Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Valur Páll Eiríksson skrifar 5. apríl 2025 08:02 Spennandi dagur er fram undan hjá mægðininum. Vísir/Ívar Magnús Már Einarsson mun stýra fyrsta leik Aftureldingar í efstu deild í kvöld. Verkefnið er ærið gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks en þar stendur bróðir hans Anton Ari á milli stanganna. Móðir þeirra mun fylgjast spennt með úr stúkunni. Bræðurnir Anton og Magnús búa báðir í Mosfellsbæ og ólust þar upp á knattvöllum Aftureldingar. Það var sögulegt þegar liðið tryggði sæti sitt á meðal þeirra Bestu í fyrsta sinn síðasta haust og Anton fagnaði bróður sínum vel úr stúkunni. Nú munu þeir mætast í fyrsta leik annað kvöld. Aðspurður um sálfræðihernað í aðdraganda leiks segir Magnús: „Það var einhver sem spurði mig hvort ég myndi fara í eitthvað sálfræðistríð við hann en ég gæti allt eins talað við Esjuna, eða vegg. Það skiptir engu máli hvað ég myndi segja við hann. Hann myndi fara eins inn í leikinn. Það þjónar engum tilgangi.“ Pabbi byggði mark í garðinum og Anton skikkaður milli stanganna Þeir bræður hafa verið góðir vinir frá æsku og lítið um ríg. Anton Ari varð Íslandsmeistari með Breiðabliki í fyrra og hefur unnið þónokkra titlana sem markvörður bæði Blika og Vals. Hann þakkar bróður sínum fyrir það að hann sé með hanskana í dag. „Ástæðan fyrir því að ég er markvörður í dag er bara hann. Pabbi var búinn að smíða mark í garðinum á Kjalarnesi og Maggi þurfti að æfa sig á skjóta. Ég var settur í markið,“ segir Anton Ari. „Það hefur alls ekki verið rígur. Þeir eru samheldnir og hafa stutt hvorn annan. Ég allavega man ekki eftir öðru,“ segir Hanna Símonardóttir, móðir þeirra. „Það voru örugglega nokkur skiptin sem hann fór að gráta þegar hann var svona ungur að fá boltann í sig. Það hefur bara hert hann greinilega, hann hætti allavega ekki í marki,“ segir Magnús. Fjölskyldumeðlimir þurfa að velja á milli Tekist verður þá á um hvaða lið eigi að styðja innan fjölskyldunnar. Magnús fer með son sinn og jafnaldra hans, sem er sonur Antons, í Bingó á morgun og mun reyna að sannfæra hann. „Ég hugsa að ég fari í bingó með eldri guttann minn og taki þá guttann hans með. Þeir eru jafngamlir og bestu vinir. Þá fæ ég eitt enn tækifæri til að tala við Elmar, son hans, að styðja Aftureldingu í leiknum. Ég hef meira verið að bulla í honum fyrir leik,“ segir Magnús og uppsker hlátur. „Hann æfir með Aftureldingu og eðlilega á hann að halda með Aftureldingu í þessum leik, þó að pabbi hans sé í markinu hinu megin. Hann er mjög pólitískur í svörum og vill ekki segja neitt. En ég vonandi næ að snúa honum fyrir leik.“ Heimagerð treyja fyrir tilefnið Hanna Símonardóttir, móðir bræðranna, kveðst spennt fyrir leiknum og vonast eftir jafntefli bræðranna. Hún saumaði þá sérstaka treyju fyrir tilefnið sem hefur enn dýpri merkingu en aðeins fyrir liðin tvö sem eigast við. „Ég hef verið að hugsa þetta í svolítinn tíma. Ég fékk fjórar treyjur hjá Jóa í Jako, ein í hverjum lit og mixaði þetta saman. Við erum með rautt og svart fyrir Aftureldingu og grænt og hvítt fyrir Breiðablik. Þar að auki er þetta fáni flóttafólksins míns sem mér finnst ég verði að sýna stuðning með því að sauma hana svona,“ segir Hanna sem hefur verið ötul talskona réttindabaráttu flóttafólks. Palestíkskir fóstursynir hennar, Sameer Omran og Yazan Kawave, voru umfjöllunarefni Stöðvar 2 og Vísis í fyrra. Búningurinn er því í fánalitum Palestínu. Breiðablik og Afturelding mætast klukkan 19:15 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport en útsending hefst klukkan 18:45. Umtalsvert fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum að neðan. Afturelding Breiðablik Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Sjá meira
Bræðurnir Anton og Magnús búa báðir í Mosfellsbæ og ólust þar upp á knattvöllum Aftureldingar. Það var sögulegt þegar liðið tryggði sæti sitt á meðal þeirra Bestu í fyrsta sinn síðasta haust og Anton fagnaði bróður sínum vel úr stúkunni. Nú munu þeir mætast í fyrsta leik annað kvöld. Aðspurður um sálfræðihernað í aðdraganda leiks segir Magnús: „Það var einhver sem spurði mig hvort ég myndi fara í eitthvað sálfræðistríð við hann en ég gæti allt eins talað við Esjuna, eða vegg. Það skiptir engu máli hvað ég myndi segja við hann. Hann myndi fara eins inn í leikinn. Það þjónar engum tilgangi.“ Pabbi byggði mark í garðinum og Anton skikkaður milli stanganna Þeir bræður hafa verið góðir vinir frá æsku og lítið um ríg. Anton Ari varð Íslandsmeistari með Breiðabliki í fyrra og hefur unnið þónokkra titlana sem markvörður bæði Blika og Vals. Hann þakkar bróður sínum fyrir það að hann sé með hanskana í dag. „Ástæðan fyrir því að ég er markvörður í dag er bara hann. Pabbi var búinn að smíða mark í garðinum á Kjalarnesi og Maggi þurfti að æfa sig á skjóta. Ég var settur í markið,“ segir Anton Ari. „Það hefur alls ekki verið rígur. Þeir eru samheldnir og hafa stutt hvorn annan. Ég allavega man ekki eftir öðru,“ segir Hanna Símonardóttir, móðir þeirra. „Það voru örugglega nokkur skiptin sem hann fór að gráta þegar hann var svona ungur að fá boltann í sig. Það hefur bara hert hann greinilega, hann hætti allavega ekki í marki,“ segir Magnús. Fjölskyldumeðlimir þurfa að velja á milli Tekist verður þá á um hvaða lið eigi að styðja innan fjölskyldunnar. Magnús fer með son sinn og jafnaldra hans, sem er sonur Antons, í Bingó á morgun og mun reyna að sannfæra hann. „Ég hugsa að ég fari í bingó með eldri guttann minn og taki þá guttann hans með. Þeir eru jafngamlir og bestu vinir. Þá fæ ég eitt enn tækifæri til að tala við Elmar, son hans, að styðja Aftureldingu í leiknum. Ég hef meira verið að bulla í honum fyrir leik,“ segir Magnús og uppsker hlátur. „Hann æfir með Aftureldingu og eðlilega á hann að halda með Aftureldingu í þessum leik, þó að pabbi hans sé í markinu hinu megin. Hann er mjög pólitískur í svörum og vill ekki segja neitt. En ég vonandi næ að snúa honum fyrir leik.“ Heimagerð treyja fyrir tilefnið Hanna Símonardóttir, móðir bræðranna, kveðst spennt fyrir leiknum og vonast eftir jafntefli bræðranna. Hún saumaði þá sérstaka treyju fyrir tilefnið sem hefur enn dýpri merkingu en aðeins fyrir liðin tvö sem eigast við. „Ég hef verið að hugsa þetta í svolítinn tíma. Ég fékk fjórar treyjur hjá Jóa í Jako, ein í hverjum lit og mixaði þetta saman. Við erum með rautt og svart fyrir Aftureldingu og grænt og hvítt fyrir Breiðablik. Þar að auki er þetta fáni flóttafólksins míns sem mér finnst ég verði að sýna stuðning með því að sauma hana svona,“ segir Hanna sem hefur verið ötul talskona réttindabaráttu flóttafólks. Palestíkskir fóstursynir hennar, Sameer Omran og Yazan Kawave, voru umfjöllunarefni Stöðvar 2 og Vísis í fyrra. Búningurinn er því í fánalitum Palestínu. Breiðablik og Afturelding mætast klukkan 19:15 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport en útsending hefst klukkan 18:45. Umtalsvert fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum að neðan.
Afturelding Breiðablik Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Sjá meira