Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Kjartan Kjartansson skrifar 25. mars 2025 09:20 Efling og SVEIT hafa eldað grátt silfur saman undanfarna mánuði vegna Virðingar sem Efling heldur fram að sé gervistéttarfélag. Vísir/Egill Stéttarfélagið Efling fullyrðir að nýr kjarasamningur veitingamanna við Virðingu sé óhagstæður fyrir þorra starfsfólks veitingahúsa. Tugum þúsunda króna muni á launum samkvæmt samningnum við Virðingu annars vegar og Eflingarsamningnum hins vegar. Efling hefur sakað Virðingu um að vera „gervistéttarfélag“. Efling og SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hafa eldað grátt silfur saman undanfarin misseri í tengslum við Virðingu sem Efling heldur fram að sé ekki raunverulegt stéttarfélag heldur framlenging á hagsmunum veitingahúsaeigenda. Rúmlega fjörutíu þúsund krónum munur á launum almennra veitingahúsastarfsmanna eftir því hvort þeir fá greitt eftir kjarasamningi Virðingar og SVEIT annars vegar og Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hins vegar. Munurinn verður rúmlega 45 þúsund krónur þegar nýr launataxti tekur gildi fyrir eflingarfólks um mánaðamótin samkvæmt tölum sem Efling hefur tekið saman. Virðingarsamningurinn feli í sér umtalsvert lakari launakjör fyrir þorra veitingahúsastarfsfólks þrátt fyrir að dagvinnutaxti sé lítillega hærri en í kjarasamningi Eflingar. Ástæðan sé sú að samkvæmt samningi Virðingar sé dagvinnutími lengdur um þrjár klukkustundir á hverjum degi. Þannig sé greitt fyrir dagvinnu á milli klukkan 17:00 og 20:00 eftir samningi Virðingar en yfirvinna eftir samningi Eflingar. Þá sé álagsprósenta fyrir kvöld- og helgarvinnu lægri hjá Virðingu en Eflingu. Heldur Efling því enn fram að kjarasamningur Virðingar og SVEIT sé ólöglegur þar sem hann feli í sér ólögmætt samráð atvinnurekenda um kaup og kjör starfsmanna sinna. Efling, Alþýðusamband Íslands og Starfsgreinasambandið kvörtuðu undan samráðinu til Samkeppniseftirlitsins fyrr í þessum mánuði. Veitingastaðir Stéttarfélög Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Kjaramál Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga ASÍ, Efling og SGS kvörtuðu í dag til Samkeppniseftirlitins vegna meintra samkeppnislagabrota fyrirtækja á veitingamarkaði. Þau halda því fram að SVEIT hafi stofnað gervistéttarfélag til að veikja kjör launafólks og samið svo við það. Eftirlitið hefur ákveðið að taka málið til skoðunar. Formaður Eflingar segir um að ræða eitt alvarlegasta mál sinnar tegundar. 17. mars 2025 20:01 Mest lesið Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Atvinnulíf Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fleiri fréttir Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyf og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Sjá meira
Efling og SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hafa eldað grátt silfur saman undanfarin misseri í tengslum við Virðingu sem Efling heldur fram að sé ekki raunverulegt stéttarfélag heldur framlenging á hagsmunum veitingahúsaeigenda. Rúmlega fjörutíu þúsund krónum munur á launum almennra veitingahúsastarfsmanna eftir því hvort þeir fá greitt eftir kjarasamningi Virðingar og SVEIT annars vegar og Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hins vegar. Munurinn verður rúmlega 45 þúsund krónur þegar nýr launataxti tekur gildi fyrir eflingarfólks um mánaðamótin samkvæmt tölum sem Efling hefur tekið saman. Virðingarsamningurinn feli í sér umtalsvert lakari launakjör fyrir þorra veitingahúsastarfsfólks þrátt fyrir að dagvinnutaxti sé lítillega hærri en í kjarasamningi Eflingar. Ástæðan sé sú að samkvæmt samningi Virðingar sé dagvinnutími lengdur um þrjár klukkustundir á hverjum degi. Þannig sé greitt fyrir dagvinnu á milli klukkan 17:00 og 20:00 eftir samningi Virðingar en yfirvinna eftir samningi Eflingar. Þá sé álagsprósenta fyrir kvöld- og helgarvinnu lægri hjá Virðingu en Eflingu. Heldur Efling því enn fram að kjarasamningur Virðingar og SVEIT sé ólöglegur þar sem hann feli í sér ólögmætt samráð atvinnurekenda um kaup og kjör starfsmanna sinna. Efling, Alþýðusamband Íslands og Starfsgreinasambandið kvörtuðu undan samráðinu til Samkeppniseftirlitsins fyrr í þessum mánuði.
Veitingastaðir Stéttarfélög Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Kjaramál Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga ASÍ, Efling og SGS kvörtuðu í dag til Samkeppniseftirlitins vegna meintra samkeppnislagabrota fyrirtækja á veitingamarkaði. Þau halda því fram að SVEIT hafi stofnað gervistéttarfélag til að veikja kjör launafólks og samið svo við það. Eftirlitið hefur ákveðið að taka málið til skoðunar. Formaður Eflingar segir um að ræða eitt alvarlegasta mál sinnar tegundar. 17. mars 2025 20:01 Mest lesið Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Atvinnulíf Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fleiri fréttir Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyf og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Sjá meira
Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga ASÍ, Efling og SGS kvörtuðu í dag til Samkeppniseftirlitins vegna meintra samkeppnislagabrota fyrirtækja á veitingamarkaði. Þau halda því fram að SVEIT hafi stofnað gervistéttarfélag til að veikja kjör launafólks og samið svo við það. Eftirlitið hefur ákveðið að taka málið til skoðunar. Formaður Eflingar segir um að ræða eitt alvarlegasta mál sinnar tegundar. 17. mars 2025 20:01