Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Atli Ísleifsson skrifar 24. mars 2025 13:24 Hans Guttormur Þormar. HA Hans Guttormur Þormar hefur verið ráðinn verkefnastjóri í viðræðum um mögulega sameiningu Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst. Í tilkynningu segir að Hans sé með meistaragráðu í sameindalíffræði frá Háskóla Íslands og hafi unnið að viðamiklum rannsóknum á ýmsum sviðum, þar á meðal lífefna- og sameindalíffræði og hafi rannsóknirnar oft og tíðum verið í alþjóðlegu samstarfi. „Hann hefur á sínum ferli leitt fjöldamörg samstarfsverkefni, þar á meðal uppbyggingu Djúptæknikjarna í Vatnsmýrinni, og í hans verkefnum hefur reynt á að koma á breytingum í hugsun hvað varðar samvinnu einstaklinga frá ólíkum sviðum, stofnunum og fyrirtækjum,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Hans að hann sjái mikla möguleika felast í því að sameinaður háskóli gæti aukið gæði og fjölbreytni námsframboðs, eflingu rannsóknaumhverfis, grunnrannsókna og nýsköpunar auk þeirra samfélagslegu áhrifa sem myndu berast út í nærsamfélög háskólanna. „Meiri samvinna um rannsóknir, styrkumsóknir, kennslu og stjórnun held ég að sé alltaf af hinu góða. Við verðum að byggja á því sem við erum góð í og byggja það upp saman.“ Hann er þó meðvitaður um að slíkri vinnu fylgja áskoranir og meðal annars í að finna þá sameiginlegu fleti þar sem eru tækifæri til samlegðaráhrifa. „Það þarf að finna þá fleti þar sem starfsfólk, nemendur og háskólarnir fá tækifæri til að blómstra enn frekar og stækka háskólana á sviðum kennslu, rannsókna, nýsköpunar og stjórnunar. Hér á ekki að nota tækifærið til að skera niður, heldur stækka og verða sterkari saman.“ Þá segir að Hans Guttormur hafi reynslu úr akademíska umhverfinu en að sama skapi hafi hann mikið verið í verkefnum beintengdum atvinnulífi og nýsköpun. „Hann er frumkvöðull sem hefur byggt upp verkefni frá grunni, er handhafi fjölda styrkja úr innlendum og erlendum sjóðum ásamt því að sitja í dag í fagráði Tækniþróunarsjóðs og sem leiðbeinandi frumkvöðla og sprotafyrirtækja í gegnum KLAK. Þá hefur hann sinnt bæði kennslu við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Næstu skref í sameiningarviðræðunum er að ræða við hagaðila innan háskólanna og teikna upp vinnuáætlun fyrir skipulegar samræður starfsfólks, nemenda við Háskólann á Bifröst og stúdenta við Háskólann á Akureyri,“ segir í tilkynningunni. Háskólar Skóla- og menntamál Vistaskipti Akureyri Borgarbyggð Mest lesið Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Viðskipti innlent Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Sjá meira
Í tilkynningu segir að Hans sé með meistaragráðu í sameindalíffræði frá Háskóla Íslands og hafi unnið að viðamiklum rannsóknum á ýmsum sviðum, þar á meðal lífefna- og sameindalíffræði og hafi rannsóknirnar oft og tíðum verið í alþjóðlegu samstarfi. „Hann hefur á sínum ferli leitt fjöldamörg samstarfsverkefni, þar á meðal uppbyggingu Djúptæknikjarna í Vatnsmýrinni, og í hans verkefnum hefur reynt á að koma á breytingum í hugsun hvað varðar samvinnu einstaklinga frá ólíkum sviðum, stofnunum og fyrirtækjum,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Hans að hann sjái mikla möguleika felast í því að sameinaður háskóli gæti aukið gæði og fjölbreytni námsframboðs, eflingu rannsóknaumhverfis, grunnrannsókna og nýsköpunar auk þeirra samfélagslegu áhrifa sem myndu berast út í nærsamfélög háskólanna. „Meiri samvinna um rannsóknir, styrkumsóknir, kennslu og stjórnun held ég að sé alltaf af hinu góða. Við verðum að byggja á því sem við erum góð í og byggja það upp saman.“ Hann er þó meðvitaður um að slíkri vinnu fylgja áskoranir og meðal annars í að finna þá sameiginlegu fleti þar sem eru tækifæri til samlegðaráhrifa. „Það þarf að finna þá fleti þar sem starfsfólk, nemendur og háskólarnir fá tækifæri til að blómstra enn frekar og stækka háskólana á sviðum kennslu, rannsókna, nýsköpunar og stjórnunar. Hér á ekki að nota tækifærið til að skera niður, heldur stækka og verða sterkari saman.“ Þá segir að Hans Guttormur hafi reynslu úr akademíska umhverfinu en að sama skapi hafi hann mikið verið í verkefnum beintengdum atvinnulífi og nýsköpun. „Hann er frumkvöðull sem hefur byggt upp verkefni frá grunni, er handhafi fjölda styrkja úr innlendum og erlendum sjóðum ásamt því að sitja í dag í fagráði Tækniþróunarsjóðs og sem leiðbeinandi frumkvöðla og sprotafyrirtækja í gegnum KLAK. Þá hefur hann sinnt bæði kennslu við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Næstu skref í sameiningarviðræðunum er að ræða við hagaðila innan háskólanna og teikna upp vinnuáætlun fyrir skipulegar samræður starfsfólks, nemenda við Háskólann á Bifröst og stúdenta við Háskólann á Akureyri,“ segir í tilkynningunni.
Háskólar Skóla- og menntamál Vistaskipti Akureyri Borgarbyggð Mest lesið Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Viðskipti innlent Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Sjá meira