„Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. mars 2025 22:47 Benedikt Gunnar Ófeigsson, sérfræðingur hjá Veðurstofunni. vísir Almannavarnir þurfa að vera undir það búnar að gosvirkni færist á milli eldstöðvakerfa á Reykjanesi. Þetta segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands. Hann telur líklegt að séum við í stödd í miðjum lokakaflanum í yfirstandandi eldgosahrinu við Svartsengi. Biðin eftir næsta eldgosi á Reykjanesskaganum – sem verður það áttunda í yfirstandandi goshrinu ef af verður – lengist og lengist. Nú eru liðnir rúmir fjórir mánuðir síðan síðast gaus á svæðinu og segja náttúruvársérfræðingar að fljótlega fari að draga til tíðinda. Verulega hefur hægst á kvikusöfnun undir Svartsengi og er áætlað að hraðinn sé um það bil fjórðungur af því sem hann var við upphaf goshrinunnar. Aukin skjálftavirkni mælist nú við Sundhnúksgíga og Svartsengi. „En einnig virðist vera aðeins meiri skjálftavirkni á Reykjanesinu öllu sem gæti þá tengst því að aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk. Ég held að við verðum gera ráð fyrir að það geti gosið hvenær sem er.“ Benedikt segir líkur á að virknin muni færast yfir í nærliggjandi goskerfi þegar virknin klárast í Svartsengiskerfinu – sem hann raunar telur að styttist í – og þá þurfi Almannavarnir að vera við öllu búnar. „Mögulega getum við fengið að sjá, eftir einhver misseri, mánuði, ár eða jafnvel áratugi að einhver önnur eldstöð verði virk. Við getum verið að tala um Reykjanes, það er að segja Reykjanestá, gæti verið Eldvörp, Krýsuvík eða einhver önnur jafnvel austar. Við vitum það ekki og við höfum enga leið til að spá fyrir um hvað sé næst eða hvenær.“ Versta sviðsmyndin – þó ólíkleg sé – væri virkni í Krýsuvík því hún er næst höfuðborgarsvæðinu. „Við erum ekki að tala um gos innan höfuðborgarsvæðisins en það geta verið sprunguhreyfingar það eru þekktar spurngur sem liggja í gegnum hluta af því svæði og það eru hraun inni á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er ekki líklegt en þetta er samt möguleiki.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Biðin eftir næsta eldgosi á Reykjanesskaganum – sem verður það áttunda í yfirstandandi goshrinu ef af verður – lengist og lengist. Nú eru liðnir rúmir fjórir mánuðir síðan síðast gaus á svæðinu og segja náttúruvársérfræðingar að fljótlega fari að draga til tíðinda. Verulega hefur hægst á kvikusöfnun undir Svartsengi og er áætlað að hraðinn sé um það bil fjórðungur af því sem hann var við upphaf goshrinunnar. Aukin skjálftavirkni mælist nú við Sundhnúksgíga og Svartsengi. „En einnig virðist vera aðeins meiri skjálftavirkni á Reykjanesinu öllu sem gæti þá tengst því að aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk. Ég held að við verðum gera ráð fyrir að það geti gosið hvenær sem er.“ Benedikt segir líkur á að virknin muni færast yfir í nærliggjandi goskerfi þegar virknin klárast í Svartsengiskerfinu – sem hann raunar telur að styttist í – og þá þurfi Almannavarnir að vera við öllu búnar. „Mögulega getum við fengið að sjá, eftir einhver misseri, mánuði, ár eða jafnvel áratugi að einhver önnur eldstöð verði virk. Við getum verið að tala um Reykjanes, það er að segja Reykjanestá, gæti verið Eldvörp, Krýsuvík eða einhver önnur jafnvel austar. Við vitum það ekki og við höfum enga leið til að spá fyrir um hvað sé næst eða hvenær.“ Versta sviðsmyndin – þó ólíkleg sé – væri virkni í Krýsuvík því hún er næst höfuðborgarsvæðinu. „Við erum ekki að tala um gos innan höfuðborgarsvæðisins en það geta verið sprunguhreyfingar það eru þekktar spurngur sem liggja í gegnum hluta af því svæði og það eru hraun inni á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er ekki líklegt en þetta er samt möguleiki.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira