Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen og Gunnar Ásgrímsson skrifa 27. mars 2025 12:32 Lengi hafa stjórnvöld lýst yfir áhuga á því að efla byggð um allt landið, enda sé það hagur þjóðarinnar að landið allt sé í blómlegri byggð. Staðan er því miður þó þannig að stjórnvöld, og Háskóli Íslands, hafa brugðist landsbyggðinni að mörgu leyti. Grunnskólakennari, Íslenskufræðingur, Kynjafræðingur, Leikskólakennari, Mannfræðingur, uppeldis- og menntunarfræðingur, þjóðfræðingur, þroskaþjálfi, þýskufræðingur. Þetta er tæmandi listi yfir það sem landsbyggðinni stendur til að læra í fjarnámi í grunnnámi. Undirritaðir þora að fullyrða að það hafi reyndar ekki stakur eyjapeyji eða Skagfirðingur verið hafður með í ráðum hvað þetta framboð varðar. Á fundi Stúdentaráðs Háskóla Íslands í janúar var einróma samþykkt ályktun sem kallaði eftir því að HÍ myndi auka fjarnámskosti í grunnnámi til að koma til móts við íbúa um allt land. „SHÍ krefst þess að Háskóli Íslands beiti sér fyrir því að stórbæta möguleika nemenda til fjarnáms við háskólann. Mikilvægt er að Háskóli Íslands sé aðgengilegur nemendum óháð búsetu. SHÍ telur að venjan ætti að vera sú að námskeið séu einnig í boði í fjarnámi, nema góður og gildur rökstuðningur sé fyrir hendi. Frekar en að möguleiki til fjarnáms sé undantekning. Horfa þarf sérstaklega til námsleiða í grunnnámi. Það er skylda skólans að vera háskóli alls Íslands.” Ungt fjölskyldufólk og íbúar á landsbyggðum eiga rétt á aðgengi að gæða háskólanámi jafnt og þau sem barnlaus eru í miðbæ Reykjavíkur. Teljum við að það sé hlutverk Háskóla Íslands að koma til móts við þann hóp sem hefur vilja til að mennta sig meira en getur það ekki vegna þess að það hefur ekki færi á að flytja á höfuðborgarsvæðið. Háskólarnir á Akureyri og Bifröst sinna fjarnámi með sóma og viljugir stúdentar geta vissulega hafið nám þar. Námsframboð í Háskóla Íslands er þó margfalt það sem finnst í öðrum Háskólum á Íslandi, og margt nám sem einungis er í boði í HÍ. Að sjálfsögðu er ekki hægt að kenna allt í fjarnámi, og mikilvægt að háskólasvæðið sé blómlegt og vel sótt. Það er þó einnig dagsljóst að þetta framboð er verulega takmarkað, og það framboð sem er í boði er ekki mjög fjölbreytt. Háskólinn hefur sýnt það að hann getur boðið upp á gott fjarnám, enda var fjárfest fleiri tugum milljóna í fjarfundabúnaði fyrir fáeinum árum auk þess sem úrvalið á meistarastigi er miklu skárra. Líkt og kemur fram í ályktun SHÍ telja stúdentaráðsliðar að venjan ætti að vera sú að áfangar séu í boði í fjarnámi og að rökstyðja þyrfti að loka á það. Þar gætu verið rök eins og að áfangi sé verklegur að fullu eða hluta. Við í SHÍ hlökkum til að vinna með háskólanum að því hvernig hægt er að gera háskólann aðgengilegri fólki utan höfuðborgarsvæðisins. Fyrsta skref í þeirri vinnu er að fá nokkra hluti á hreint. Hvaða ástæður eru fyrir því að einstaka bóknámsáfangar eru ekki í boði í fjarnámi? Hvaða vandamál þarf að leysa geta boðið upp á fleiri bóknámsáfanga í fjarnámi? Þ.e.a.s. hvaða tækjabúnað eða aðstöðu þarf til þess að gera fyrirlestra og tíma aðgengilega. Hvar telur HÍ að það sé hægt að byrja til að auka fjarnám í grunnnámi? Er raunverulegur vilji á meðal stjórnenda og kennara háskólans til þess að koma til móts við landsbyggðirnar? Vonumst við eftir góðu samstarfi í vinnu að þessu göfuga markmiði að gera Háskóla Íslands aðgengilegan fyrir allt Ísland. Arent Orri Claessen, Forseti SHÍGunnar Ásgrímsson, Sviðsráðsforseti MVS og stúdentaráðsliði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Lengi hafa stjórnvöld lýst yfir áhuga á því að efla byggð um allt landið, enda sé það hagur þjóðarinnar að landið allt sé í blómlegri byggð. Staðan er því miður þó þannig að stjórnvöld, og Háskóli Íslands, hafa brugðist landsbyggðinni að mörgu leyti. Grunnskólakennari, Íslenskufræðingur, Kynjafræðingur, Leikskólakennari, Mannfræðingur, uppeldis- og menntunarfræðingur, þjóðfræðingur, þroskaþjálfi, þýskufræðingur. Þetta er tæmandi listi yfir það sem landsbyggðinni stendur til að læra í fjarnámi í grunnnámi. Undirritaðir þora að fullyrða að það hafi reyndar ekki stakur eyjapeyji eða Skagfirðingur verið hafður með í ráðum hvað þetta framboð varðar. Á fundi Stúdentaráðs Háskóla Íslands í janúar var einróma samþykkt ályktun sem kallaði eftir því að HÍ myndi auka fjarnámskosti í grunnnámi til að koma til móts við íbúa um allt land. „SHÍ krefst þess að Háskóli Íslands beiti sér fyrir því að stórbæta möguleika nemenda til fjarnáms við háskólann. Mikilvægt er að Háskóli Íslands sé aðgengilegur nemendum óháð búsetu. SHÍ telur að venjan ætti að vera sú að námskeið séu einnig í boði í fjarnámi, nema góður og gildur rökstuðningur sé fyrir hendi. Frekar en að möguleiki til fjarnáms sé undantekning. Horfa þarf sérstaklega til námsleiða í grunnnámi. Það er skylda skólans að vera háskóli alls Íslands.” Ungt fjölskyldufólk og íbúar á landsbyggðum eiga rétt á aðgengi að gæða háskólanámi jafnt og þau sem barnlaus eru í miðbæ Reykjavíkur. Teljum við að það sé hlutverk Háskóla Íslands að koma til móts við þann hóp sem hefur vilja til að mennta sig meira en getur það ekki vegna þess að það hefur ekki færi á að flytja á höfuðborgarsvæðið. Háskólarnir á Akureyri og Bifröst sinna fjarnámi með sóma og viljugir stúdentar geta vissulega hafið nám þar. Námsframboð í Háskóla Íslands er þó margfalt það sem finnst í öðrum Háskólum á Íslandi, og margt nám sem einungis er í boði í HÍ. Að sjálfsögðu er ekki hægt að kenna allt í fjarnámi, og mikilvægt að háskólasvæðið sé blómlegt og vel sótt. Það er þó einnig dagsljóst að þetta framboð er verulega takmarkað, og það framboð sem er í boði er ekki mjög fjölbreytt. Háskólinn hefur sýnt það að hann getur boðið upp á gott fjarnám, enda var fjárfest fleiri tugum milljóna í fjarfundabúnaði fyrir fáeinum árum auk þess sem úrvalið á meistarastigi er miklu skárra. Líkt og kemur fram í ályktun SHÍ telja stúdentaráðsliðar að venjan ætti að vera sú að áfangar séu í boði í fjarnámi og að rökstyðja þyrfti að loka á það. Þar gætu verið rök eins og að áfangi sé verklegur að fullu eða hluta. Við í SHÍ hlökkum til að vinna með háskólanum að því hvernig hægt er að gera háskólann aðgengilegri fólki utan höfuðborgarsvæðisins. Fyrsta skref í þeirri vinnu er að fá nokkra hluti á hreint. Hvaða ástæður eru fyrir því að einstaka bóknámsáfangar eru ekki í boði í fjarnámi? Hvaða vandamál þarf að leysa geta boðið upp á fleiri bóknámsáfanga í fjarnámi? Þ.e.a.s. hvaða tækjabúnað eða aðstöðu þarf til þess að gera fyrirlestra og tíma aðgengilega. Hvar telur HÍ að það sé hægt að byrja til að auka fjarnám í grunnnámi? Er raunverulegur vilji á meðal stjórnenda og kennara háskólans til þess að koma til móts við landsbyggðirnar? Vonumst við eftir góðu samstarfi í vinnu að þessu göfuga markmiði að gera Háskóla Íslands aðgengilegan fyrir allt Ísland. Arent Orri Claessen, Forseti SHÍGunnar Ásgrímsson, Sviðsráðsforseti MVS og stúdentaráðsliði
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar