Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar 2. apríl 2025 10:00 Með stuttu millibili hafa orðið nokkur alvarleg bílslys hér á landi með þeim afleiðingum að nokkrir hafa látist. Lítið barn, maður á besta aldri og kona sem var á ferð um landið. Vegir um allt land eru að molna í sundur og víða er vörnum við vegi ábótavant. Slys sem koma mátti í veg fyrir Í fyrradag lést einstaklingur vegna grjóthruns úr Steinafjalli, hruns sem auðveldlega hefði verið hægt að verjast. Það er enda engin nýlunda að stórt grjót falli úr fjallinu og niður á veginn. Grjót sem venjulega er fjarlægt eins fljótt og hægt er af bændum í kring eða eftir atvikum Vegagerðinni. Málið stendur mér nærri en fyrir nokkrum árum klessti mamma mín á grjót sem fallið hafði úr fjallinu. Bíllinn eyðilagðist en mamma var heppinn, hún komst frá þessu ósködduð. Staðreyndin er sú að hægt er að koma í veg fyrir að slys af þessu tagi eigi sér stað. Varnir við veginn strax Víða um land er að finna varnir við vegi sem liggja við skriður, svo sem við Hvalnesskriður. Brýnt er að settar verði upp varnir sem grípi grjótið áður en það lendir á veginum eða bílum sem keyra framhjá fjallinu. Um þessa leið aka mörg þúsund manns á degi hverjum, fólk sem sækir vinnu til Hvolsvallar eða Víkur, skutlar börnum í leikskóla og skólabílar sem fara þarna nokkrar ferðir á dag. Hvers vegna er ekki búið að koma upp vörnum? Hvers virði eru líf okkar? Vegirnir hringinn í kringum landið eru að þolmörkum komnir. Vegurinn um Holtsnúp er bæði mjór og liggur í dæld svo skyggnið er ekki alltaf frábært. Fyrir nokkrum árum var tekið til þess bragðs að lækka hámarkshraði lækkaður á veginum. Eftir að mamma klessti á grjótið voru sett upp blikkljós sem fengu að standa í um það bil mánuð. Slikt hið sama hefur verið gert núna, í kjölfar banaslyss. Þar að auki vaktaði Vegagerðin svæðið eftir slysið fram að kvöldmat og hefur ekki sést síðan. Ég spyr, hvers virði er líf okkar íbúa á svæðinu? Er virðið mælt í blikkandi keilum eða raunverulegum vörnum við veginn? Er það mælt í fjölda grjóthnullunga sem falla á veginn og fólk keyrir á? Varnir við vegin eiga ekki að fara í nefnd eða mat - heldur beint í framkvæmd, þetta gengur ekki lengur. Það má öllum vera orðið ljóst. Vegagerðin verður að svara fyrir aðgerðarleysi sitt og bregðast almennilega við. Blikkandi viðvörunarljós eru ekki nægjanleg. Undirrituð býr við Steinafjall á bænum Varmahlíð undir Eyjafjöllum og er varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingveldur Anna Sigurðardóttir Umferðaröryggi Rangárþing eystra Mest lesið Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Ábyrg ferðamennska Hlynur Aðalsteinsson ,Josephine Lilian Roloff skrifar Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Ég er kominn heim Askur Hrafn Hannesson skrifar Skoðun Þetta með tungumálin eru ekki bara orðin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skreytt með stolnum fjöðrum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Er garðurinn þinn alveg grænn? Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Fimm svikasögur úr raunveruleikanum Brynja María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Atlagan að almenna íbúðakerfinu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ísrael – hundrað augu fyrir eitt auga Halldór Reynisson skrifar Skoðun Laxmenn Landsvirkjunar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar Sjá meira
Með stuttu millibili hafa orðið nokkur alvarleg bílslys hér á landi með þeim afleiðingum að nokkrir hafa látist. Lítið barn, maður á besta aldri og kona sem var á ferð um landið. Vegir um allt land eru að molna í sundur og víða er vörnum við vegi ábótavant. Slys sem koma mátti í veg fyrir Í fyrradag lést einstaklingur vegna grjóthruns úr Steinafjalli, hruns sem auðveldlega hefði verið hægt að verjast. Það er enda engin nýlunda að stórt grjót falli úr fjallinu og niður á veginn. Grjót sem venjulega er fjarlægt eins fljótt og hægt er af bændum í kring eða eftir atvikum Vegagerðinni. Málið stendur mér nærri en fyrir nokkrum árum klessti mamma mín á grjót sem fallið hafði úr fjallinu. Bíllinn eyðilagðist en mamma var heppinn, hún komst frá þessu ósködduð. Staðreyndin er sú að hægt er að koma í veg fyrir að slys af þessu tagi eigi sér stað. Varnir við veginn strax Víða um land er að finna varnir við vegi sem liggja við skriður, svo sem við Hvalnesskriður. Brýnt er að settar verði upp varnir sem grípi grjótið áður en það lendir á veginum eða bílum sem keyra framhjá fjallinu. Um þessa leið aka mörg þúsund manns á degi hverjum, fólk sem sækir vinnu til Hvolsvallar eða Víkur, skutlar börnum í leikskóla og skólabílar sem fara þarna nokkrar ferðir á dag. Hvers vegna er ekki búið að koma upp vörnum? Hvers virði eru líf okkar? Vegirnir hringinn í kringum landið eru að þolmörkum komnir. Vegurinn um Holtsnúp er bæði mjór og liggur í dæld svo skyggnið er ekki alltaf frábært. Fyrir nokkrum árum var tekið til þess bragðs að lækka hámarkshraði lækkaður á veginum. Eftir að mamma klessti á grjótið voru sett upp blikkljós sem fengu að standa í um það bil mánuð. Slikt hið sama hefur verið gert núna, í kjölfar banaslyss. Þar að auki vaktaði Vegagerðin svæðið eftir slysið fram að kvöldmat og hefur ekki sést síðan. Ég spyr, hvers virði er líf okkar íbúa á svæðinu? Er virðið mælt í blikkandi keilum eða raunverulegum vörnum við veginn? Er það mælt í fjölda grjóthnullunga sem falla á veginn og fólk keyrir á? Varnir við vegin eiga ekki að fara í nefnd eða mat - heldur beint í framkvæmd, þetta gengur ekki lengur. Það má öllum vera orðið ljóst. Vegagerðin verður að svara fyrir aðgerðarleysi sitt og bregðast almennilega við. Blikkandi viðvörunarljós eru ekki nægjanleg. Undirrituð býr við Steinafjall á bænum Varmahlíð undir Eyjafjöllum og er varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi.
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar