32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. apríl 2025 20:04 Þátttakendurnir frá Úkraínu, sem sátu íslenskunámskeiðið hjá Önnu Lindu í gegnum Fræðslunet Suðurlands. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var mikil ánægja og gleði hjá þrjátíu og tveimur íbúum frá Úkraínu, sem búa á Selfossi og í næsta nágrenni þegar hópurinn útskrifaðist af íslenskunámskeiði hjá Fræðsluneti Suðurlands. Kennarinn segir fólkið dásamlegt og mjög duglegt að læra íslensku. Það var spenna og eftirvænting hjá hópnum frá Úkraínu þegar þau komu í kennslustofuna á fimmtudaginn í útskriftina hjá Fræðslunetinu eftir að hafa verið á rúmlega tveggja mánaða námskeiði í íslensku eitt hjá Önnu Lindu en Bohdana, sem hefur búið á Íslandi í nokkur ár sá um alla túlkun. „En það gleður mig svo sannarlega að segja að þið fáið öll ykkar diplóma, þið hafið öll staðið ykkur rosalega vel og eigið allt skilið, þetta er búinn að vera dásamlegur tími,“ sagði Anna Linda þegar hún hrósaði hópnum fyrir dugnað í íslenskunáminu. „Þau eru svo áhugasöm og þau eru svo dugleg og við erum svo heppin að við erum búin að vera með túlk með okkur, sem hefur lósað okkur í gegnum þetta upp á allan skilning og þau eru svo spennt að það er búið að setja saman 30 manna hóp, sem ætlar að byrja aftur í haust,“ segir Anna Linda. Anna Linda, kennari og Bohdanda Vasyliuk, túlkur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og nýjasti Úkraínubúinn mætti að sjálfsögðu í útskriftina með mömmu sinni, sem var á námskeiðinu en tók sér nokkra daga frí á meðan hún var á fæðingardeildinni. Og að sjálfsögðu var boðið upp á Úkraínskar og íslenskar veitingar í útskriftinni. Ástin dró Bohdöndu frá Úkraínu til Íslands en hún býr á Selfossi með sinni fjölskyldu. „Þau bara segja á íslensku, góðan daginn og fleira“. En finnst þeim erfitt að læra íslensku? „Ég held samt já en nokkrum foreldrum gekk rosalega vel,“ segir Bohdanda Vasyliuk, túlkur. „Ég vinna á Matvælastofnun, ég er dýralæknir, eftirlitsdýralæknir og ég læri íslensku,“ segir Vitalii Markhaichuk, sem var á námskeiðinu. „Ég læra smá íslensku. Góðan daginn, takk fyrir,“ segir Anetolii Keptaönör, veitingamaður á Selfossi, sem var einnig á námskeiðinu. Boðið var upp á glæsilegar veitingar í útskriftinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Úkraína Íslensk fræði Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Það var spenna og eftirvænting hjá hópnum frá Úkraínu þegar þau komu í kennslustofuna á fimmtudaginn í útskriftina hjá Fræðslunetinu eftir að hafa verið á rúmlega tveggja mánaða námskeiði í íslensku eitt hjá Önnu Lindu en Bohdana, sem hefur búið á Íslandi í nokkur ár sá um alla túlkun. „En það gleður mig svo sannarlega að segja að þið fáið öll ykkar diplóma, þið hafið öll staðið ykkur rosalega vel og eigið allt skilið, þetta er búinn að vera dásamlegur tími,“ sagði Anna Linda þegar hún hrósaði hópnum fyrir dugnað í íslenskunáminu. „Þau eru svo áhugasöm og þau eru svo dugleg og við erum svo heppin að við erum búin að vera með túlk með okkur, sem hefur lósað okkur í gegnum þetta upp á allan skilning og þau eru svo spennt að það er búið að setja saman 30 manna hóp, sem ætlar að byrja aftur í haust,“ segir Anna Linda. Anna Linda, kennari og Bohdanda Vasyliuk, túlkur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og nýjasti Úkraínubúinn mætti að sjálfsögðu í útskriftina með mömmu sinni, sem var á námskeiðinu en tók sér nokkra daga frí á meðan hún var á fæðingardeildinni. Og að sjálfsögðu var boðið upp á Úkraínskar og íslenskar veitingar í útskriftinni. Ástin dró Bohdöndu frá Úkraínu til Íslands en hún býr á Selfossi með sinni fjölskyldu. „Þau bara segja á íslensku, góðan daginn og fleira“. En finnst þeim erfitt að læra íslensku? „Ég held samt já en nokkrum foreldrum gekk rosalega vel,“ segir Bohdanda Vasyliuk, túlkur. „Ég vinna á Matvælastofnun, ég er dýralæknir, eftirlitsdýralæknir og ég læri íslensku,“ segir Vitalii Markhaichuk, sem var á námskeiðinu. „Ég læra smá íslensku. Góðan daginn, takk fyrir,“ segir Anetolii Keptaönör, veitingamaður á Selfossi, sem var einnig á námskeiðinu. Boðið var upp á glæsilegar veitingar í útskriftinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Úkraína Íslensk fræði Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira