RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. mars 2025 20:21 Þátturinn fór í loftið skömmu eftir að fyrstu fréttir voru birtar um málið. Vísir/Vilhelm Fréttastofa Ríkisútvarpsins hefur gefið út leiðréttingu vegna umfjöllunar Spegilsins um mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur. „Í inngangi að umfjöllun Spegilsins þar sem rætt var við álitsgjafa um mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur fimmtudaginn 20. mars klukkan 18:10 kom fram sú staðhæfing að Ásthildur Lóa hefði átt barn með fimmtán ára pilti þá 22 ára. Það er rangt,“ kemur fram í leiðréttingunni. „Hið rétta er að pilturinn var sextán ára og Ásthildur Lóa tuttugu og þriggja ára þegar þau eignuðust barnið eins og kom fram í fréttum RÚV af málinu. Fréttastofa RÚV harmar þessi mistök og biður alla hlutaðeigandi velvirðingar,“ segir þá. Í inngangi Spegilsins kom fram að Ásthildur Lóa Þórsdóttir barnamálaráðherra hafi eignast „þá 22 ára gömul, barn með 15 ára pilti sem hún kynntist í unglingastarfi sem hún leiddi.“ Þá voru stjórnmálafræðingarnir Eva Heiða Önnudóttir og Eiríkur Bergmann Einarsson kynnt sem gáfu álit sín á málinu í þættinum. Margir gagnrýndu fréttastofu Ríkisútvarpsins fyrir fréttaflutning sinn af máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur en hún greindi fyrst frá því á fimmtudaginn í síðustu viku. Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri stakk niður penna við tilefnið og tók upp hanskann fyrir fréttastofuna og Sunnu Karen Sigurþórsdóttur, sem skrifuð er fyrir fréttinni og varð fyrir rætnu og persónulegu áreiti í kjölfarið, að sögn Heiðars. Hann sagði fréttastofu Ríkisútvarpsins hafa verið sakaða um ýmsar rangfærslur í fréttinni en að engin þeirra hafi staðist skoðun. Ríkisútvarpið Barnamálaráðherra segir af sér Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
„Í inngangi að umfjöllun Spegilsins þar sem rætt var við álitsgjafa um mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur fimmtudaginn 20. mars klukkan 18:10 kom fram sú staðhæfing að Ásthildur Lóa hefði átt barn með fimmtán ára pilti þá 22 ára. Það er rangt,“ kemur fram í leiðréttingunni. „Hið rétta er að pilturinn var sextán ára og Ásthildur Lóa tuttugu og þriggja ára þegar þau eignuðust barnið eins og kom fram í fréttum RÚV af málinu. Fréttastofa RÚV harmar þessi mistök og biður alla hlutaðeigandi velvirðingar,“ segir þá. Í inngangi Spegilsins kom fram að Ásthildur Lóa Þórsdóttir barnamálaráðherra hafi eignast „þá 22 ára gömul, barn með 15 ára pilti sem hún kynntist í unglingastarfi sem hún leiddi.“ Þá voru stjórnmálafræðingarnir Eva Heiða Önnudóttir og Eiríkur Bergmann Einarsson kynnt sem gáfu álit sín á málinu í þættinum. Margir gagnrýndu fréttastofu Ríkisútvarpsins fyrir fréttaflutning sinn af máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur en hún greindi fyrst frá því á fimmtudaginn í síðustu viku. Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri stakk niður penna við tilefnið og tók upp hanskann fyrir fréttastofuna og Sunnu Karen Sigurþórsdóttur, sem skrifuð er fyrir fréttinni og varð fyrir rætnu og persónulegu áreiti í kjölfarið, að sögn Heiðars. Hann sagði fréttastofu Ríkisútvarpsins hafa verið sakaða um ýmsar rangfærslur í fréttinni en að engin þeirra hafi staðist skoðun.
Ríkisútvarpið Barnamálaráðherra segir af sér Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira