Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Kjartan Kjartansson skrifar 12. apríl 2025 07:00 Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerði meðal annars athugasemdir við aðbúnað á fangagangi á lögreglustöðinni á Hverfisgötu. Gloppur voru í upptökum þaðan og þá var aðstoðarbeiðni fanga ekki sinnt. Vísir/Vilhelm Formaður nefndar um eftirlit með lögreglu segir tilefni til þess að skoða að samræma hversu lengi myndbandsupptökur eru varðveittar eftir að myndefni sem nefndin óskaði eftir úr fangaklefa var eytt. Nefndin vakti athygli umboðsmanns Alþingis á því að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem það gerðist í fyrra. Maður sem kvartaði til nefndar um eftirlit með lögreglu undan meintu harðræði við handtöku árið 2023 gerði einnig athugasemdir við að honum hefði verið haldið í fangaklefa í tuttugu klukkustundir án þess að fá vatn eða nauðsynleg lyf. Nefndin taldi ekki tilefni til þess að aðhafast vegna kvörtunarinnar en í ákvörðun hennar frá því í fyrra voru taldi hún ámælisvert að upptökur úr fangaklefa lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem hún óskaði eftir hefði verið eytt. Þetta væri jafnframt ekki í fyrsta skipti sem myndefni úr fangaklefa lögreglunnar skorti. Vakti nefndin athygli umboðsmanns Alþingis á málinu en hann fer með eftirlit með aðstæðum frelsissviptra einstaklinga. Lögregla óskaði eftir fresti en afhenti svo ekki öll gögnin Atvikin sem kvartað var undan áttu sér stað í ágúst 2023. Eftirlitsnefndin óskaði eftir öllum gögnum málsins frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu í byrjun september. Sérstaklega var minnst á upptökur úr búkmyndavélum en ekki á þær úr fangaklefa. Lögreglan óskaði um miðjan sama mánuð eftir frest til þess að afhenda gögnin til mánaðarloka. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir að málið hafi þá enn verið í rannsókn ekki hefði verið hægt að afhenda gögnin vegna rannsóknarhagsmuna. Um miðjan október afhenti lögreglan svo gögn málsins fyrir utan upptökurnar úr fangaklefanum. Það var ekki fyrr en í seinni hluta febrúar sem starfsmenn eftirlitsnefndarinnar áttuðu sig á því að myndefnið úr klefanum vantaði. Krafðist nefndin þess að fá þær afhentar enda væri lögreglu skylt að afhenda gögn sem hún óskaði eftir á lögmætum forsendum. Þá hafði upptökunum þegar verið eytt. Ólíkt upptökum úr búkmyndavélum lögreglumanna, sem eru varðveittar í tvö ár, eru upptökur úr fangaklefum aðeins vistaðar í 180 daga. Þeim er síðan sjálfkrafa eytt samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir í svari sínu að upptökurnar hafi ekki verið varðveittar strax og sendar með öðrum gögnum málsins vegna „misskilnings“. Margrét Einarsdóttir er formaður nefndar um eftirlit með störfum lögreglu (NEL).Vísir/Sigurjón Hefði átt að tryggja upptökurnar Margrét Einarsdóttir, formaður nefndar um eftirlit með lögreglu, segir við Vísi að lögreglan hefði átt að gæta þess að upptökunum væri ekki eytt eftir að nefndin óskaði eftir gögnum málsins. „Það eru auðvitað ákveðin mistök úr því að það var mál í gangi að gæta þess ekki að öll gögn væru til staðar,“ segir hún. Nefndin ákvað í síðustu viku að hefja frumkvæðismál til þess að kanna hversu lengi upptökur séu geymdar hjá lögregluembættum á landinu. Margrét telur atvikið gefa tilefni til að skoða hvort ástæða sé til þess að samræma þann tíma sem upptökur séu varðveittar. Í kvörtunarmálum sem þessum séu 180 dagar stuttur tími þar sem fólk kvarti jafnvel til nefndarinnar hálfu ári eftir atvik. Alls komu 87 mál inn á borð nefndar um eftirlit með lögreglu í fyrra.Nefnd um eftirlit með lögreglu Ekki skylt að hafa kveikt á búkmyndavélunum Misbrestur reyndist einnig á upptökum frá lögreglu í öðru máli sem eftirlitsnefndin tók fyrir í fyrra. Þannig gerði hún aðfinnslur við að slökkt hefði verið á öllum búkmyndavélum lögreglumanna og upptökubúnaði úr lögreglubifreið sem nefndin óskaði eftir upptökum úr vegna kvörtunar manns sem taldi lögregluna hafa handtekið sig vegna húðlitar síns á aðfangadagskvöld árið 2023. Áréttaði nefndin mikilvægi notkunar upptökubúnaðar lögreglu en komst að öðru leyti að þeirri niðurstöðu að lögreglumenn sem handtóku manninn hefðu ekki gert neitt rangt við handtökuna. Lögreglan ber fyrir sig í svari sínu til Vísis að upptaka fari aðeins sjálfkrafa í gang þegar lögreglubifreiðum er ekið í forgangsakstri. Lögreglumönnum beri að ákveða hvort hvort atvik verði tekin upp á búkmyndavél hverju sinni samkvæmt því verklagi sem gildi um þær en þeim sé ekki skylt að hafa kveikt á þeim. Markmiðið með vélunum sé að afla betri sönnunargagna, auka gæði rannsókna og varpa ljósi á málsatvik þegar ágreiningur sé um atvikalýsingu af vettvangi. Ófullnægjandi skýringar lögreglu á gloppum í upptökum Í sama máli gerði eftirlitsnefndin athugasemdir vegna aðstæðna á fangagangi á lögreglustöðinni á Hverfisgötu og sendi þær til umboðsmanns Alþingis. Upptökur sýndu þannig að enginn hefði brugðist við þegar maðurinn hringdi bjöllu í klefa sínum. Í ákvörðun sinni benti nefndin á að einstaklingar sem séu lokaðir inni í fangaklefa lögreglu geti verið í alls konar ástandi og því þurfi að vera nægilegur mannskapur til þess að bregðast við aðstoðarbeiðnum úr klefa. Nefndin taldi svör lögreglunnar um þetta ófullnægjandi. Ekki væri hægt að ganga út frá því að ekki væri um alvarlegt atvik að ræða án þess að bregðast við aðstoðarbeiðni eða fylgjast með myndefni úr fangaklefa í rauntíma. Taldi nefndin því aðstæðurnar í fangaklefanum aðfinnsluverðar. Upptaka hefst sjálfkrafa í lögreglubifreiðum þegar þeim er ekið í forgangsakstri en annars ekki. Lögreglumenn ráða því sjálfir hvort þeir hafa kveikt á búkmyndavélum sínum eða ekki.Vísir/Vilhelm Þá krafðist nefndin svara við því hvers vegna eyður eða gloppur væru í upptökum í fangaklefanum og á fangaganginum þrátt fyrir að greinileg hreyfing væri og verið væri að ræða við fangann. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki gefið fullnægjandi skýringar á því heldur. Í svari lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til Vísis segir að öryggismyndavélar í og við lögreglustöðina séu stilltar til að nema hreyfingu. Upptaka hefjist þegar hreyfing sé á sjónsviði myndavélar og hlé sé gert á henni þegar engin hreyfing sé. Vegna kostnaðar hafi ekki verið talið réttlætanlegt að safna saman gögnum þegar engin sé í mynd eða engin hreyfing sé á svæðinu. Ekki sé vitað með fullri vissu hvers vegna „hökt“ hafu verið í upptökum. Hugsanlega hafi staðsetning upptökuþjóns sem vistar gögn áhrif og valdi vandræðum. Hann sé ekki staðsettur á lögreglustöðinni. Líklegasta skýringin á gloppunum sé að leið myndefnisins úr upptökubúnaði á lögreglustöðinni til upptökuþjónsins hafi ekki verið nógu stöðug „þótt ekki sé hægt að útiloka aðrar orsakir“. Lögreglan Stjórnsýsla Lögreglumál Tengdar fréttir NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Nefnd um eftirlit með lögreglu telur ekki tilefni til að taka aftur upp á vettvangi nefndarinnar upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem viðstaddir voru mótmæli við Skuggasund þann 31. maí í fyrra. Nefndin fjallaði um mótmælin í ákvörðun í júní í fyrra en vegna umfjöllunar um orðfæri lögreglumanna á vettvangi fór nefndin aftur yfir upptökurnar. 11. apríl 2025 06:21 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Innlent Fleiri fréttir Eldur logar í bílskúr í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Sjá meira
Maður sem kvartaði til nefndar um eftirlit með lögreglu undan meintu harðræði við handtöku árið 2023 gerði einnig athugasemdir við að honum hefði verið haldið í fangaklefa í tuttugu klukkustundir án þess að fá vatn eða nauðsynleg lyf. Nefndin taldi ekki tilefni til þess að aðhafast vegna kvörtunarinnar en í ákvörðun hennar frá því í fyrra voru taldi hún ámælisvert að upptökur úr fangaklefa lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem hún óskaði eftir hefði verið eytt. Þetta væri jafnframt ekki í fyrsta skipti sem myndefni úr fangaklefa lögreglunnar skorti. Vakti nefndin athygli umboðsmanns Alþingis á málinu en hann fer með eftirlit með aðstæðum frelsissviptra einstaklinga. Lögregla óskaði eftir fresti en afhenti svo ekki öll gögnin Atvikin sem kvartað var undan áttu sér stað í ágúst 2023. Eftirlitsnefndin óskaði eftir öllum gögnum málsins frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu í byrjun september. Sérstaklega var minnst á upptökur úr búkmyndavélum en ekki á þær úr fangaklefa. Lögreglan óskaði um miðjan sama mánuð eftir frest til þess að afhenda gögnin til mánaðarloka. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir að málið hafi þá enn verið í rannsókn ekki hefði verið hægt að afhenda gögnin vegna rannsóknarhagsmuna. Um miðjan október afhenti lögreglan svo gögn málsins fyrir utan upptökurnar úr fangaklefanum. Það var ekki fyrr en í seinni hluta febrúar sem starfsmenn eftirlitsnefndarinnar áttuðu sig á því að myndefnið úr klefanum vantaði. Krafðist nefndin þess að fá þær afhentar enda væri lögreglu skylt að afhenda gögn sem hún óskaði eftir á lögmætum forsendum. Þá hafði upptökunum þegar verið eytt. Ólíkt upptökum úr búkmyndavélum lögreglumanna, sem eru varðveittar í tvö ár, eru upptökur úr fangaklefum aðeins vistaðar í 180 daga. Þeim er síðan sjálfkrafa eytt samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir í svari sínu að upptökurnar hafi ekki verið varðveittar strax og sendar með öðrum gögnum málsins vegna „misskilnings“. Margrét Einarsdóttir er formaður nefndar um eftirlit með störfum lögreglu (NEL).Vísir/Sigurjón Hefði átt að tryggja upptökurnar Margrét Einarsdóttir, formaður nefndar um eftirlit með lögreglu, segir við Vísi að lögreglan hefði átt að gæta þess að upptökunum væri ekki eytt eftir að nefndin óskaði eftir gögnum málsins. „Það eru auðvitað ákveðin mistök úr því að það var mál í gangi að gæta þess ekki að öll gögn væru til staðar,“ segir hún. Nefndin ákvað í síðustu viku að hefja frumkvæðismál til þess að kanna hversu lengi upptökur séu geymdar hjá lögregluembættum á landinu. Margrét telur atvikið gefa tilefni til að skoða hvort ástæða sé til þess að samræma þann tíma sem upptökur séu varðveittar. Í kvörtunarmálum sem þessum séu 180 dagar stuttur tími þar sem fólk kvarti jafnvel til nefndarinnar hálfu ári eftir atvik. Alls komu 87 mál inn á borð nefndar um eftirlit með lögreglu í fyrra.Nefnd um eftirlit með lögreglu Ekki skylt að hafa kveikt á búkmyndavélunum Misbrestur reyndist einnig á upptökum frá lögreglu í öðru máli sem eftirlitsnefndin tók fyrir í fyrra. Þannig gerði hún aðfinnslur við að slökkt hefði verið á öllum búkmyndavélum lögreglumanna og upptökubúnaði úr lögreglubifreið sem nefndin óskaði eftir upptökum úr vegna kvörtunar manns sem taldi lögregluna hafa handtekið sig vegna húðlitar síns á aðfangadagskvöld árið 2023. Áréttaði nefndin mikilvægi notkunar upptökubúnaðar lögreglu en komst að öðru leyti að þeirri niðurstöðu að lögreglumenn sem handtóku manninn hefðu ekki gert neitt rangt við handtökuna. Lögreglan ber fyrir sig í svari sínu til Vísis að upptaka fari aðeins sjálfkrafa í gang þegar lögreglubifreiðum er ekið í forgangsakstri. Lögreglumönnum beri að ákveða hvort hvort atvik verði tekin upp á búkmyndavél hverju sinni samkvæmt því verklagi sem gildi um þær en þeim sé ekki skylt að hafa kveikt á þeim. Markmiðið með vélunum sé að afla betri sönnunargagna, auka gæði rannsókna og varpa ljósi á málsatvik þegar ágreiningur sé um atvikalýsingu af vettvangi. Ófullnægjandi skýringar lögreglu á gloppum í upptökum Í sama máli gerði eftirlitsnefndin athugasemdir vegna aðstæðna á fangagangi á lögreglustöðinni á Hverfisgötu og sendi þær til umboðsmanns Alþingis. Upptökur sýndu þannig að enginn hefði brugðist við þegar maðurinn hringdi bjöllu í klefa sínum. Í ákvörðun sinni benti nefndin á að einstaklingar sem séu lokaðir inni í fangaklefa lögreglu geti verið í alls konar ástandi og því þurfi að vera nægilegur mannskapur til þess að bregðast við aðstoðarbeiðnum úr klefa. Nefndin taldi svör lögreglunnar um þetta ófullnægjandi. Ekki væri hægt að ganga út frá því að ekki væri um alvarlegt atvik að ræða án þess að bregðast við aðstoðarbeiðni eða fylgjast með myndefni úr fangaklefa í rauntíma. Taldi nefndin því aðstæðurnar í fangaklefanum aðfinnsluverðar. Upptaka hefst sjálfkrafa í lögreglubifreiðum þegar þeim er ekið í forgangsakstri en annars ekki. Lögreglumenn ráða því sjálfir hvort þeir hafa kveikt á búkmyndavélum sínum eða ekki.Vísir/Vilhelm Þá krafðist nefndin svara við því hvers vegna eyður eða gloppur væru í upptökum í fangaklefanum og á fangaganginum þrátt fyrir að greinileg hreyfing væri og verið væri að ræða við fangann. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki gefið fullnægjandi skýringar á því heldur. Í svari lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til Vísis segir að öryggismyndavélar í og við lögreglustöðina séu stilltar til að nema hreyfingu. Upptaka hefjist þegar hreyfing sé á sjónsviði myndavélar og hlé sé gert á henni þegar engin hreyfing sé. Vegna kostnaðar hafi ekki verið talið réttlætanlegt að safna saman gögnum þegar engin sé í mynd eða engin hreyfing sé á svæðinu. Ekki sé vitað með fullri vissu hvers vegna „hökt“ hafu verið í upptökum. Hugsanlega hafi staðsetning upptökuþjóns sem vistar gögn áhrif og valdi vandræðum. Hann sé ekki staðsettur á lögreglustöðinni. Líklegasta skýringin á gloppunum sé að leið myndefnisins úr upptökubúnaði á lögreglustöðinni til upptökuþjónsins hafi ekki verið nógu stöðug „þótt ekki sé hægt að útiloka aðrar orsakir“.
Lögreglan Stjórnsýsla Lögreglumál Tengdar fréttir NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Nefnd um eftirlit með lögreglu telur ekki tilefni til að taka aftur upp á vettvangi nefndarinnar upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem viðstaddir voru mótmæli við Skuggasund þann 31. maí í fyrra. Nefndin fjallaði um mótmælin í ákvörðun í júní í fyrra en vegna umfjöllunar um orðfæri lögreglumanna á vettvangi fór nefndin aftur yfir upptökurnar. 11. apríl 2025 06:21 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Innlent Fleiri fréttir Eldur logar í bílskúr í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Sjá meira
NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Nefnd um eftirlit með lögreglu telur ekki tilefni til að taka aftur upp á vettvangi nefndarinnar upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem viðstaddir voru mótmæli við Skuggasund þann 31. maí í fyrra. Nefndin fjallaði um mótmælin í ákvörðun í júní í fyrra en vegna umfjöllunar um orðfæri lögreglumanna á vettvangi fór nefndin aftur yfir upptökurnar. 11. apríl 2025 06:21