Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Lovísa Arnardóttir skrifar 26. mars 2025 13:00 Salvör Nordal segir áríðandi að stjórnvöld bregðist við og verklag sé samræmt þannig að alltaf sé tekið tillit til réttinda barna. Vísir/Einar Upplifun barna af réttarkerfinu er oft neikvæðari en mat stofnana á sinni eigin framkvæmd gefur til kynna. Niðurstöður nýrrar skýrslu umboðsmanns barna benda til þess að börn upplifi sig oft vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið og upplifi sig ekki sem raunverulega þátttakendur í málsmeðferð. Úttektin sýnir einnig að íslenskt réttarkerfi uppfyllir ekki að fullu alþjóðlegar skuldbindingar um barnvæna réttarvörslu. Þá sýnir úttektin að framkvæmd innan kerfisins samræmist í mörgu tilliti ekki réttindum barna samkvæmt Barnasáttmálanum. Margt bendir til þess að það gæti ósamræmis innan stofnana hvernig eigi að taka mið af réttindum barna. Umboðsmaður barna segir aukna þörf á samræmingu á ýmsu verklagi og fræðslu innan kerfisins. Til dæmis þurfi að samræma verklag um viðtalstækni þegar börn er um að ræða, að aðstaða stofnanna sé barnvæn, til dæmis viðtalsherbergi, og að tryggt sé að frelsissvipt börn séu ekki vistuð með fullorðnum. Úttekt embættis umboðsmanns barna fjallar um barnvæna réttarvörslu og kom út í dag. Þar er greind er staða barna innan réttarkerfisins á Íslandi með tilliti til bæði íslenskrar löggjafar og alþjóðlegra skuldbindinga. Úttektin tekur til stöðu barna í réttarkerfinu og nær hún til málsmeðferðar á fyrsta stjórnsýslustigi hjá lögreglu, dómstólum, barnavernd, Útlendingastofnun og sýslumönnum. Gerð er grein fyrir alþjóðlegum skuldbindingum og lagalegri umgjörð, ekki síst í ljósi Barnasáttmálans. Þá koma einnig fram sjónarmið barna sem hafa reynslu af til dæmis skýrslutöku, barnavernd, Útlendingastofnun og sýslumanni. Ósamræmi innan kerfis „Margt bendir til þess að þrátt fyrir almenna viðleitni stofnana til að taka mið af réttindum barna, sé talsvert ósamræmi innan kerfisins hvað varðar skilning mismunandi aðila á hlutverki, skyldum og framkvæmd, bæði innan og utan ákveðinna málefnasviða. Ljóst er að þörf er á aukinni samræmingu innan fagstétta og að margvíslegar úrbætur eru nauðsynlegar til að styrkja réttindi barna innan réttarkerfisins. Þá kalla leiðbeiningareglur Evrópuráðsins á það að ríki leggi heildstætt mat á málaflokkinn og grípi til sérstakra ráðstafana til að tryggja barnvæna réttarvörslu. Er það von umboðsmanns barna að stjórnvöld nýti niðurstöður þessarar greiningar til þess að leggja mat á það hvaða ráðstafana verði gripið til í því skyni,“ segir í skýrslunni. Aðstaða á Stuðlum. Vísir/Vilhelm Þá kemur einnig fram að þó svo að lagaleg umgjörð um börn sé ágæt þá sé skortur á útfærslu í framkvæmd, einkum varðandi upplýsingagjöf, aðlögun málsmeðferðar að börnum og tryggingu fyrir þátttöku þeirra í eigin málum. „Mikilvægt er að grípa til markvissra úrbóta í upplýsingagjöf, þátttöku barna og samræmingu milli stofnana til að tryggja að börn njóti réttlátrar málsmeðferðar í samræmi við Barnasáttmálann og alþjóðlega mannréttindasáttmála,“ segir í skýrslu umboðsmanns. Í skýrslunni eru birtar niðurstöður könnunar sem send var til allra lögregluembætta landsins, héraðssaksóknara, ríkissaksóknara, dómstóla, barnaverndarþjónustu, Útlendingastofnunar, sýslumanna og Barna – og fjölskyldustofu, neyðarvistunar Stuðla og Barnahúss. Könnunin sýnir að innan stofnanna er almennt góð þekking á hugmyndafræði barnvænnar réttarvörslu innan réttarkerfisins og íslenskrar stjórnsýslu. Þó ljóst að fræðsla hefur farið fram með takmörkuðum hætti og að um helmingur stofnanna hafi ekki gripið til sérstakra ráðstafana til að tryggja barnvænni málsmeðferð. Niðurstaða könnunarinnar sýnir jafnframt að stofnanir telji sig gefa börnum góðar upplýsingar um réttindi þeirra en í viðtölum við börn komi hið gagnstæða fram. Viðtölin bendi til þess að verulega skorti á að börn fái allar nauðsynlegar upplýsingar um réttindi sín eða það sé gengið úr skugga um að þau hafi bæði meðtekið og skilið allar þær upplýsingar sem þau fá. Þörf á að auka aðgengi að upplýsingum Ljóst sé af niðurstöðunum að auka þurfi verulega aðgengi barna að upplýsingaefni innan réttarkerfisins, bæði hvað varðar beina upplýsingagjöf til barna við málsmeðferð og almennar upplýsingar sem aðgengilegar séu börnum um hlutverk stofnana. Í viðtölum við börn sem höfðu reynslu af dómsmálum kom fram að þau skildu almennt ekki það sem fór fram í dómsal og að það félli oft í hlut lögmanna þeirra eða réttargæslumanna að skýra hugtök, lagagreinar, ferlið sjálft og jafnvel niðurstöður mála. Yngri börn fara í Barnahús sé brotið á þeim. Eldri börn njóta ekki endilega sömu aðstöðu í stofnunum og er í Barnahúsi. Umboðsmaður vill að öll börn hafi aðgang að barnvænni aðstöðu. Vísir/Vilhelm „Hljómaði bara eins og gamaldags íslenska, bara eins og amma og afi tala, maður skilur þetta ekki sko,” er haft eftir einu barninu sem var sakborningur í máli. Á sama tíma kom fram í svörum dómstóla í könnun að börn fengju upplýsingar um málsmeðferð en að framkvæmdin væri ekki barnvæn. Í svörum dómstóla hafi líka komið fram að almennt sé leitast við að veita börnum leiðbeiningar um rétt sinn til að tjá sig við meðferð máls fyrir dómi en ljóst sé að samræma þurfi framkvæmdina. Ósamræmi sé á milli dómstóla og ólíkur skilningur sé á milli dómstóla um hverjum beri skylda til að veita barni útskýringar og upplýsingar um dómsniðurstöður. Algengast virðist þó vera að dómstólar líti ekki á það sem sína skyldu. Sérstaklega hafi komið fram misræmi um það hvernig komið sé til móts við börn sem náð hafi 15 ára aldri, þar sem þau njóti ekki sömu aðlögunar í dómsferlinu og yngri börn. Öll börn njóti sama réttar innan dómskerfis Umboðsmaður barna leggur til að gripið verði til sérstakra aðgerða til þess að börn eldri en 15 ára njóti sama réttar og yngri börn innan dómskerfisins. Börn lýstu einnig í viðtölum skorti á upplýsingagjöf af hálfu annarra stjórnvalda, einkum lögreglu og barnaverndar. Fram kom hjá börnunum að þau fengju almennt ekki upplýsingar um vinnslu máls, framvindu og ferlið í heild sinni og upplifðu sig ekki þátttakendur í eigin málum. Umboðsmaður segir í skýrslu sinni að bæði upplýsingagjöf og ráðgjöf flokkist undir almenna grunnþætti barnvænnar réttarvörslu. Almennt eigi að veita bæði börnum, eftir aldri og þroska, og foreldrum eða réttargæslumönnum upplýsingar og að tryggja eigi að börn geti komið sínum sjónarmiðum á framfæri. Þá er einnig í skýrslunni fjallað um mikilvægi þess að á heimasíðum stofnanna sé að finna upplýsingar um hlutverk stofnanna á tungumáli sem börnin skilji. „Það er liður í því að börn geti sjálfstætt og á eigin forsendum leitað sér upplýsinga um eigin réttindi, málsmeðferð, þjónustu og önnur tiltæk úrræði. Þá ber að líta til þess að upplýsingaefni sem er á einföldu og auðskildu máli nýtist jafnframt öðrum hópum og því getur ávinningurinn af því að setja fram efni með þessum hætti orðið margfaldur,“ segir í skýrslunni. Í skýrslunni kemur einnig fram að töluvert ósamræmi sé í svörum stofnanna um það hvort þær notist við sérstaka viðtalstækni þegar tekin eru viðtöl eða skýrslur af börnum. Þörf sé á að samræma verklagsreglur um það og auka þjálfun. Tekin eru dæmi um ólíkar stofnanir og kemur til dæmis fram að hjá Útlendingastofnun sé viðmið um að ræða ekki við börn fyrr en við 12 ára aldur nema við sérstakar aðstæður. Umboðsmaður segir mikilvægt að fram fari einstaklingsbundið mat í hverju tilfelli og að verklag sé samræmt og efldur sameiginlegur skilningur um rétt barna til að tjá sig í málum er varðar þau. Almennt ekki barnvæn aðstaða Einnig er í skýrslunni fjallað um aðgengi barna að húsnæði stofnanna og kom til dæmis fram í könnun að almennt sé ekki aðstaða, hvorki biðaðstaða né sérstök viðtalsherbergi fyrir börn í dómstólum landsins. Umboðsmaður segir áríðandi að breyta þessu. „Barnvænt réttarkerfi byggist á því að virða réttindi barna og tryggja að þau upplifi ekki óþarfa álag eða ógn. Þetta felur í sér að á meðan börn taka þátt í málsmeðferð þarf að tryggja að ferlið í heild sinni sé sem minnst yfirþyrmandi.“ Þá er niðurstaða könnunar einnig að almennt séu ekki til skýrar verklagsreglur um frelsissviptingu barna hjá lögregluembættum og hvort börnum eigi að halda aðskildum frá fullorðnum eða hvort í gildi séu skýrar reglur um réttindi barna í samskiptum við lögregluna. Viðtöl við börn leiddu í ljós að mörg þeirra upplifðu óþarfa hörku af hálfu lögreglunnar og að beiting þvingunar ætti ekki ávallt rétt á sér að þeirra mati. Niðurstaða könnunar hjá lögreglu sýndi að lögregluyfirvöld legðu áherslu á meðalhóf og barnvæna málsmeðferð, en frásagnir barnanna benda til annars. Börnin telja sig til dæmis ekki fá nægjanlega skýrar upplýsingar um stöðu sína og réttindi, sérstaklega við handtöku og skýrslutöku. Umboðsmaður hvetur til þess að verklag sé samræmt hvað varðar samskipti við börn og að upplýsingagjöf til þeirra sé bætt. Þá segir umboðsmaður afar brýnt að gerður sé skýr greinarmunur á börnum og fullorðnum innan refsivörslukerfisins og útbúin sé sérstök aðstaða fyrir börn og ungmenni. Þungbær reynsla sem valdi vanlíðan Hvað varðar frelsissviptingar barna og notkun fangaklefa segir umboðsmaður að viðtöl við börnin sýni fram að í flestum tilvikum séu slíkar vistanir þeim afar þungbærar og valdi þeim vanlíðan. „Manni langar að drepa sig þarna, gjörsamlega,“ segir eitt barnið á meðan annað segir: „Maður verður geðveikur þarna inni“. Það þriðja segir lögreglu sýna vald sitt: „Sko þegar þú kemur þarna, löggurnar eru svo ýktar alltaf eitthvað rosa, þurfa að láta eins og þeir ráða, auðvitað ráða þeir en þeir þurfa að sýna það svo mikið að ég hef ekkert vald þarna, alltaf verið að minna mann á það að ég sé þarna af ástæðu. Maður labbar þarna inn og það er gangur og svo bara klefi, bara læstur þarna inni og lítið gat sem þú getur talað í gegnum og lítil dolla, eða svona stálklósett.“ Umboðsmaður segir margt í skýrslunni benda til þess að börn fái í mörgum tilfellum ekki að vera raunverulegir aðilar í málsmeðferð sem varðar þau. Því þurfi að breyta. Í viðtölum við börn hafi komið fram skýr vilji þeirra til að fá vera virkari þátttakendur í eigin málum auk þess sem þau lýstu miklum ófyrirsjáanleika og takmarkaðri upplýsingagjöf. Auk þess lýstu börnin því ítrekað að þau fengju ekki tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. „Umboðsmaður barna hvetur stjórnvöld til þess að huga sérstaklega að því hvernig unnt er að tryggja betur þátttöku barna í eigin málum og hvernig styrkja megi rétt barna til þátttöku innan réttarkerfisins á markvissan hátt.“ Réttindi barna Dómsmál Fangelsismál Mannréttindi Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Meðferðarheimili Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fleiri fréttir Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Sjá meira
Þá sýnir úttektin að framkvæmd innan kerfisins samræmist í mörgu tilliti ekki réttindum barna samkvæmt Barnasáttmálanum. Margt bendir til þess að það gæti ósamræmis innan stofnana hvernig eigi að taka mið af réttindum barna. Umboðsmaður barna segir aukna þörf á samræmingu á ýmsu verklagi og fræðslu innan kerfisins. Til dæmis þurfi að samræma verklag um viðtalstækni þegar börn er um að ræða, að aðstaða stofnanna sé barnvæn, til dæmis viðtalsherbergi, og að tryggt sé að frelsissvipt börn séu ekki vistuð með fullorðnum. Úttekt embættis umboðsmanns barna fjallar um barnvæna réttarvörslu og kom út í dag. Þar er greind er staða barna innan réttarkerfisins á Íslandi með tilliti til bæði íslenskrar löggjafar og alþjóðlegra skuldbindinga. Úttektin tekur til stöðu barna í réttarkerfinu og nær hún til málsmeðferðar á fyrsta stjórnsýslustigi hjá lögreglu, dómstólum, barnavernd, Útlendingastofnun og sýslumönnum. Gerð er grein fyrir alþjóðlegum skuldbindingum og lagalegri umgjörð, ekki síst í ljósi Barnasáttmálans. Þá koma einnig fram sjónarmið barna sem hafa reynslu af til dæmis skýrslutöku, barnavernd, Útlendingastofnun og sýslumanni. Ósamræmi innan kerfis „Margt bendir til þess að þrátt fyrir almenna viðleitni stofnana til að taka mið af réttindum barna, sé talsvert ósamræmi innan kerfisins hvað varðar skilning mismunandi aðila á hlutverki, skyldum og framkvæmd, bæði innan og utan ákveðinna málefnasviða. Ljóst er að þörf er á aukinni samræmingu innan fagstétta og að margvíslegar úrbætur eru nauðsynlegar til að styrkja réttindi barna innan réttarkerfisins. Þá kalla leiðbeiningareglur Evrópuráðsins á það að ríki leggi heildstætt mat á málaflokkinn og grípi til sérstakra ráðstafana til að tryggja barnvæna réttarvörslu. Er það von umboðsmanns barna að stjórnvöld nýti niðurstöður þessarar greiningar til þess að leggja mat á það hvaða ráðstafana verði gripið til í því skyni,“ segir í skýrslunni. Aðstaða á Stuðlum. Vísir/Vilhelm Þá kemur einnig fram að þó svo að lagaleg umgjörð um börn sé ágæt þá sé skortur á útfærslu í framkvæmd, einkum varðandi upplýsingagjöf, aðlögun málsmeðferðar að börnum og tryggingu fyrir þátttöku þeirra í eigin málum. „Mikilvægt er að grípa til markvissra úrbóta í upplýsingagjöf, þátttöku barna og samræmingu milli stofnana til að tryggja að börn njóti réttlátrar málsmeðferðar í samræmi við Barnasáttmálann og alþjóðlega mannréttindasáttmála,“ segir í skýrslu umboðsmanns. Í skýrslunni eru birtar niðurstöður könnunar sem send var til allra lögregluembætta landsins, héraðssaksóknara, ríkissaksóknara, dómstóla, barnaverndarþjónustu, Útlendingastofnunar, sýslumanna og Barna – og fjölskyldustofu, neyðarvistunar Stuðla og Barnahúss. Könnunin sýnir að innan stofnanna er almennt góð þekking á hugmyndafræði barnvænnar réttarvörslu innan réttarkerfisins og íslenskrar stjórnsýslu. Þó ljóst að fræðsla hefur farið fram með takmörkuðum hætti og að um helmingur stofnanna hafi ekki gripið til sérstakra ráðstafana til að tryggja barnvænni málsmeðferð. Niðurstaða könnunarinnar sýnir jafnframt að stofnanir telji sig gefa börnum góðar upplýsingar um réttindi þeirra en í viðtölum við börn komi hið gagnstæða fram. Viðtölin bendi til þess að verulega skorti á að börn fái allar nauðsynlegar upplýsingar um réttindi sín eða það sé gengið úr skugga um að þau hafi bæði meðtekið og skilið allar þær upplýsingar sem þau fá. Þörf á að auka aðgengi að upplýsingum Ljóst sé af niðurstöðunum að auka þurfi verulega aðgengi barna að upplýsingaefni innan réttarkerfisins, bæði hvað varðar beina upplýsingagjöf til barna við málsmeðferð og almennar upplýsingar sem aðgengilegar séu börnum um hlutverk stofnana. Í viðtölum við börn sem höfðu reynslu af dómsmálum kom fram að þau skildu almennt ekki það sem fór fram í dómsal og að það félli oft í hlut lögmanna þeirra eða réttargæslumanna að skýra hugtök, lagagreinar, ferlið sjálft og jafnvel niðurstöður mála. Yngri börn fara í Barnahús sé brotið á þeim. Eldri börn njóta ekki endilega sömu aðstöðu í stofnunum og er í Barnahúsi. Umboðsmaður vill að öll börn hafi aðgang að barnvænni aðstöðu. Vísir/Vilhelm „Hljómaði bara eins og gamaldags íslenska, bara eins og amma og afi tala, maður skilur þetta ekki sko,” er haft eftir einu barninu sem var sakborningur í máli. Á sama tíma kom fram í svörum dómstóla í könnun að börn fengju upplýsingar um málsmeðferð en að framkvæmdin væri ekki barnvæn. Í svörum dómstóla hafi líka komið fram að almennt sé leitast við að veita börnum leiðbeiningar um rétt sinn til að tjá sig við meðferð máls fyrir dómi en ljóst sé að samræma þurfi framkvæmdina. Ósamræmi sé á milli dómstóla og ólíkur skilningur sé á milli dómstóla um hverjum beri skylda til að veita barni útskýringar og upplýsingar um dómsniðurstöður. Algengast virðist þó vera að dómstólar líti ekki á það sem sína skyldu. Sérstaklega hafi komið fram misræmi um það hvernig komið sé til móts við börn sem náð hafi 15 ára aldri, þar sem þau njóti ekki sömu aðlögunar í dómsferlinu og yngri börn. Öll börn njóti sama réttar innan dómskerfis Umboðsmaður barna leggur til að gripið verði til sérstakra aðgerða til þess að börn eldri en 15 ára njóti sama réttar og yngri börn innan dómskerfisins. Börn lýstu einnig í viðtölum skorti á upplýsingagjöf af hálfu annarra stjórnvalda, einkum lögreglu og barnaverndar. Fram kom hjá börnunum að þau fengju almennt ekki upplýsingar um vinnslu máls, framvindu og ferlið í heild sinni og upplifðu sig ekki þátttakendur í eigin málum. Umboðsmaður segir í skýrslu sinni að bæði upplýsingagjöf og ráðgjöf flokkist undir almenna grunnþætti barnvænnar réttarvörslu. Almennt eigi að veita bæði börnum, eftir aldri og þroska, og foreldrum eða réttargæslumönnum upplýsingar og að tryggja eigi að börn geti komið sínum sjónarmiðum á framfæri. Þá er einnig í skýrslunni fjallað um mikilvægi þess að á heimasíðum stofnanna sé að finna upplýsingar um hlutverk stofnanna á tungumáli sem börnin skilji. „Það er liður í því að börn geti sjálfstætt og á eigin forsendum leitað sér upplýsinga um eigin réttindi, málsmeðferð, þjónustu og önnur tiltæk úrræði. Þá ber að líta til þess að upplýsingaefni sem er á einföldu og auðskildu máli nýtist jafnframt öðrum hópum og því getur ávinningurinn af því að setja fram efni með þessum hætti orðið margfaldur,“ segir í skýrslunni. Í skýrslunni kemur einnig fram að töluvert ósamræmi sé í svörum stofnanna um það hvort þær notist við sérstaka viðtalstækni þegar tekin eru viðtöl eða skýrslur af börnum. Þörf sé á að samræma verklagsreglur um það og auka þjálfun. Tekin eru dæmi um ólíkar stofnanir og kemur til dæmis fram að hjá Útlendingastofnun sé viðmið um að ræða ekki við börn fyrr en við 12 ára aldur nema við sérstakar aðstæður. Umboðsmaður segir mikilvægt að fram fari einstaklingsbundið mat í hverju tilfelli og að verklag sé samræmt og efldur sameiginlegur skilningur um rétt barna til að tjá sig í málum er varðar þau. Almennt ekki barnvæn aðstaða Einnig er í skýrslunni fjallað um aðgengi barna að húsnæði stofnanna og kom til dæmis fram í könnun að almennt sé ekki aðstaða, hvorki biðaðstaða né sérstök viðtalsherbergi fyrir börn í dómstólum landsins. Umboðsmaður segir áríðandi að breyta þessu. „Barnvænt réttarkerfi byggist á því að virða réttindi barna og tryggja að þau upplifi ekki óþarfa álag eða ógn. Þetta felur í sér að á meðan börn taka þátt í málsmeðferð þarf að tryggja að ferlið í heild sinni sé sem minnst yfirþyrmandi.“ Þá er niðurstaða könnunar einnig að almennt séu ekki til skýrar verklagsreglur um frelsissviptingu barna hjá lögregluembættum og hvort börnum eigi að halda aðskildum frá fullorðnum eða hvort í gildi séu skýrar reglur um réttindi barna í samskiptum við lögregluna. Viðtöl við börn leiddu í ljós að mörg þeirra upplifðu óþarfa hörku af hálfu lögreglunnar og að beiting þvingunar ætti ekki ávallt rétt á sér að þeirra mati. Niðurstaða könnunar hjá lögreglu sýndi að lögregluyfirvöld legðu áherslu á meðalhóf og barnvæna málsmeðferð, en frásagnir barnanna benda til annars. Börnin telja sig til dæmis ekki fá nægjanlega skýrar upplýsingar um stöðu sína og réttindi, sérstaklega við handtöku og skýrslutöku. Umboðsmaður hvetur til þess að verklag sé samræmt hvað varðar samskipti við börn og að upplýsingagjöf til þeirra sé bætt. Þá segir umboðsmaður afar brýnt að gerður sé skýr greinarmunur á börnum og fullorðnum innan refsivörslukerfisins og útbúin sé sérstök aðstaða fyrir börn og ungmenni. Þungbær reynsla sem valdi vanlíðan Hvað varðar frelsissviptingar barna og notkun fangaklefa segir umboðsmaður að viðtöl við börnin sýni fram að í flestum tilvikum séu slíkar vistanir þeim afar þungbærar og valdi þeim vanlíðan. „Manni langar að drepa sig þarna, gjörsamlega,“ segir eitt barnið á meðan annað segir: „Maður verður geðveikur þarna inni“. Það þriðja segir lögreglu sýna vald sitt: „Sko þegar þú kemur þarna, löggurnar eru svo ýktar alltaf eitthvað rosa, þurfa að láta eins og þeir ráða, auðvitað ráða þeir en þeir þurfa að sýna það svo mikið að ég hef ekkert vald þarna, alltaf verið að minna mann á það að ég sé þarna af ástæðu. Maður labbar þarna inn og það er gangur og svo bara klefi, bara læstur þarna inni og lítið gat sem þú getur talað í gegnum og lítil dolla, eða svona stálklósett.“ Umboðsmaður segir margt í skýrslunni benda til þess að börn fái í mörgum tilfellum ekki að vera raunverulegir aðilar í málsmeðferð sem varðar þau. Því þurfi að breyta. Í viðtölum við börn hafi komið fram skýr vilji þeirra til að fá vera virkari þátttakendur í eigin málum auk þess sem þau lýstu miklum ófyrirsjáanleika og takmarkaðri upplýsingagjöf. Auk þess lýstu börnin því ítrekað að þau fengju ekki tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. „Umboðsmaður barna hvetur stjórnvöld til þess að huga sérstaklega að því hvernig unnt er að tryggja betur þátttöku barna í eigin málum og hvernig styrkja megi rétt barna til þátttöku innan réttarkerfisins á markvissan hátt.“
Réttindi barna Dómsmál Fangelsismál Mannréttindi Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Meðferðarheimili Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fleiri fréttir Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Sjá meira