Saka Pútín um að draga lappirnar Samúel Karl Ólason skrifar 4. apríl 2025 09:56 David Lammy og Jean-Noel Barrot, utanríkisráðherrar Bretlands og Frakklands. AP/Geert Vanden Wijngaert Yfirvöld í Bretlandi og Frakklandi sökuðu í morgun Vladimír Pútín, forseta Rússlands, um að draga lappirnar í friðarviðræðum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Bretar og Frakkar krefjast skjótra viðbragða frá Pútín vegna viðleitni Bandaríkjamanna til að koma á vopnahlé. Rússar hafa hafnað tillögu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um almennt þrjátíu daga vopnahlé. Seinna meir gerði Pútín samkomulag við Bandaríkjamenn um vopnahlé á Svartahafi, í skiptum fyrir niðurfellingu refsiaðgerða og aðgang að mörkuðum heimsins fyrir landbúnaðarvörur, svo eitthvað sé nefnt. Sjá einnig: Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Þetta samkomulag á að fela í sér að Rússar geri ekki árásir á orkuinnviði Úkraínu og Úkraínumenn hafa samþykkt að hætta árásum á orkuinnviði í Rússlandi og hernaðarskotmörk á Svartahafi. Rússneskum sprengjum hefur þó áfram rignt yfir Úkraínu og meðal annars á orkuver og aðra orkuinnviði. Að minnsta kosti fimm létu lífið og 32 særðust þegar rússneskur sjálfsprengidróni lenti á fjölbýlishúsi í Karkív í gærkvöldi. „Við sjáum þig“ Utanríkisráðherra Bretlands og Frakklands, þeir David Lammy og Jean-Noel Barrot, lýstu því yfir við blaðamenn í höfuðstöðvum NATO í morgun að Pútín væri að draga viðræður á langinn. Í millitíðinni héldi Pútín áfram að varpa sprengjum á óbreytta borgara í Úkraínu og orkuinnviði. „Við sjáum þig Vladimír Pútín. Við vitum hvað þú ert að gera,“ sagði Lammy. Sjá einnig: Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Barrot sló á svipaða strengi og benti á að Úkraínumenn hefðu samþykkt vopnahlésskilmála Bandaríkjamanna fyrir nokkru síðan og að Rússar skulduðu Trump svör. „Rússar fara þvers og kruss, halda áfram árásum á orkuinnviði, halda áfram stríðsglæpum sínum. Það þarf já, það þarf nei. Það þarf skjót svör,“ sagði Barrot. Sjá einnig: Trump „mjög reiður“ út í Pútín Utanríkisráðherrarnir hétu einnig að halda áfram stuðningi við Úkraínu og aðstoð við að byggja upp herafla ríkisins. Það er talið besta öryggistrygging Úkraínu sem er í boði, þar sem Trump hefur tekið aðild að NATO af borðinu. Erindreki Pútíns vill tíma Kirill Dmitriev, sérstakur erindreki Pútíns, var staddur í Bandaríkjunum í gær þar sem hann ræddi við erindreka Trump. Eftir fundinn sagði hann að frekari funda væri þörf til að leysa ýmis ágreiningsefni. Hann sagði viðræðurnar vera jákvæðar og uppbyggilegar en að þær myndu taka tíma. Þá kvartaði hann yfir meintri skipulagðri herferð sem ætlað væri að skemma samband Rússlands og Bandaríkjanna. Reuters hefur eftir Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, að tal Pútíns um friðarviðræður væru innantóm orð. Forsetinn rússneski væri að vinna sér inn tíma með því að breyta kröfum sínum og leggja fram nýjar kröfur. Trú ráðamanna í Evrópu á það að ríkisstjórn Trumps geti stillt til friðar til langs tíma hefur dregist verulega saman á undanförnum vikum, frá því Trump tók við embætti. Síðan þá hefur hann lagt mikla áherslu á að Úkraínumenn greiði Bandaríkjunum á einhvern hátt fyrir þá hernaðaraðstoð sem ríkið hefur fengið. Trump hefur einnig ítrekað talað máli Rússa og Vladimírs Pútin, forseta Rússlands, og hafa Bandaríkjamenn heilt yfir beitt Úkraínumenn miklum þrýstingi. Á sama tíma hafa Trump og erindrekar hans talað fyrir því að fella niður refsiaðgerðir og viðskiptaþvinganir gegn Rússum, í skiptum fyrir lítið sem ekki neitt. Bretland Frakkland Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Bandaríkin Donald Trump NATO Hernaður Þýskaland Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira
Rússar hafa hafnað tillögu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um almennt þrjátíu daga vopnahlé. Seinna meir gerði Pútín samkomulag við Bandaríkjamenn um vopnahlé á Svartahafi, í skiptum fyrir niðurfellingu refsiaðgerða og aðgang að mörkuðum heimsins fyrir landbúnaðarvörur, svo eitthvað sé nefnt. Sjá einnig: Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Þetta samkomulag á að fela í sér að Rússar geri ekki árásir á orkuinnviði Úkraínu og Úkraínumenn hafa samþykkt að hætta árásum á orkuinnviði í Rússlandi og hernaðarskotmörk á Svartahafi. Rússneskum sprengjum hefur þó áfram rignt yfir Úkraínu og meðal annars á orkuver og aðra orkuinnviði. Að minnsta kosti fimm létu lífið og 32 særðust þegar rússneskur sjálfsprengidróni lenti á fjölbýlishúsi í Karkív í gærkvöldi. „Við sjáum þig“ Utanríkisráðherra Bretlands og Frakklands, þeir David Lammy og Jean-Noel Barrot, lýstu því yfir við blaðamenn í höfuðstöðvum NATO í morgun að Pútín væri að draga viðræður á langinn. Í millitíðinni héldi Pútín áfram að varpa sprengjum á óbreytta borgara í Úkraínu og orkuinnviði. „Við sjáum þig Vladimír Pútín. Við vitum hvað þú ert að gera,“ sagði Lammy. Sjá einnig: Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Barrot sló á svipaða strengi og benti á að Úkraínumenn hefðu samþykkt vopnahlésskilmála Bandaríkjamanna fyrir nokkru síðan og að Rússar skulduðu Trump svör. „Rússar fara þvers og kruss, halda áfram árásum á orkuinnviði, halda áfram stríðsglæpum sínum. Það þarf já, það þarf nei. Það þarf skjót svör,“ sagði Barrot. Sjá einnig: Trump „mjög reiður“ út í Pútín Utanríkisráðherrarnir hétu einnig að halda áfram stuðningi við Úkraínu og aðstoð við að byggja upp herafla ríkisins. Það er talið besta öryggistrygging Úkraínu sem er í boði, þar sem Trump hefur tekið aðild að NATO af borðinu. Erindreki Pútíns vill tíma Kirill Dmitriev, sérstakur erindreki Pútíns, var staddur í Bandaríkjunum í gær þar sem hann ræddi við erindreka Trump. Eftir fundinn sagði hann að frekari funda væri þörf til að leysa ýmis ágreiningsefni. Hann sagði viðræðurnar vera jákvæðar og uppbyggilegar en að þær myndu taka tíma. Þá kvartaði hann yfir meintri skipulagðri herferð sem ætlað væri að skemma samband Rússlands og Bandaríkjanna. Reuters hefur eftir Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, að tal Pútíns um friðarviðræður væru innantóm orð. Forsetinn rússneski væri að vinna sér inn tíma með því að breyta kröfum sínum og leggja fram nýjar kröfur. Trú ráðamanna í Evrópu á það að ríkisstjórn Trumps geti stillt til friðar til langs tíma hefur dregist verulega saman á undanförnum vikum, frá því Trump tók við embætti. Síðan þá hefur hann lagt mikla áherslu á að Úkraínumenn greiði Bandaríkjunum á einhvern hátt fyrir þá hernaðaraðstoð sem ríkið hefur fengið. Trump hefur einnig ítrekað talað máli Rússa og Vladimírs Pútin, forseta Rússlands, og hafa Bandaríkjamenn heilt yfir beitt Úkraínumenn miklum þrýstingi. Á sama tíma hafa Trump og erindrekar hans talað fyrir því að fella niður refsiaðgerðir og viðskiptaþvinganir gegn Rússum, í skiptum fyrir lítið sem ekki neitt.
Bretland Frakkland Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Bandaríkin Donald Trump NATO Hernaður Þýskaland Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira