þegar allt fer af stað og þegar bikar er undir er það orðið algjört aukaatriði,“ segir Finnur. Um leikinn sjálfan segir hann: „Það er margt sem þarf að ganga upp. Fyrir mér þetta 50/50 leikur milli góðra liða. KR-liðið er með gríðarlega sterkt byrjunarlið og margslungna leikmenn. Við þurfum svolíti að leggja áherslu á okkar identity og að spila okkar leik og reyna svo að hægja á þeirra helstu vopnum.“ KR hefur ekki komist í úrslitaleikinn í bikarnum í sjö ár, en Finnur stýrði liðinu síðast þegar það steig það svið. Valsmenn hafa aftur á móti farið langt í úrslitakeppninni síðustu tímabil og unnið tvo Íslandsmeistaratitla á síðustu þremur árum, auk bikartitils 2023. Mun sú reynsla af stórum leikjum veita Valsmönnum forskot hvað spennustig varðar? „Menn tala oft um spennustig en oft snýst þetta bara um dagsform. Það fallega við íþróttaleiki er að það er ekkert gefið fyrirfram og það getur allt gerst. Hvað gerðist fyrir ári síðan eða tveimur dögum síðan skiptir engu máli þegar komið er á hólminn,“ segir Finnur og bætir við: „Svo eru sveiflurnar í körfuboltaleik svo svakalega miklar að þetta er fljótt að breytast. Maður reynir að ýta í burtu öllum öðrum hugsunum og pælingum. Maður reynir frekar að einbeita sér að leiknum sjálfum og smáatriðunum. Okkur finnst þegar við leggjum okkur fram, skilum okkar hlutum vel erum við alltaf í góðri stöðu til að vinna. Það er fókusinn okkar.“ Ertu bjartsýnn? „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður,“ segir Finnur að lokum. Valur KR VÍS-bikarinn Körfubolti Bónus-deild karla Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Það er ekki á hverjum degi sem Reykjavíkurstórveldin mætast með allt undir. Síðast mættust þau í bikarúrslitum 1984 og varð uppselt á leik dagsins á mettíma. Klippa: Finnur spenntur en stressaður „Þetta er skemmtileg viðureign í ljósi sögu félaganna, aldir til baka. Það er auka skemmtilegt krydd, út á hvaða lið þetta eru,“ segir Finnur Freyr. Finnur þjálfaði KR lengi og vann til fjölmargra titla hjá liðinu. Hann segist þó vera orðinn nokkur vanur því að mæta liðinu eftir fimm ár á Hlíðarenda. „Það eru komnir nokkrir leikir. Fyrir okkur sem erum í þessu þá snýst þetta bara um andstæðing, að cruncha andstæðingana og finna út hvernig við getum unnið, frekar en hvaða búningum menn eru í. Fyrir hinn almenna áhugamann er þetta auðvitað extra skemmtilegt,“ segir Finnur. En er þetta ekkert sérstakt fyrir þig vegna sögu þinnar hjá KR? „Jú, auðvitað. En einhvern veginn þegar allt fer af stað og þegar bikar er undir er það orðið algjört aukaatriði,“ segir Finnur. Um leikinn sjálfan segir hann: „Það er margt sem þarf að ganga upp. Fyrir mér þetta 50/50 leikur milli góðra liða. KR-liðið er með gríðarlega sterkt byrjunarlið og margslungna leikmenn. Við þurfum svolíti að leggja áherslu á okkar identity og að spila okkar leik og reyna svo að hægja á þeirra helstu vopnum.“ KR hefur ekki komist í úrslitaleikinn í bikarnum í sjö ár, en Finnur stýrði liðinu síðast þegar það steig það svið. Valsmenn hafa aftur á móti farið langt í úrslitakeppninni síðustu tímabil og unnið tvo Íslandsmeistaratitla á síðustu þremur árum, auk bikartitils 2023. Mun sú reynsla af stórum leikjum veita Valsmönnum forskot hvað spennustig varðar? „Menn tala oft um spennustig en oft snýst þetta bara um dagsform. Það fallega við íþróttaleiki er að það er ekkert gefið fyrirfram og það getur allt gerst. Hvað gerðist fyrir ári síðan eða tveimur dögum síðan skiptir engu máli þegar komið er á hólminn,“ segir Finnur og bætir við: „Svo eru sveiflurnar í körfuboltaleik svo svakalega miklar að þetta er fljótt að breytast. Maður reynir að ýta í burtu öllum öðrum hugsunum og pælingum. Maður reynir frekar að einbeita sér að leiknum sjálfum og smáatriðunum. Okkur finnst þegar við leggjum okkur fram, skilum okkar hlutum vel erum við alltaf í góðri stöðu til að vinna. Það er fókusinn okkar.“ Ertu bjartsýnn? „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður,“ segir Finnur að lokum.
Valur KR VÍS-bikarinn Körfubolti Bónus-deild karla Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira