Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Jakob Bjarnar skrifar 31. mars 2025 11:56 Inga Sæland ræddi lauslega mál Ásthildar Lóu og hennar afstaða var alveg klár: Fréttirnar voru settar fram til að ráðast að æru og meiða. vísir/vilhelm Formaður Flokks fólksins segir Ásthildi Lóu Þórsdóttur einfaldlega hafa sagt af sér til að koma í veg fyrir að ráðist yrði á sig og ríkisstjórnina í fjölmiðlum. Barnabarn hennar sem glataði skóm tímabundið í Borgarholtsskóla hafi ekki sótt skólann síðan fjallað var um símtal hennar við skólastjórann. Inga spyr um ábyrgð hans. Inga Sæland var í löngu samtali við þá bræður Egilssyni, Gunnar Smára og Sigurjón Magnús á Samstöðinni. Inga hefur ekki mikið tjáð sig um þau mál sem helst hafa verið í deiglunni og snúa að Flokki Fólksins, en það gerði hún en þó ekki fyrr en í lok klukkutíma viðtals. Inga var búin að fara yfir öll þau mál sem eru á hennar borði vel og vandlega og þar er gangur. Að hennar sögn eru öll mál á fleygiferð og gríðarlega góð og brosandi samstaða við ríkisstjórnarborðið þar sem fólk er samstiga og oft skellir fólk þar upp úr. „Vá hvað við erum að breyta miklu og vá hvað við elskum þjóðina okkar. Og hvað við eigum eftir að gera þetta samfélag betra, ég er þar,“ sagði Inga. Fyrstu fréttir til að ráðast á æru og meiða Það var ekki fyrr en undir lok viðtalsins sem þeir bræður sneru sér að því sem hefur verið mál málanna að undanförnu, þau sem leiddu til afsagnar Ásthildar Lóu Þórsdóttur fráfarandi barna- og menntamálaráðherra. Gunnar Smári sagði að fréttaflutingurinn hafi verið á þá vegu að Flokkur Fólksins hafi fengið óvægna umfjöllun í Morgunblaðinu og svo hafi RÚV skottast á eftir. „Já, það kom mér svolítið á óvart. Maður veltir fyrir sér, þar til að mynda fjölmiðill allra landsmanna, þarf enginn að axla ábyrgð á svona herferð og ósannindum sem voru settar fram með alhæfingarhætti á fimmtudagskvöldinu fyrir rúmri viku síðan.“ Finnst þér að einhver á Ríkisútvarpinu eigi að bera ábyrgð á því að fyrstu fréttir voru ekki sannleikanum samkvæmar? „Fyrstu fréttir af málinu eru til þess fallnar að ráðast að æru og meiða.“ Sagði af sér vegna hugsanlegs frekari fréttaflutnings En þá var ráðherra búinn að segja af sér, spurði Gunnar Smári? „Hún gerir það náttúrlega ekki fyrr en að hún veit það, fyrst var talið að fréttin ætti ekki að koma klukkan sjö en svo kom hún strax í Speglinum klukkan sex. Ég ætla ekki að verða þess valdandi að öll góðu málin sem ég er að vinna að falli í skuggann, öll fallegu málin okkar, um óhróðri um mig. Að fjölmiðlar keppist við að koma fram með óhróður um mig.“ Hefurðu heyrt eitthvað í henni, skaut Sigurjón inní? „Jájá, ég heyrði í henni í gær. Hún er bara áfram veginn. Hún er grjóthörð. Hún kemur aftur.“ Umsjónarmenn reifuðu að Ásthildur Lóa hafi sagt af sér áður en fyrstu fréttir voru sagðar? „Nei, það er nú svo margt sem er sagt í umræðunni. Nei, ástæðan fyrir því að hún ákveður að stíga til hliðar er náttúrlega bara þetta að hún sá fyrir hvernig umfjöllunin yrði. Hvernig yrði þetta ef maður segir ekki af sér, hvað gerist þá? Er maður hrakinn frá, af því að þá er farið reyna að grafa meira, gera eitthvað annað, búa til fleiri sögur, verð óvægnari og ómanneskjulegri í allri umræðu eins og við höfum oft séð.“ „Má ég ekki vera amma?“ Inga vatt þá kvæði sínu í kross og sagði athyglisvert að formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd væri enn að tala um samtal hennar við skólastjóra Borgarstjóra. Inga vildi setja spurningarmerki við framgöngu skólastjórans: „Auðvitað á hann ekki að tala um einkasamtal sem bitnar á nemandanum. Sá eini sem á ömmu sem er ráðherra! Að ég hefði ítök hjá lögreglunni? Hvers konar bull er þetta? Hverjum dettur þetta í hug? Hverju átti ég að hóta honum út af einhverjum skóm? Sextán árum eða ævilangt? Hvað átti ég að gera? Hvað var þetta eiginlega? Það er rúllað af stað með eitthvað. Þetta kom nú samt sem áður fram hjá vini mínum Jakob Bjarnari. Honum fannst Gróa á Leiti spennandi hvað þetta varðar. Ég hef aldrei kunnað við Gróu á Leiti. Aldrei nokkurn tímann.“ En þú áttir ekki að hringja? „Má ég ekki vera amma? Má ég ekki hjálpa drengnum, má ég ekki gera það? En ég verð að af-Ingu mig dálítið. Ákveðin hvatvísi sem ég verð að stilla mig um? En hafa einhvern tíma fjölmiðlar verið að skoða það hvort þessi ágæti skólastjóri braut trúnað gagnvart nemandanum? Og hvaða afleiðing það hefur að labba niður á kennarastofu og tjá sig yfir heilan hóp af kennurum um prívat samtal? Hefur einhver verið að tala um það. Bara af því að ég er ráðherra þá á ég að taka þetta á kassann.“ Drengurinn er að sögn Ingu ekki lengur í skólanum og hefur aldrei mætt í skólann eftir að málið kom upp. Hann ætlaði að verða pípari en það frestist fram á haust, að sögn Ingu. Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Barnamálaráðherra segir af sér Fjölmiðlar Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
Inga Sæland var í löngu samtali við þá bræður Egilssyni, Gunnar Smára og Sigurjón Magnús á Samstöðinni. Inga hefur ekki mikið tjáð sig um þau mál sem helst hafa verið í deiglunni og snúa að Flokki Fólksins, en það gerði hún en þó ekki fyrr en í lok klukkutíma viðtals. Inga var búin að fara yfir öll þau mál sem eru á hennar borði vel og vandlega og þar er gangur. Að hennar sögn eru öll mál á fleygiferð og gríðarlega góð og brosandi samstaða við ríkisstjórnarborðið þar sem fólk er samstiga og oft skellir fólk þar upp úr. „Vá hvað við erum að breyta miklu og vá hvað við elskum þjóðina okkar. Og hvað við eigum eftir að gera þetta samfélag betra, ég er þar,“ sagði Inga. Fyrstu fréttir til að ráðast á æru og meiða Það var ekki fyrr en undir lok viðtalsins sem þeir bræður sneru sér að því sem hefur verið mál málanna að undanförnu, þau sem leiddu til afsagnar Ásthildar Lóu Þórsdóttur fráfarandi barna- og menntamálaráðherra. Gunnar Smári sagði að fréttaflutingurinn hafi verið á þá vegu að Flokkur Fólksins hafi fengið óvægna umfjöllun í Morgunblaðinu og svo hafi RÚV skottast á eftir. „Já, það kom mér svolítið á óvart. Maður veltir fyrir sér, þar til að mynda fjölmiðill allra landsmanna, þarf enginn að axla ábyrgð á svona herferð og ósannindum sem voru settar fram með alhæfingarhætti á fimmtudagskvöldinu fyrir rúmri viku síðan.“ Finnst þér að einhver á Ríkisútvarpinu eigi að bera ábyrgð á því að fyrstu fréttir voru ekki sannleikanum samkvæmar? „Fyrstu fréttir af málinu eru til þess fallnar að ráðast að æru og meiða.“ Sagði af sér vegna hugsanlegs frekari fréttaflutnings En þá var ráðherra búinn að segja af sér, spurði Gunnar Smári? „Hún gerir það náttúrlega ekki fyrr en að hún veit það, fyrst var talið að fréttin ætti ekki að koma klukkan sjö en svo kom hún strax í Speglinum klukkan sex. Ég ætla ekki að verða þess valdandi að öll góðu málin sem ég er að vinna að falli í skuggann, öll fallegu málin okkar, um óhróðri um mig. Að fjölmiðlar keppist við að koma fram með óhróður um mig.“ Hefurðu heyrt eitthvað í henni, skaut Sigurjón inní? „Jájá, ég heyrði í henni í gær. Hún er bara áfram veginn. Hún er grjóthörð. Hún kemur aftur.“ Umsjónarmenn reifuðu að Ásthildur Lóa hafi sagt af sér áður en fyrstu fréttir voru sagðar? „Nei, það er nú svo margt sem er sagt í umræðunni. Nei, ástæðan fyrir því að hún ákveður að stíga til hliðar er náttúrlega bara þetta að hún sá fyrir hvernig umfjöllunin yrði. Hvernig yrði þetta ef maður segir ekki af sér, hvað gerist þá? Er maður hrakinn frá, af því að þá er farið reyna að grafa meira, gera eitthvað annað, búa til fleiri sögur, verð óvægnari og ómanneskjulegri í allri umræðu eins og við höfum oft séð.“ „Má ég ekki vera amma?“ Inga vatt þá kvæði sínu í kross og sagði athyglisvert að formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd væri enn að tala um samtal hennar við skólastjóra Borgarstjóra. Inga vildi setja spurningarmerki við framgöngu skólastjórans: „Auðvitað á hann ekki að tala um einkasamtal sem bitnar á nemandanum. Sá eini sem á ömmu sem er ráðherra! Að ég hefði ítök hjá lögreglunni? Hvers konar bull er þetta? Hverjum dettur þetta í hug? Hverju átti ég að hóta honum út af einhverjum skóm? Sextán árum eða ævilangt? Hvað átti ég að gera? Hvað var þetta eiginlega? Það er rúllað af stað með eitthvað. Þetta kom nú samt sem áður fram hjá vini mínum Jakob Bjarnari. Honum fannst Gróa á Leiti spennandi hvað þetta varðar. Ég hef aldrei kunnað við Gróu á Leiti. Aldrei nokkurn tímann.“ En þú áttir ekki að hringja? „Má ég ekki vera amma? Má ég ekki hjálpa drengnum, má ég ekki gera það? En ég verð að af-Ingu mig dálítið. Ákveðin hvatvísi sem ég verð að stilla mig um? En hafa einhvern tíma fjölmiðlar verið að skoða það hvort þessi ágæti skólastjóri braut trúnað gagnvart nemandanum? Og hvaða afleiðing það hefur að labba niður á kennarastofu og tjá sig yfir heilan hóp af kennurum um prívat samtal? Hefur einhver verið að tala um það. Bara af því að ég er ráðherra þá á ég að taka þetta á kassann.“ Drengurinn er að sögn Ingu ekki lengur í skólanum og hefur aldrei mætt í skólann eftir að málið kom upp. Hann ætlaði að verða pípari en það frestist fram á haust, að sögn Ingu.
Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Barnamálaráðherra segir af sér Fjölmiðlar Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira