Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson, Kristján Vigfússon og Margrét Manda Jónsdóttir skrifa 5. apríl 2025 10:32 Það var fagnaðarefni fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu að borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti tillögu Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, borgarfulltrúa Viðreisnar um að færa þyrluflug og einkaþotur frá Reykjavíkurflugvelli og að ríkið skyldi hvatt til að standa við samninga um brottflutning einka og kennsluflugs frá vellinum. Íbúasamtökin Hljóðmörk voru stofnuð á síðasta ári þar sem ónæðið og mengunin sem hefur hlotist af stjórnlausu þyrlu og einkaflugi hefur keyrt um þverbak undanfarin ár. Íbúar á fjölmennasta svæði landsins hafa þurft að súpa seyðið af pólitískum átökum um staðsetningu vallarins og tími er til kominn að því linni. Krafa Hljóðmarkar hefur frá upphafi verið málefnaleg og í takti við tillögu Viðreisnar. Að á meðan íslensk þjóð hafi ekki bolmagn í að byggja varaflugvöll sem stenst nútímakröfur um mengun og öryggi eigi einungis landhelgisgæslan, sjúkraflug og áætlunarflug innanlands að fara um völlinn. Þessi krafa samræmist fyllilega kröfum íbúa á landsbyggðinni um aðgengi að nútíma heilbrigðisþjónustu á meðan þjóðin hefur ekki bolmagn til að sinna henni víðar en í miðborg Reykjavíkur. Þeir sem hafa barist harðast fyrir veru vallarins í Vatnsmýrinni hafa réttilega bent á að íbúar á landsbyggðinni verða að hafa aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Þeir ættu því að fagna því að öryggi allra íbúa landsins eykst til muna við að færa þyrlur, einkaþotur og kennsluflug frá fjölmennasta svæði landsins. Nema að baráttan um veru Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri snúist í raun og veru um eitthvað annað en öryggi íbúa á landsbyggðinni? Nú kemur það í ljós. Höfundar eru meðlimir í íbúasamtökunum Hljóðmörk Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Fréttir af tilskipun Samgöngustofu til ISAVIA um að loka flugbraut á Reykjavíkuflugvelli eru vandræðalegar en því miður í fullkomnum takt við allt of margt sem snertir málefni vallarins. 14. janúar 2025 07:00 Þverpólitískur vilji fyrir brotthvarfi óþarfa flugumferðar frá Reykjavíkurflugvelli Allir pólitískir fulltrúar sem fulltrúar Hljóðmarkar, samtaka um brotthvarf óþarfa flugs frá Reykjavíkurflugvallar hafa fundað með eru sammála því að áhrif þess á lífsgæði og lýðheilsu íbúa höfuðborgarsvæðisins séu slík að brýnna aðgerða sé þörf. 7. október 2024 10:01 Brýnt að finna þyrluflugi nýjan samastað Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra telur það brýnt að finna þyrluflugi annan samastað en á Reykjavíkurflugvelli. Á sama tíma þurfi að vinna að aðgerðum til að draga úr hávaða vegna flugs á Reykjavíkurflugvelli í nærsamfélagi flugvallarins. 17. september 2024 13:25 Mest lesið Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Það var fagnaðarefni fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu að borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti tillögu Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, borgarfulltrúa Viðreisnar um að færa þyrluflug og einkaþotur frá Reykjavíkurflugvelli og að ríkið skyldi hvatt til að standa við samninga um brottflutning einka og kennsluflugs frá vellinum. Íbúasamtökin Hljóðmörk voru stofnuð á síðasta ári þar sem ónæðið og mengunin sem hefur hlotist af stjórnlausu þyrlu og einkaflugi hefur keyrt um þverbak undanfarin ár. Íbúar á fjölmennasta svæði landsins hafa þurft að súpa seyðið af pólitískum átökum um staðsetningu vallarins og tími er til kominn að því linni. Krafa Hljóðmarkar hefur frá upphafi verið málefnaleg og í takti við tillögu Viðreisnar. Að á meðan íslensk þjóð hafi ekki bolmagn í að byggja varaflugvöll sem stenst nútímakröfur um mengun og öryggi eigi einungis landhelgisgæslan, sjúkraflug og áætlunarflug innanlands að fara um völlinn. Þessi krafa samræmist fyllilega kröfum íbúa á landsbyggðinni um aðgengi að nútíma heilbrigðisþjónustu á meðan þjóðin hefur ekki bolmagn til að sinna henni víðar en í miðborg Reykjavíkur. Þeir sem hafa barist harðast fyrir veru vallarins í Vatnsmýrinni hafa réttilega bent á að íbúar á landsbyggðinni verða að hafa aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Þeir ættu því að fagna því að öryggi allra íbúa landsins eykst til muna við að færa þyrlur, einkaþotur og kennsluflug frá fjölmennasta svæði landsins. Nema að baráttan um veru Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri snúist í raun og veru um eitthvað annað en öryggi íbúa á landsbyggðinni? Nú kemur það í ljós. Höfundar eru meðlimir í íbúasamtökunum Hljóðmörk
Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Fréttir af tilskipun Samgöngustofu til ISAVIA um að loka flugbraut á Reykjavíkuflugvelli eru vandræðalegar en því miður í fullkomnum takt við allt of margt sem snertir málefni vallarins. 14. janúar 2025 07:00
Þverpólitískur vilji fyrir brotthvarfi óþarfa flugumferðar frá Reykjavíkurflugvelli Allir pólitískir fulltrúar sem fulltrúar Hljóðmarkar, samtaka um brotthvarf óþarfa flugs frá Reykjavíkurflugvallar hafa fundað með eru sammála því að áhrif þess á lífsgæði og lýðheilsu íbúa höfuðborgarsvæðisins séu slík að brýnna aðgerða sé þörf. 7. október 2024 10:01
Brýnt að finna þyrluflugi nýjan samastað Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra telur það brýnt að finna þyrluflugi annan samastað en á Reykjavíkurflugvelli. Á sama tíma þurfi að vinna að aðgerðum til að draga úr hávaða vegna flugs á Reykjavíkurflugvelli í nærsamfélagi flugvallarins. 17. september 2024 13:25
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar