Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar 3. apríl 2025 14:37 Hvers vegna skyldu orkusveitarfélög vera jafn snúin og þver og raun ber vitni. Mýtan segir að þessi sveitarfélög séu sterk efnuð en raunin er önnur. Þessi sveitarfélög eru flest út á landi og hafa sömu tekjustofna og önnur sveitarfélög , nema þá kannski sveitarfélög sem eru í þeirri stöðu að geta selt lóðir og innheimt innviðagjöld. En það er í raun stór skekkja sem þessi sveitarfélög eru að berjast við, það er undanþága orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu og jöfnunarsjóður. Þessar skekkjur hafa misjöfn áhrif á þessi sveitarfélög og þar fléttast regluverk jöfnunarsjóðsins inn á misjafnan hátt. Það er t.d. sérstök staða að vera í að þurfa að nýta alla álagningarstuðla í botn til að verða ekki fyrir skerðingu frá jöfnunarsjóði og á sama tíma þurfa að lúta því að hafa ekki heimild til að leggja á fasteignagjöld vegna undanþágu orkumannvirkja frá lögbundnum tekjustofni sveitarfélaga. Ég hugsa að það væru nú einhverjir fleiri sem myndu láta heyra í sér ef sama gilti fyrir álverin eða t.d. Hörpuna eða þá bara allar fasteignir sem eru í eigu ríkisins, en ríkið greiðir meira en 10 milljarðar á ári í fasteignagjöld til sveitarfélaga, sem að lang stærstu leiti rennur til sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Það hallar því miður alltaf á landsbyggðina. Ef það væri nú eins farið á Íslandi og í Noregi er snýr að skattaumhverfi orkumannvirkja þá myndu tekjur ríkisins frá orkufyrirtækjunum aukast um rúm 30% og tekjur sveitarfélaga aukast um, já haldið ykkur fast, aukast um ríflega 800%, það er ekkert lítið sem munar . Á tyllidögum þykir fínt að vitna í og bera saman við Noreg. Þarna liggur t.d. ein skýring á því af hverju sveitarfélag eins og Húnabyggð þarf að vera með alla álagningarstuðla í botni. Hvað myndi þetta þýða fyrir öll sveitarfélögin sem hafa orkumannvirki eða háspennulínur í sínu nærumhverfi? Jú þetta gætu verið allt að 10 – 12 milljarðar á ári, en þá er jafnan viðkvæðið að þessi sveitarfélög hafi ekkert með svona mikla peninga að gera, er það málið. Fæstir virðast hafa hugsað þetta til enda, þetta er nefnilega einfaldasta leiðin til að auka fjármuni inn á sveitarstjórnar stigið, þessi sveitarfélög hefðu meiri möguleika á því að verða fjárhagslega sjálfstæð, bara við það eitt að fá að innheimta fasteignagjöldin sem þeim ber, núverandi staða skapast jú af undanþágu. En rúllum aðeins yfir fjárhagslegu hliðina og það sem er í bígerð. Samkvæmt innviðaskýrslu Samtaka iðnaðarins að þá er endurstofnvirði orkumannvirkja og flutningskerfi raforku 1864 milljarðar króna. Ef þessar fasteignir litu sömu lögmálum og allar aðrar fasteignir þá væri álagningarprósenta fasteignaskattsins 1,65% og greiðslur til sveitarfélaganna væru rúmir 30 milljarðar á ári í stað u.þ.b. 1,7 milljarða sem greiðslurnar eru í dag. Ef greitt væri eins og í Noregi, þar sem álagningarprósenta orkumannvirkja er 0,7% þá væru þetta um 13 milljarðar sem orkufyrirtækin greiddu til sveitarfélaganna í gegnum þeirra lögbundna tekjustofn, fasteignagjöld. Ef ekki á að fara þessa leið og klára málið með orkusveitarfélögum og heimila þeim að innheimta fasteignagjöld eins og jafnan er gert þá er alveg hægt að gera tillögur um allskonar eins og t.d. að þar sem eru stórnotendur að raforku þá borgi þau sveitarfélög hluta af innheimtum fasteignagjöldum til sveitarfélaganna sem skaffa land undir orkuframleiðsluna, væri það ekki bara sanngjarnt ? Eða jafnvel líka hluta af útsvarinu sem verða til við að nýta alla þessa orku. Maður spyr sig! Höfundur er oddviti í orkusveitarfélaginu Húnabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Hvers vegna skyldu orkusveitarfélög vera jafn snúin og þver og raun ber vitni. Mýtan segir að þessi sveitarfélög séu sterk efnuð en raunin er önnur. Þessi sveitarfélög eru flest út á landi og hafa sömu tekjustofna og önnur sveitarfélög , nema þá kannski sveitarfélög sem eru í þeirri stöðu að geta selt lóðir og innheimt innviðagjöld. En það er í raun stór skekkja sem þessi sveitarfélög eru að berjast við, það er undanþága orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu og jöfnunarsjóður. Þessar skekkjur hafa misjöfn áhrif á þessi sveitarfélög og þar fléttast regluverk jöfnunarsjóðsins inn á misjafnan hátt. Það er t.d. sérstök staða að vera í að þurfa að nýta alla álagningarstuðla í botn til að verða ekki fyrir skerðingu frá jöfnunarsjóði og á sama tíma þurfa að lúta því að hafa ekki heimild til að leggja á fasteignagjöld vegna undanþágu orkumannvirkja frá lögbundnum tekjustofni sveitarfélaga. Ég hugsa að það væru nú einhverjir fleiri sem myndu láta heyra í sér ef sama gilti fyrir álverin eða t.d. Hörpuna eða þá bara allar fasteignir sem eru í eigu ríkisins, en ríkið greiðir meira en 10 milljarðar á ári í fasteignagjöld til sveitarfélaga, sem að lang stærstu leiti rennur til sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Það hallar því miður alltaf á landsbyggðina. Ef það væri nú eins farið á Íslandi og í Noregi er snýr að skattaumhverfi orkumannvirkja þá myndu tekjur ríkisins frá orkufyrirtækjunum aukast um rúm 30% og tekjur sveitarfélaga aukast um, já haldið ykkur fast, aukast um ríflega 800%, það er ekkert lítið sem munar . Á tyllidögum þykir fínt að vitna í og bera saman við Noreg. Þarna liggur t.d. ein skýring á því af hverju sveitarfélag eins og Húnabyggð þarf að vera með alla álagningarstuðla í botni. Hvað myndi þetta þýða fyrir öll sveitarfélögin sem hafa orkumannvirki eða háspennulínur í sínu nærumhverfi? Jú þetta gætu verið allt að 10 – 12 milljarðar á ári, en þá er jafnan viðkvæðið að þessi sveitarfélög hafi ekkert með svona mikla peninga að gera, er það málið. Fæstir virðast hafa hugsað þetta til enda, þetta er nefnilega einfaldasta leiðin til að auka fjármuni inn á sveitarstjórnar stigið, þessi sveitarfélög hefðu meiri möguleika á því að verða fjárhagslega sjálfstæð, bara við það eitt að fá að innheimta fasteignagjöldin sem þeim ber, núverandi staða skapast jú af undanþágu. En rúllum aðeins yfir fjárhagslegu hliðina og það sem er í bígerð. Samkvæmt innviðaskýrslu Samtaka iðnaðarins að þá er endurstofnvirði orkumannvirkja og flutningskerfi raforku 1864 milljarðar króna. Ef þessar fasteignir litu sömu lögmálum og allar aðrar fasteignir þá væri álagningarprósenta fasteignaskattsins 1,65% og greiðslur til sveitarfélaganna væru rúmir 30 milljarðar á ári í stað u.þ.b. 1,7 milljarða sem greiðslurnar eru í dag. Ef greitt væri eins og í Noregi, þar sem álagningarprósenta orkumannvirkja er 0,7% þá væru þetta um 13 milljarðar sem orkufyrirtækin greiddu til sveitarfélaganna í gegnum þeirra lögbundna tekjustofn, fasteignagjöld. Ef ekki á að fara þessa leið og klára málið með orkusveitarfélögum og heimila þeim að innheimta fasteignagjöld eins og jafnan er gert þá er alveg hægt að gera tillögur um allskonar eins og t.d. að þar sem eru stórnotendur að raforku þá borgi þau sveitarfélög hluta af innheimtum fasteignagjöldum til sveitarfélaganna sem skaffa land undir orkuframleiðsluna, væri það ekki bara sanngjarnt ? Eða jafnvel líka hluta af útsvarinu sem verða til við að nýta alla þessa orku. Maður spyr sig! Höfundur er oddviti í orkusveitarfélaginu Húnabyggð.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun