Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sindri Sverrisson skrifar 27. mars 2025 17:33 Helgi Kolviðsson var aðstoðarþjálfari Íslands á HM 2018 og tók svo við landsliði Liechtenstein. Getty Helgi Kolviðsson, fyrrverandi aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, er óvænt byrjaður að þjálfa að nýju eftir að hafa starfað sem yfirmaður íþróttamála hjá þýska félaginu Pfullendorf undanfarin ár. Óhætt er að segja að Helgi eigi sterkar taugar til Pfullendorf því þar hóf þessi 53 ára, fyrrverandi landsliðsmaður sinn atvinnumannsferil á tíunda áratug síðustu aldar. Eftir að hafa spilað með öðrum liðum í Þýskalandi og Austurríki lauk Helgi svo ferli sínum sem leikmaður hjá Pfuellendorf árið 2007, þegar liðið var í C-deild, og tók svo við þjálfun þess, líkt og hann gerir aftur núna. View this post on Instagram A post shared by SC Pfullendorf (@scpfullendorf) Helgi þjálfaði þrjú lið í Austurríki áður en hann gerðist aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands á árunum 2016-18, þegar Ísland komst á HM í fyrsta og eina sinn, en hann aðstoðaði þá Heimi Hallgrímsson. Helgi tók í kjölfarið við landsliði Liechtenstein en hætti með það árið 2020. Hann var svo ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Pfullendorf árið 2022 og hefur gegnt því starfi en ákvað nú að hlaupa undir bagga og þjálfa einnig liðið til loka þessarar leiktíðar, eftir að Andreas Keller var rekinn. Lið Pfullendorf má muna fífil sinn fegurri og er aðeins í sjöttu efstu deild. Þar að auki er liðið í fallsæti og er Helga ætlað að forða liðinu frá falli á lokakafla leiktíðarinnar. Pfullendorf er með 18 stig eftir 21 leiki, fjórum stigum frá næsta örugga sæti og með leik til góða á liðið sem situr þar. Þýski boltinn Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Í beinni: Þýskaland - Pólland | Grannaslagur í St. Gallen Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Sjá meira
Óhætt er að segja að Helgi eigi sterkar taugar til Pfullendorf því þar hóf þessi 53 ára, fyrrverandi landsliðsmaður sinn atvinnumannsferil á tíunda áratug síðustu aldar. Eftir að hafa spilað með öðrum liðum í Þýskalandi og Austurríki lauk Helgi svo ferli sínum sem leikmaður hjá Pfuellendorf árið 2007, þegar liðið var í C-deild, og tók svo við þjálfun þess, líkt og hann gerir aftur núna. View this post on Instagram A post shared by SC Pfullendorf (@scpfullendorf) Helgi þjálfaði þrjú lið í Austurríki áður en hann gerðist aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands á árunum 2016-18, þegar Ísland komst á HM í fyrsta og eina sinn, en hann aðstoðaði þá Heimi Hallgrímsson. Helgi tók í kjölfarið við landsliði Liechtenstein en hætti með það árið 2020. Hann var svo ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Pfullendorf árið 2022 og hefur gegnt því starfi en ákvað nú að hlaupa undir bagga og þjálfa einnig liðið til loka þessarar leiktíðar, eftir að Andreas Keller var rekinn. Lið Pfullendorf má muna fífil sinn fegurri og er aðeins í sjöttu efstu deild. Þar að auki er liðið í fallsæti og er Helga ætlað að forða liðinu frá falli á lokakafla leiktíðarinnar. Pfullendorf er með 18 stig eftir 21 leiki, fjórum stigum frá næsta örugga sæti og með leik til góða á liðið sem situr þar.
Þýski boltinn Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Í beinni: Þýskaland - Pólland | Grannaslagur í St. Gallen Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Sjá meira