„Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ Hjörvar Ólafsson skrifar 27. mars 2025 21:47 Lárus Jónsson býst við að halda áfram að þjálfa Þór Þorlákshöfn. Jón Gautur Hannesson Þór Þorlákshöfn er ekki á leiðinni í úrslitakeppni Bónus-deildar karla í körfubolta. Það varð ljóst eftir tap liðsins gegn Keflavík í lokaumferð deildarinnar. Raunar höfðu önnur úrslit í leikjum nú þegar gert út um vonir Þórsara um að komast í úrslitakeppni þetta árið. Lárus Jónsson er vitanlega vonsvikinn með þá staðreynd. „Það eru klárlega vonbrigði að vera ekki að fara í úrslitakeppni og ekki síst að geta ekki gefið stuðningsmönnum okkar og sjálfboðaliðum það krydd í tímabilið sem úrslitakeppnin er. Þegar tímabilið er skoðað eru ýmsar ástæður fyrir því að við náðum ekki markmiðum okkar,“ sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar þegar niðurstaðan var ljós. „Við gerðum mögulega mistök við það hvernig við settum liðið saman í upphafi leiktíðar. Síðan lentum við í áföllum í gegnum veturinn. Til að mynda þegar Steve Ho You Fat meiðist og við það urðum við ansi veikir undir körfunni,“ sagði Lárus þegar hann var beðinn um að súmmera tímabilið upp. „Nick Tomsick hefur svo verið að spila meiddur undanfarnar vikur og við gátum tæplega þjösnast meira á honum. Af þeim sökum var tekin sú ákvörðun að hvíla hann í þessum leik og veðja á að við myndum vinna án hans. Það tókst ekki og við förum svekktir í snemmbúið sumarfrí,“ sagði þjálfarinn. „Nú er bara að setja þetta tímabil til hliðar, áfram gakk og byrja að byggja upp lið fyrir næstu leiktíð. Það er enginn bilbugur á okkur og við mætum sterkari til leiks næsta vetur. Ég verð áfram í brúnni hjá Þór Þorlákshöfn, ekki nema Jóhanna reki mig. Sjáum hvað setur í þeim efnum,“ sagði Lárus sem hefur stýrt Þórsliðinu frá því vorið 2020. Liðið varð Íslandsmeistari undir hans stjórn vorið 2021. Bónus-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Sjá meira
„Það eru klárlega vonbrigði að vera ekki að fara í úrslitakeppni og ekki síst að geta ekki gefið stuðningsmönnum okkar og sjálfboðaliðum það krydd í tímabilið sem úrslitakeppnin er. Þegar tímabilið er skoðað eru ýmsar ástæður fyrir því að við náðum ekki markmiðum okkar,“ sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar þegar niðurstaðan var ljós. „Við gerðum mögulega mistök við það hvernig við settum liðið saman í upphafi leiktíðar. Síðan lentum við í áföllum í gegnum veturinn. Til að mynda þegar Steve Ho You Fat meiðist og við það urðum við ansi veikir undir körfunni,“ sagði Lárus þegar hann var beðinn um að súmmera tímabilið upp. „Nick Tomsick hefur svo verið að spila meiddur undanfarnar vikur og við gátum tæplega þjösnast meira á honum. Af þeim sökum var tekin sú ákvörðun að hvíla hann í þessum leik og veðja á að við myndum vinna án hans. Það tókst ekki og við förum svekktir í snemmbúið sumarfrí,“ sagði þjálfarinn. „Nú er bara að setja þetta tímabil til hliðar, áfram gakk og byrja að byggja upp lið fyrir næstu leiktíð. Það er enginn bilbugur á okkur og við mætum sterkari til leiks næsta vetur. Ég verð áfram í brúnni hjá Þór Þorlákshöfn, ekki nema Jóhanna reki mig. Sjáum hvað setur í þeim efnum,“ sagði Lárus sem hefur stýrt Þórsliðinu frá því vorið 2020. Liðið varð Íslandsmeistari undir hans stjórn vorið 2021.
Bónus-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Sjá meira