Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. mars 2025 18:00 Fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson tók við titlinum eftir að hafa skorað annað mark Breiðabliks úr vítaspyrnu. vísir / hulda margrét Íslandsmeistarar Breiðabliks eru meistarar meistaranna eftir 3-1 sigur gegn bikarmeisturum KA á Kópavogsvelli. Blikar skoruðu öll sín mörk í fyrri hálfleik og hefðu hæglega getað bætt fleirum við í seinni hálfleik. Líkt og annars staðar á landinu var vonskuveður á Kópavogsvelli, sem setti svip sinn á leikinn. Liðin áttu erfitt með spila boltanum sín á milli og töpuðu honum oft þegar þau reyndu þversendingar. Vindurinn lagði einmitt upp fyrsta dauðafæri leiksins, sem Viðar Örn Kjartansson náði ekki að klára. Hann átti eftir að ógna meira í fyrri hálfleik en var ekki eins hættulegur og kollegi hans hjá Breiðablik, Tobias Thomsen. Danski framherjinn kom sér í fjölmörg færi og fyrsta markið kom eftir hornspyrnu sem hann vann, þegar um þrjátíu mínútur voru liðnar. Höskuldur Gunnlaugsson spyrnti boltanum fyrir og miðvörður KA, Hans Viktor, varð fyrir því óláni að skalla í eigið net. Markús var eini miðvörður KA sem gerði ekki mistök sem leiddu til marks. vísir / hulda margrét Mistökin héldu síðan áfram hjá miðvörðum KA því aðeins tveimur mínútum síðar braut Ívar Örn af sér inni í teignum og vítaspyrna dæmd. Höskuldur steig á punktinn og skoraði af öryggi. Höskuldur sendi markmanninn í rangt horn og skaut til hægri. vísir / hulda margrét Eftir að hafa fengið á sig tvö mörk með skömmu millibili voru KA menn mjög óstyrkir. Blikar nýttu sér það, unnu boltann á þeirra vallarhelmingi og komu honum inn í teiginn á Tobias Thomsen sem skoraði þriðja markið rétt fyrir hálfleik. Blikar skoruðu þrjú mörk með skömmu millibili. vísir / hulda margrét Blikar gerðu þrefalda breytingu í hálfleik en breyttu litlu í sinni spilamennsku, héldu sömu ákefð, pressuðu stíft á slakt spil í öftustu línu KA, unnu boltann margoft og komust í fjölmörg fín færi. Hefðu hæglega getað bætt við marki, ef ekki mörkum, en tókst það ekki. Síðasta stundarfjórðunginn versnaði veðrið til muna og þreytan var farin að segja til sín hjá Blikum sem bökkuðu, og KA menn nýttu sér það til að stíga ofar völlinn. Ásgeir Sigurgeirsson klóraði þá í bakkann fyrir KA, með föstum skalla af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Jakob Snæ á hægri kantinum. Síðustu mínúturnar leystist leikurinn upp, menn orðnir blautir í gegn og ófeimnir við að fleygja sér í rennitæklingar. Lítill fótbolti spilaður þar til lokaflautið gall eftir þriggja mínútna uppbótartíma og Breiðablik stóð uppi sem meistari meistaranna. Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, afhenti verðlaunin. Þorvaldur horfði á leikinn með Arnari Gunnlaugssyni landsliðsþjálfara. vísir / hulda margrét Meistarar meistaranna! vísir / hulda margrét Atvik leiksins Vítaspyrnan sem KA fékk á sig, rétt eftir að hafa fengið á sig mark, fór alveg með leikinn. Liðin höfðu verið nokkuð jöfn fram að því, þó Blikar hafi fengið hættulegri færi. Mikið áfall að gefa sjálfsmark og víti, lenda skyndilega tveimur mörkum undir. Áfall sem KA jafnaði sig aldrei á. Stjörnur og skúrkar Miðjan sem byrjaði hjá Blikum, stórkostleg. Anton Logi djúpur með Viktori Karli og Höskuldi. Hin lið deildarinnar ættu að hræðast, verulega. Margir aðrir sprækir. Tobias Thomsen erfiður viðureignar. Óli Valur síógnandi inn fyrir varnarlínuna. Svo eitthvað sé nefnt. Miðverðir KA eru klárlega skúrkarnir, tveir þeirra það er að segja. Markús Máni var flottur. Sömuleiðis er auðvelt að velja stjörnuna í KA, Hallgrímur Mar gjörbreytti leiknum með sinni innkomu. Viðtöl „Áttum að vera búnir að klára leikinn snemma í seinni hálfleik“ Valgeir gekk til liðs við Breiðablik frá Örebrö í Svíþjóð fyrr í vetur. vísir / hulda margrét „Geggjað að byrja á þessu fyrir deildina. Ótrúlega gaman að spila þennan leik og gott að geta unnið fyrir fyrsta leik í deildinni“ sagði Valgeir Valgeirsson fljótlega eftir sinn fyrsta alvöru leik fyrir Breiðablik. „Frábær fyrri hálfleikur þó hann byrjað smá hægt. Áttum okkar færi og náum að komast þremur mörkum yfir, nýttum góð færi þar. Svo í seinni hálfleik héldum við bara áfram, fengum nóg af tækifærum og áttum að vera búnir að klára leikinn áður en við hleyptum smá von í KA. Áttum að vera búnir að klára leikinn bara snemma í seinni hálfleik“ sagði Valgeir einnig. Hvernig fannst þér þið höndla veðrið? „Það var svolítið erfitt. Sérstaklega þegar rigningin kom í seinni hálfleik og lenti í andlitinu á okkur. Við vorum alltaf að þurrka augun, þetta var mjög erfitt og krefjandi veður en mér fannst við ná að gera ágætt úr þessu. Gátum gert betur samt“ Er veðrið það sem hleypti KA inn í leikinn, þið í mótvindi og orðnir þreyttir? „Jú kannski, eins og ég segi var þetta meira hausinn, við vorum með mótvindinn á okkur en þurfum að vera sterkari í hausnum og tilbúnir í bardagann ef þetta gerist aftur í sumar.“ Það hlýtur þó að lofa góðu fyrir Breiðablik að vinna leikinn svo örugglega. „Já, lofar mjög góðu. Það eru bara spennandi tímar framundan og gott að fyrsti leikur sé að fara að byrja. Við erum allir mjög tilbúnir í þetta“ sagði Valgeir að lokum. „Strax í byrjun leikja, ekki þegar leikurinn er tapaður í hálfleik“ Hallgrímur Jónasson var ánægður með svar sinna manna í seinni hálfleik en hefði viljað sjá heilsteyptari frammistöðu. vísir / hulda margrét „Ánægður með færasköpunina, hefðum getað skorað mörg mörk í dag. Ánægður með svarið í seinni hálfleik, en mér fannst við of passívir í fyrri hálfleik. Við vildum leyfa þeim að vera meira með boltann en mér fannst við ekki nógu aggressívir og ekki vinna hann nógu oft í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir það klúðrum við einn á móti markmanni og erum teknir niður einir í gegn, í fyrri hálfleik, þannig að við sköpuðum aðeins. Í seinni hálfleik lögum við það aðeins, stigum aðeins meira á þá, unnum fullt af boltum, skoruðum mark og hefðum getað skorað fleiri. Þeir fengu reyndar líka góð færi í seinni hálfleik, betri en í fyrri hálfleik. Þannig að já, mér fannst ekki gefa rétta mynd af leiknum að þeir hafi verið 3-0 yfir í hálfleik. Við skorum sjálfsmark eftir horn og fáum á okkur óþarfa víti. En sanngjarn sigur hjá Breiðablik, sumt gott og sumt sem við þurfum að laga“ sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, fljótlega eftir leik. Svarið sem þú talar um í seinni hálfleik, kom það ekki aðeins of seint í seinni hálfleik? „Nei. Það sem við töluðum um var að við þyrftum að vera aðeins stærri í okkur. Koma með hlaup og vera snöggir að spila úr svæðinu þegar við vinnum boltann, því þeir eru fljótir í pressu. Mér fannst við reyna það og þá er ég sáttur. Svo sköpum við færi, jú, þegar líður á leikinn en við fengum flott hugarfar í seinni hálfleiknum. Ég vil fá það strax í byrjun leikja, ekki þegar leikurinn er tapaður í hálfleik.“ KA menn töpuðu boltanum marg oft á eigin vallarhelmingi, í fyrri hálfleik sérstaklega, og virtust oft í vandræðum með uppspilið. „Aðstæður voru ekkert frábærar. Við vorum kannski ekki alveg að leysa það rétt, en það vita allir að Breiðablik er bara aggressívt lið maður á mann og alls staðar á vellinum. Við töluðum um í hálfleik hvernig við gætum leyst það betur og við þurftum bara að fara upp um einn, tvo, takta til að geta spilað framhjá þeim.“ Hættulegasti maður liðsins, Hallgrímur Mar, spilaði ekki nema hálftíma í dag og öfluga menn vantaði í hópinn. „Það eru nokkur meiðsli. Hallgrímur kemur inn núna en hefur ekki verið með okkur í svolítinn tíma. Jóan [Símun Edmundsson] sem við vorum að sækja nefbrotnaði í síðasta leik. Við erum með annan nefbrotinn og einn sem var tekinn í hnéð í síðasta leik líka. Já, okkur vantar aðeins en það breytir því ekki að við vorum með sterkt lið inni á vellinum í dag. Ungur strákur sem fékk sénsinn var mjög jákvæður punktur, Markús í vörninni. Við erum með fínt lið, nokkra meidda og svo munum við styrkja okkur. Við verðum flottir í sumar“ sagði Hallgrímur að lokum. Hann reiknar með að endurheimta einhverja úr meiðslum fyrir fyrsta leik deildarinnar gegn KR næsta sunnudag. Besta deild karla Breiðablik KA
Íslandsmeistarar Breiðabliks eru meistarar meistaranna eftir 3-1 sigur gegn bikarmeisturum KA á Kópavogsvelli. Blikar skoruðu öll sín mörk í fyrri hálfleik og hefðu hæglega getað bætt fleirum við í seinni hálfleik. Líkt og annars staðar á landinu var vonskuveður á Kópavogsvelli, sem setti svip sinn á leikinn. Liðin áttu erfitt með spila boltanum sín á milli og töpuðu honum oft þegar þau reyndu þversendingar. Vindurinn lagði einmitt upp fyrsta dauðafæri leiksins, sem Viðar Örn Kjartansson náði ekki að klára. Hann átti eftir að ógna meira í fyrri hálfleik en var ekki eins hættulegur og kollegi hans hjá Breiðablik, Tobias Thomsen. Danski framherjinn kom sér í fjölmörg færi og fyrsta markið kom eftir hornspyrnu sem hann vann, þegar um þrjátíu mínútur voru liðnar. Höskuldur Gunnlaugsson spyrnti boltanum fyrir og miðvörður KA, Hans Viktor, varð fyrir því óláni að skalla í eigið net. Markús var eini miðvörður KA sem gerði ekki mistök sem leiddu til marks. vísir / hulda margrét Mistökin héldu síðan áfram hjá miðvörðum KA því aðeins tveimur mínútum síðar braut Ívar Örn af sér inni í teignum og vítaspyrna dæmd. Höskuldur steig á punktinn og skoraði af öryggi. Höskuldur sendi markmanninn í rangt horn og skaut til hægri. vísir / hulda margrét Eftir að hafa fengið á sig tvö mörk með skömmu millibili voru KA menn mjög óstyrkir. Blikar nýttu sér það, unnu boltann á þeirra vallarhelmingi og komu honum inn í teiginn á Tobias Thomsen sem skoraði þriðja markið rétt fyrir hálfleik. Blikar skoruðu þrjú mörk með skömmu millibili. vísir / hulda margrét Blikar gerðu þrefalda breytingu í hálfleik en breyttu litlu í sinni spilamennsku, héldu sömu ákefð, pressuðu stíft á slakt spil í öftustu línu KA, unnu boltann margoft og komust í fjölmörg fín færi. Hefðu hæglega getað bætt við marki, ef ekki mörkum, en tókst það ekki. Síðasta stundarfjórðunginn versnaði veðrið til muna og þreytan var farin að segja til sín hjá Blikum sem bökkuðu, og KA menn nýttu sér það til að stíga ofar völlinn. Ásgeir Sigurgeirsson klóraði þá í bakkann fyrir KA, með föstum skalla af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Jakob Snæ á hægri kantinum. Síðustu mínúturnar leystist leikurinn upp, menn orðnir blautir í gegn og ófeimnir við að fleygja sér í rennitæklingar. Lítill fótbolti spilaður þar til lokaflautið gall eftir þriggja mínútna uppbótartíma og Breiðablik stóð uppi sem meistari meistaranna. Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, afhenti verðlaunin. Þorvaldur horfði á leikinn með Arnari Gunnlaugssyni landsliðsþjálfara. vísir / hulda margrét Meistarar meistaranna! vísir / hulda margrét Atvik leiksins Vítaspyrnan sem KA fékk á sig, rétt eftir að hafa fengið á sig mark, fór alveg með leikinn. Liðin höfðu verið nokkuð jöfn fram að því, þó Blikar hafi fengið hættulegri færi. Mikið áfall að gefa sjálfsmark og víti, lenda skyndilega tveimur mörkum undir. Áfall sem KA jafnaði sig aldrei á. Stjörnur og skúrkar Miðjan sem byrjaði hjá Blikum, stórkostleg. Anton Logi djúpur með Viktori Karli og Höskuldi. Hin lið deildarinnar ættu að hræðast, verulega. Margir aðrir sprækir. Tobias Thomsen erfiður viðureignar. Óli Valur síógnandi inn fyrir varnarlínuna. Svo eitthvað sé nefnt. Miðverðir KA eru klárlega skúrkarnir, tveir þeirra það er að segja. Markús Máni var flottur. Sömuleiðis er auðvelt að velja stjörnuna í KA, Hallgrímur Mar gjörbreytti leiknum með sinni innkomu. Viðtöl „Áttum að vera búnir að klára leikinn snemma í seinni hálfleik“ Valgeir gekk til liðs við Breiðablik frá Örebrö í Svíþjóð fyrr í vetur. vísir / hulda margrét „Geggjað að byrja á þessu fyrir deildina. Ótrúlega gaman að spila þennan leik og gott að geta unnið fyrir fyrsta leik í deildinni“ sagði Valgeir Valgeirsson fljótlega eftir sinn fyrsta alvöru leik fyrir Breiðablik. „Frábær fyrri hálfleikur þó hann byrjað smá hægt. Áttum okkar færi og náum að komast þremur mörkum yfir, nýttum góð færi þar. Svo í seinni hálfleik héldum við bara áfram, fengum nóg af tækifærum og áttum að vera búnir að klára leikinn áður en við hleyptum smá von í KA. Áttum að vera búnir að klára leikinn bara snemma í seinni hálfleik“ sagði Valgeir einnig. Hvernig fannst þér þið höndla veðrið? „Það var svolítið erfitt. Sérstaklega þegar rigningin kom í seinni hálfleik og lenti í andlitinu á okkur. Við vorum alltaf að þurrka augun, þetta var mjög erfitt og krefjandi veður en mér fannst við ná að gera ágætt úr þessu. Gátum gert betur samt“ Er veðrið það sem hleypti KA inn í leikinn, þið í mótvindi og orðnir þreyttir? „Jú kannski, eins og ég segi var þetta meira hausinn, við vorum með mótvindinn á okkur en þurfum að vera sterkari í hausnum og tilbúnir í bardagann ef þetta gerist aftur í sumar.“ Það hlýtur þó að lofa góðu fyrir Breiðablik að vinna leikinn svo örugglega. „Já, lofar mjög góðu. Það eru bara spennandi tímar framundan og gott að fyrsti leikur sé að fara að byrja. Við erum allir mjög tilbúnir í þetta“ sagði Valgeir að lokum. „Strax í byrjun leikja, ekki þegar leikurinn er tapaður í hálfleik“ Hallgrímur Jónasson var ánægður með svar sinna manna í seinni hálfleik en hefði viljað sjá heilsteyptari frammistöðu. vísir / hulda margrét „Ánægður með færasköpunina, hefðum getað skorað mörg mörk í dag. Ánægður með svarið í seinni hálfleik, en mér fannst við of passívir í fyrri hálfleik. Við vildum leyfa þeim að vera meira með boltann en mér fannst við ekki nógu aggressívir og ekki vinna hann nógu oft í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir það klúðrum við einn á móti markmanni og erum teknir niður einir í gegn, í fyrri hálfleik, þannig að við sköpuðum aðeins. Í seinni hálfleik lögum við það aðeins, stigum aðeins meira á þá, unnum fullt af boltum, skoruðum mark og hefðum getað skorað fleiri. Þeir fengu reyndar líka góð færi í seinni hálfleik, betri en í fyrri hálfleik. Þannig að já, mér fannst ekki gefa rétta mynd af leiknum að þeir hafi verið 3-0 yfir í hálfleik. Við skorum sjálfsmark eftir horn og fáum á okkur óþarfa víti. En sanngjarn sigur hjá Breiðablik, sumt gott og sumt sem við þurfum að laga“ sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, fljótlega eftir leik. Svarið sem þú talar um í seinni hálfleik, kom það ekki aðeins of seint í seinni hálfleik? „Nei. Það sem við töluðum um var að við þyrftum að vera aðeins stærri í okkur. Koma með hlaup og vera snöggir að spila úr svæðinu þegar við vinnum boltann, því þeir eru fljótir í pressu. Mér fannst við reyna það og þá er ég sáttur. Svo sköpum við færi, jú, þegar líður á leikinn en við fengum flott hugarfar í seinni hálfleiknum. Ég vil fá það strax í byrjun leikja, ekki þegar leikurinn er tapaður í hálfleik.“ KA menn töpuðu boltanum marg oft á eigin vallarhelmingi, í fyrri hálfleik sérstaklega, og virtust oft í vandræðum með uppspilið. „Aðstæður voru ekkert frábærar. Við vorum kannski ekki alveg að leysa það rétt, en það vita allir að Breiðablik er bara aggressívt lið maður á mann og alls staðar á vellinum. Við töluðum um í hálfleik hvernig við gætum leyst það betur og við þurftum bara að fara upp um einn, tvo, takta til að geta spilað framhjá þeim.“ Hættulegasti maður liðsins, Hallgrímur Mar, spilaði ekki nema hálftíma í dag og öfluga menn vantaði í hópinn. „Það eru nokkur meiðsli. Hallgrímur kemur inn núna en hefur ekki verið með okkur í svolítinn tíma. Jóan [Símun Edmundsson] sem við vorum að sækja nefbrotnaði í síðasta leik. Við erum með annan nefbrotinn og einn sem var tekinn í hnéð í síðasta leik líka. Já, okkur vantar aðeins en það breytir því ekki að við vorum með sterkt lið inni á vellinum í dag. Ungur strákur sem fékk sénsinn var mjög jákvæður punktur, Markús í vörninni. Við erum með fínt lið, nokkra meidda og svo munum við styrkja okkur. Við verðum flottir í sumar“ sagði Hallgrímur að lokum. Hann reiknar með að endurheimta einhverja úr meiðslum fyrir fyrsta leik deildarinnar gegn KR næsta sunnudag.