Gengur þreyttur en stoltur frá borði Rafn Ágúst Ragnarsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 27. mars 2025 19:24 Magnús Karl Magnússon prófessor við læknadeild gengur stoltur en þreyttur frá rektorskjörinu. Stöð 2 Magnús Karl Magnússon beið nauman ósigur í seinni umferð rektorskjörs Háskóla Íslands í dag. Hann óskar nýkjörnum rektor til hamingju og segist ganga þreyttur en sáttur frá borði. Silja Bára R. Ómarsdóttir bar sigur úr býtum í seinni umferð rektorskjörs með rétt rúm fimmtíu prósent greiddra atkvæða. Kosið var á milli þeirra tveggja þegar hvorugt þeirra hlaut hreinan meirihluta atkvæða í fyrri umferð kosninganna. Magnús segir kosningabaráttuna hafa verið heiðarlega, málefnalega og langa. „En ég held að stofnunin sé sterkari á eftir og það er það sem skiptir mestu máli,“ segir hann. „Umræðan var mikil, hún var málefnaleg. Það er heilbrigt fyrir stofnun að fara í gegnum svona mikla umræðu. Ég held við getum öll sem komum að þessu verið stolt af stofnuninni okkar og þessari baráttu,“ segir Magnús. Hann segir þau bæði vera sammála um mikilvægi þess að fjármagna Háskólann nægilega vel og segist vera reiðubúinn til þess að aðstoða Silju óski hún þess. Magnús segist ekki upplifa svekkelsi. „Ekki svekktur. Ég geng sáttur. Við háðum mjög góða baráttu og ég er með alveg gífurlega sterkt lið sem hefur unnið með mér og ég er stoltur af þeim. Þannig að svekktur er ekki rétta orðið,“ segir hann. „Maður er stoltur og ánægður með það. Ég í minnsta kosti geng ánægður frá borði. Þetta hefur verið málefnaleg og góð barátta,“ bætir hann við. Hann segir að í kvöld ætli hann að þakka stuðningsfólki sínu, vinum og fjölskyldu fyrir stuðning þeirra. „Síðan tekur við hvíld og síðan heldur vinnan áfram,“ segir Magnús Karl Magnússon. Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Silja Bára R. Ómarsdóttir bar sigur úr býtum í seinni umferð rektorskjörs með rétt rúm fimmtíu prósent greiddra atkvæða. Kosið var á milli þeirra tveggja þegar hvorugt þeirra hlaut hreinan meirihluta atkvæða í fyrri umferð kosninganna. Magnús segir kosningabaráttuna hafa verið heiðarlega, málefnalega og langa. „En ég held að stofnunin sé sterkari á eftir og það er það sem skiptir mestu máli,“ segir hann. „Umræðan var mikil, hún var málefnaleg. Það er heilbrigt fyrir stofnun að fara í gegnum svona mikla umræðu. Ég held við getum öll sem komum að þessu verið stolt af stofnuninni okkar og þessari baráttu,“ segir Magnús. Hann segir þau bæði vera sammála um mikilvægi þess að fjármagna Háskólann nægilega vel og segist vera reiðubúinn til þess að aðstoða Silju óski hún þess. Magnús segist ekki upplifa svekkelsi. „Ekki svekktur. Ég geng sáttur. Við háðum mjög góða baráttu og ég er með alveg gífurlega sterkt lið sem hefur unnið með mér og ég er stoltur af þeim. Þannig að svekktur er ekki rétta orðið,“ segir hann. „Maður er stoltur og ánægður með það. Ég í minnsta kosti geng ánægður frá borði. Þetta hefur verið málefnaleg og góð barátta,“ bætir hann við. Hann segir að í kvöld ætli hann að þakka stuðningsfólki sínu, vinum og fjölskyldu fyrir stuðning þeirra. „Síðan tekur við hvíld og síðan heldur vinnan áfram,“ segir Magnús Karl Magnússon.
Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira