Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar 7. apríl 2025 11:02 Ég velti fyrir mér hvort hjá þessu væri nokkuð komist, þessi þrón hefur átt sér stað um allan heim og við þessu var varað. Það að það séu börn að bera inn stórhættuleg efni hingað til lands er ekki nýtt því það hafa verið líka íslensk ungmenni sem hafa verið að bera efni innan annarra landa. Er í því samhengi hægt að nefna lönd eins og Brasilíu og Tékkland, og voru bæði þessi mál fræg hér á landi því þær náðust og fengu dóma og þurftu að sitja inni í mun verri vistarverum en þessar stúlkur sem voru teknar með 20.000 töflur af gervi-morfíni sem eru 1000 sinnum sterkari en venjulegt morfín. Í báðum þeim tilfellum var um varnarlausar ungar stelpur að ræða. Við skulum ekki gleyma því að þarna að baki standa líka varnarlausar fjölskyldur sem eru fórnarlömb aðstæðna. Burðardýr Þetta eru langt frá því að vera einu dæmin því þau eru fjölmörg og bara fyrir nokkrum mánuðum var atvik þar sem íslenskur einstaklingur átti að vera þvingaður til að bera efni milli landa innan Evrópu, þessum einstaklingi var gerð upp skuld í fíkniefnaheiminum og hann átti að vera frjáls allra mála en ef hann færi ekki myndi hann verða fyrir óbætanlegu líkamstjóni vegna ofbeldis. Eins veit ég að ungmennum hefur verið fjarstýrt hér á landi af erlendum aðilum bæði úti í hinum stóra heimi, hvort heldur þegar kemur að peningaþvætti eða að bera fíkniefni á milli landa, einmitt vegna skulda og þar sem er haft í líflátshótunum. Við þessu var varað En við þessu var varað á sínum tíma, að hingað myndu leita skipulagðir glæpahópar og hvað hefur gerst, jú akkúrat það. Ofbeldið hefur harðnað og þessi heimur er allt annar í dag og menn hika ekki við að senda börn með stórhættuleg fíkniefni hingað til lands, sem mun hafa hryllilegar afleiðingar í för með sér á öllum stigum samfélagsins. Ég er ansi hræddur um að þessi slagur sé tapaður og þeir séu komnir til að vera og það að fjölga lögreglumönnum um 50 sé hvergi nærri nóg, því miður. Ég óttast að þessi heimur eigi eftir að harðna til muna með árunum og staðan sé nú þegar orðin ansi svört. Það er ekki nóg að herða löggæsluna og landamærin, það þarf líka að laga innviðina, meðferðarkerfin og skólana, íslenskukennslu fyrir nýbúana og ef áhersla verður ekki lögð á hana munum við skapa jarðveg til stéttskiptingar, og það er það sem hefur gerst í Svíþjóð og víðar og mér sýnist við vera að stefna í sömu leið hér á landi. Eða eins og lögreglan sagði við okkur Bjössa þegar við unnum í útideildinni þegar við fórum að kynna okkur samstarf félagsmálayfirvalda og lögreglu á Norðurlöndum 1995. Það er ekki bara nóg að herða á landamærum, því ef þú nærð ekki að tilheyra og þér finnst þú vera út undan á þá leitar þú að þínum líkum og það er sá markhópur sem þessar erlendu glæpaklíkur leita að, utangátarkrökkum sem eru ekki að fóta sig í þessum veruleika og þau fá vettvang til að tilheyra á hæpnum forsendum. Er stríðið tapað Það er staðreyndin og það hefur nú þegar gerst því það var komið á samband milli manna á Norðurlöndunum við íslenska aðila, sem hefði hæglega getað haft alvarlegar afleiðingar hér á landi, og var stöðvað af yfirvöldum. En fólk skal ekki halda að það sé nóg að gera það í eitt skipti því það finnast bara aðrar leiðir til samskipta og það er mikið eftir að slægjast hér á landi því fíkniefnamarkaðurinn er stór og efnin eru dýr. Staðreyndin er þessi, það er ekki hægt að sofna á verðinum og þetta er ekki lengur þannig að það séu undirheimahöfingjar hér á landi sem stjórni öllu heldur er þessu fjarstýrt annars staðar frá eins og ég nefndi hér að framan. Eins og þau ungmenni sem eru að fara héðan út í heim að bera efni á milli landa til að standa í skilum á fíkniefnaskuldum því fíkniefnaheimurinn er ekki eitt markaðssvæði og þar gilda engin landamæri innan hans og menn svífast einskis og harkan á bara eftir að aukast eins og lögreglan benti okkur á 1995 í Kaupmannahöfn eða eins og þeir orðuðu það, bíðið bara, þetta kemur! Við sjáum og heyrum brotabrot Ég held að það sem beri fyrir augu almennings og eyru sé svo lítið brotabrot af því sem er að gerast í þessum heimi og fólk geti engan veginn gert sér í hugarlund hvað þetta er ljótur heimur. Fyrir komu Facebook og Messanger hafa jafnvel fullorðnir fangar úr fangelsum landsins verið að fjarstýra og sér í lagi ungum, illa áttuðum stúlkum, hérna út á götu sem hafði í för með sér hræðilegar afleiðingar fyrir sumar af þessum stúlkum og fjölskyldum þeirra. Eins og er sagt hér að framan, það sem ber fyrir augu almennings er bara brotabrot af ljótleika þessa heims og það verður að taka honum alvarlega og svarið er ekki að byggja 25 milljarða fangelsi heldur miklu frekar að styrkja forvarnir og menntakerfið og sér í lagi fyrir einstaklinga sem eru ekki að ná tökum á lífinu. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Ég velti fyrir mér hvort hjá þessu væri nokkuð komist, þessi þrón hefur átt sér stað um allan heim og við þessu var varað. Það að það séu börn að bera inn stórhættuleg efni hingað til lands er ekki nýtt því það hafa verið líka íslensk ungmenni sem hafa verið að bera efni innan annarra landa. Er í því samhengi hægt að nefna lönd eins og Brasilíu og Tékkland, og voru bæði þessi mál fræg hér á landi því þær náðust og fengu dóma og þurftu að sitja inni í mun verri vistarverum en þessar stúlkur sem voru teknar með 20.000 töflur af gervi-morfíni sem eru 1000 sinnum sterkari en venjulegt morfín. Í báðum þeim tilfellum var um varnarlausar ungar stelpur að ræða. Við skulum ekki gleyma því að þarna að baki standa líka varnarlausar fjölskyldur sem eru fórnarlömb aðstæðna. Burðardýr Þetta eru langt frá því að vera einu dæmin því þau eru fjölmörg og bara fyrir nokkrum mánuðum var atvik þar sem íslenskur einstaklingur átti að vera þvingaður til að bera efni milli landa innan Evrópu, þessum einstaklingi var gerð upp skuld í fíkniefnaheiminum og hann átti að vera frjáls allra mála en ef hann færi ekki myndi hann verða fyrir óbætanlegu líkamstjóni vegna ofbeldis. Eins veit ég að ungmennum hefur verið fjarstýrt hér á landi af erlendum aðilum bæði úti í hinum stóra heimi, hvort heldur þegar kemur að peningaþvætti eða að bera fíkniefni á milli landa, einmitt vegna skulda og þar sem er haft í líflátshótunum. Við þessu var varað En við þessu var varað á sínum tíma, að hingað myndu leita skipulagðir glæpahópar og hvað hefur gerst, jú akkúrat það. Ofbeldið hefur harðnað og þessi heimur er allt annar í dag og menn hika ekki við að senda börn með stórhættuleg fíkniefni hingað til lands, sem mun hafa hryllilegar afleiðingar í för með sér á öllum stigum samfélagsins. Ég er ansi hræddur um að þessi slagur sé tapaður og þeir séu komnir til að vera og það að fjölga lögreglumönnum um 50 sé hvergi nærri nóg, því miður. Ég óttast að þessi heimur eigi eftir að harðna til muna með árunum og staðan sé nú þegar orðin ansi svört. Það er ekki nóg að herða löggæsluna og landamærin, það þarf líka að laga innviðina, meðferðarkerfin og skólana, íslenskukennslu fyrir nýbúana og ef áhersla verður ekki lögð á hana munum við skapa jarðveg til stéttskiptingar, og það er það sem hefur gerst í Svíþjóð og víðar og mér sýnist við vera að stefna í sömu leið hér á landi. Eða eins og lögreglan sagði við okkur Bjössa þegar við unnum í útideildinni þegar við fórum að kynna okkur samstarf félagsmálayfirvalda og lögreglu á Norðurlöndum 1995. Það er ekki bara nóg að herða á landamærum, því ef þú nærð ekki að tilheyra og þér finnst þú vera út undan á þá leitar þú að þínum líkum og það er sá markhópur sem þessar erlendu glæpaklíkur leita að, utangátarkrökkum sem eru ekki að fóta sig í þessum veruleika og þau fá vettvang til að tilheyra á hæpnum forsendum. Er stríðið tapað Það er staðreyndin og það hefur nú þegar gerst því það var komið á samband milli manna á Norðurlöndunum við íslenska aðila, sem hefði hæglega getað haft alvarlegar afleiðingar hér á landi, og var stöðvað af yfirvöldum. En fólk skal ekki halda að það sé nóg að gera það í eitt skipti því það finnast bara aðrar leiðir til samskipta og það er mikið eftir að slægjast hér á landi því fíkniefnamarkaðurinn er stór og efnin eru dýr. Staðreyndin er þessi, það er ekki hægt að sofna á verðinum og þetta er ekki lengur þannig að það séu undirheimahöfingjar hér á landi sem stjórni öllu heldur er þessu fjarstýrt annars staðar frá eins og ég nefndi hér að framan. Eins og þau ungmenni sem eru að fara héðan út í heim að bera efni á milli landa til að standa í skilum á fíkniefnaskuldum því fíkniefnaheimurinn er ekki eitt markaðssvæði og þar gilda engin landamæri innan hans og menn svífast einskis og harkan á bara eftir að aukast eins og lögreglan benti okkur á 1995 í Kaupmannahöfn eða eins og þeir orðuðu það, bíðið bara, þetta kemur! Við sjáum og heyrum brotabrot Ég held að það sem beri fyrir augu almennings og eyru sé svo lítið brotabrot af því sem er að gerast í þessum heimi og fólk geti engan veginn gert sér í hugarlund hvað þetta er ljótur heimur. Fyrir komu Facebook og Messanger hafa jafnvel fullorðnir fangar úr fangelsum landsins verið að fjarstýra og sér í lagi ungum, illa áttuðum stúlkum, hérna út á götu sem hafði í för með sér hræðilegar afleiðingar fyrir sumar af þessum stúlkum og fjölskyldum þeirra. Eins og er sagt hér að framan, það sem ber fyrir augu almennings er bara brotabrot af ljótleika þessa heims og það verður að taka honum alvarlega og svarið er ekki að byggja 25 milljarða fangelsi heldur miklu frekar að styrkja forvarnir og menntakerfið og sér í lagi fyrir einstaklinga sem eru ekki að ná tökum á lífinu. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun