Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar 6. apríl 2025 21:03 Það er sorglegt en samt staðreynd að þörf er á Kvennaathvarfi og við verðum að tryggja að slíkt úrræði sé til staðar fyrir konur og börn sem flýja heimili sín. Um leið verðum við að segja komið gott af ofbeldi í garð kvenna. Sem betur fer fara margir karlmenn í gegn um lífið án þess að níðast á konum og beita þær ofbeldi, en þeir sem það gera koma því miður oft óorði á hópinn í heild. Hvernig væri að þið friðelskandi og kærleiksríku bræður okkar hoppið á vagninn með okkur og fordæmið ofbeldishegðun kynbræðra ykkar, hátt og snjallt svo eftir verði tekið? Þið viljið vafalítið flestir að mæður ykkar, systur og dætur fari í gegn um lífið óhræddar við að þær verði fyrir ofbeldi á skemmtistöðum, inni á eigin heimili þeirra eða í skjóli næsta skugga. Að þær séu smánaðar á líkama og sál vegna þess að karlmaðurinn í þeirra lífi eða sá sem þær rákust á ræður ekki við eigin hegðun og leitar sér ekki hjálpar. Við öll sem höfum rödd verðum að láta í okkur heyra og til okkar taka. Vera bandamenn, minna á, tala og hegða okkur á þann hátt að það sé skýrt að ofbeldi er ekki liðið, að ekki sé hlegið að ofbeldi eða það notað í gríni og þannig gert lítið úr því. Ofbeldi á aldrei rétt á sér og það á aldrei að líða, fegra eða réttlæta á neinn hátt. Kennum börnum strax að ofbeldi sé aldrei leiðin heldur samtalið og samkenndin. Fræðum og ræðum um birtingarmyndir ofbeldis því það er ekki einungis í hnefa heldur einnig í hnjóði, í þögninni sem fylgir fýlu sem og fúkyrðum um femínisma. Að forréttindafólk og kjörnir fulltrúar fái skýr skilaboð um að kvenréttindi séu einfaldlega mannréttindi. Að við eigum að geta klætt okkur eins og okkur líður best, að við þurfum ekki að halda hönd yfir glasið innan um fólk, ganga milli staða með lyklana í hnefanum eða kvíða því að fara heim úr vinnunni, því heima séum við staddar í helvíti en samt ekki dauðar, ennþá. Trúum þeim sem segja frá ofbeldi, kennum þeim ekki um og gerum ekki lítið úr sögum þeirra eða upplifun. Strákar, berjist með okkur gegn eitraðri karlmennsku með þeirri kærleiksríku. Látið í ykkur heyra og fordæmið þá sem leyfa sér í skjóli feðraveldis að níða og meiða. Verið bræður okkar í baráttunni! Að því rituðu hvet ég öll til að leggja þjóðarátaki um nýtt Kvennaathvarf lið. Söfnunarnúmerin verða opin til 8. apríl og því er enn hægt að styrkja þarft verkefni. Höfundur er sérfræðingur í kennslu og stjórnun í leik-, grunn- og háskólum til 25 ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Kvennaathvarfið Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Það er sorglegt en samt staðreynd að þörf er á Kvennaathvarfi og við verðum að tryggja að slíkt úrræði sé til staðar fyrir konur og börn sem flýja heimili sín. Um leið verðum við að segja komið gott af ofbeldi í garð kvenna. Sem betur fer fara margir karlmenn í gegn um lífið án þess að níðast á konum og beita þær ofbeldi, en þeir sem það gera koma því miður oft óorði á hópinn í heild. Hvernig væri að þið friðelskandi og kærleiksríku bræður okkar hoppið á vagninn með okkur og fordæmið ofbeldishegðun kynbræðra ykkar, hátt og snjallt svo eftir verði tekið? Þið viljið vafalítið flestir að mæður ykkar, systur og dætur fari í gegn um lífið óhræddar við að þær verði fyrir ofbeldi á skemmtistöðum, inni á eigin heimili þeirra eða í skjóli næsta skugga. Að þær séu smánaðar á líkama og sál vegna þess að karlmaðurinn í þeirra lífi eða sá sem þær rákust á ræður ekki við eigin hegðun og leitar sér ekki hjálpar. Við öll sem höfum rödd verðum að láta í okkur heyra og til okkar taka. Vera bandamenn, minna á, tala og hegða okkur á þann hátt að það sé skýrt að ofbeldi er ekki liðið, að ekki sé hlegið að ofbeldi eða það notað í gríni og þannig gert lítið úr því. Ofbeldi á aldrei rétt á sér og það á aldrei að líða, fegra eða réttlæta á neinn hátt. Kennum börnum strax að ofbeldi sé aldrei leiðin heldur samtalið og samkenndin. Fræðum og ræðum um birtingarmyndir ofbeldis því það er ekki einungis í hnefa heldur einnig í hnjóði, í þögninni sem fylgir fýlu sem og fúkyrðum um femínisma. Að forréttindafólk og kjörnir fulltrúar fái skýr skilaboð um að kvenréttindi séu einfaldlega mannréttindi. Að við eigum að geta klætt okkur eins og okkur líður best, að við þurfum ekki að halda hönd yfir glasið innan um fólk, ganga milli staða með lyklana í hnefanum eða kvíða því að fara heim úr vinnunni, því heima séum við staddar í helvíti en samt ekki dauðar, ennþá. Trúum þeim sem segja frá ofbeldi, kennum þeim ekki um og gerum ekki lítið úr sögum þeirra eða upplifun. Strákar, berjist með okkur gegn eitraðri karlmennsku með þeirri kærleiksríku. Látið í ykkur heyra og fordæmið þá sem leyfa sér í skjóli feðraveldis að níða og meiða. Verið bræður okkar í baráttunni! Að því rituðu hvet ég öll til að leggja þjóðarátaki um nýtt Kvennaathvarf lið. Söfnunarnúmerin verða opin til 8. apríl og því er enn hægt að styrkja þarft verkefni. Höfundur er sérfræðingur í kennslu og stjórnun í leik-, grunn- og háskólum til 25 ára.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar