Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar 8. apríl 2025 10:00 Miklum samfélagsbreytingum fylgir þörf fyrir meiri endurnýjanlega orku. Við Íslendingar búum svo vel að hafa beislað náttúruöflin með nýtingu vatnsafls og jarðvarma á 20. öld. Það var mikið heillaskref. Með uppbyggingu innlendrar orkuvinnslu úr endurnýjanlegum auðlindum þróaðist sterkt og öflugt samfélag, í fyrstu framleiðsludrifið en nú líka hugvitsdrifið. Endurnýjanleg, ódýr og örugg orka styður við fjölbreytt atvinnulíf sem byggir á mörgum stoðum, ekki síst hugviti og tækni. Tækifærin í tækninni Breytingarnar á íslensku samfélagi eru áþreifanlegar. Við búum nú færri í hverri íbúð en áður tíðkaðist, rafbílavæðingin heldur áfram með hraði, og sífellt fleiri heimilistæki og tæknibúnaður krefst stöðugrar og öruggrar orku. Fjölmörg algeng tæki á heimilum og vinnustöðum eru sítengd og krefjast orku jafnvel þegar við erum ekki að nota þau. Ísland er eitt rafrænasta samfélag í heimi og flestum finnst okkur sjálfsagt að sækja þjónustu rafrænt, stunda vinnu að heiman, vera í sambandi við fjölskyldu og vini á netinu og taka þátt í samfélaginu eftir stafrænum leiðum. Raftæki fylgja okkur alla daga. Við notum Outlook, Teams og ChatGPT á daginn og Netflix á kvöldin. Öll þessi stafræna tenging krefst orku, en ekki síður reiknigetu gagnavera sem sjá til þess að við getum keyrt allan þennan hugbúnað sem við treystum á. Hafi olían knúið áfram 20. öldina mun reiknigeta og gagnamagn gegna sama hlutverki í samfélagi 21. aldar. Því er stundum fleygt fram að gagnaver hérlendis þjónusti fyrst og fremst rafmyntagröft og framleiði ekki samfélagsleg verðmæti. Því fer fjarri. Gervigreindin byggir á gagnaverum og tækninni fleygir sannarlega fram á þeim vettvangi þessi misserin. Ísland á að taka þátt í þeirri þróun. Hér ríkja kjöraðstæður fyrir gagnaver, en hið kalda loftslag kælir gagnaverin og lækkar orkukostnað ásamt því að nútímalegir innviðir, öruggt umhverfi og vel menntað starfsfólk styðja við slíka starfsemi. Mikill vöxtur er fram undan í þessum iðnaði enda notum við sífellt meira af gögnum. Við sjáum öll að gervigreindin verður sífellt mikilvægari. Áframhaldandi vöxtur samfélagsins, uppbygging nýrra atvinnutækifæra og tækniþróun kallar því óhjákvæmilega á meiri raforku. En hversu mikla orku? Orkuþörf okkar vex ekki bara vegna tækni eða iðnaðar – hún endurspeglar hver við erum sem samfélag og hvert við viljum fara. Við viljum skapa framtíð sem byggir á sjálfbærni. Nú heyrast hins vegar gamalkunnug stef í orkumálum, sérstaklega vestanhafs þar sem „drill baby drill“ virðist ætla að verða slagorð forsetans þar í málaflokknum. Ísland má ekki láta deigan síga nú þegar áherslan virðist færast frá umhverfismálum og umræða um áframhaldandi notkun hefðbundins jarðefnaeldsneytis virðist á uppleið. Við eigum að stefna ótrauð að orkuskiptum. Það skiptir öllu máli fyrir loftslagið og lífríkið – en líka fyrir heilbrigði fólks, lífsgæði og jöfnuð í samfélaginu. Við þurfum að vinna meiri raforku hér á landi til að geta hætt að nota jarðefnaeldsneyti. Ýmsar spár hafa verið settar fram um hve mikla raforku þarf til orkuskipta. Ekki er langt síðan við töldum líklegast að grænt eldsneyti, unnið úr rafmagni (vetni) og t.d. kolefni (metanól o.fl.) myndi að mestu leysa jarðefnaeldsneyti af hólmi. Þetta græna eldsneyti mun vissulega skipta máli í ákveðnum geirum þegar fram líða stundir en núna eru þessir orkuberar ekki samkeppnishæfir. Hröð tækniþróun í beinni notkun raforku á ýmsar vélar og tæki minnkar svo enn þann hluta sem rafeldsneytið þyrfti ella að dekka. Því meiri raforku sem við getum notað beint á þann búnað sem við notum núna jarðefnaeldsneyti á, því viðráðanlegra verður það verkefni að afla orku fyrir orkuskiptin. Orkuskipti hafa nefnilega bætta orkunýtni í för með sér – við náum að nota mun hærra hlutfall raforkunnar til að vinna fyrir okkur en við náum að gera með jarðefnaeldsneyti. Spár um að tvöfalda þurfi orkukerfið hér á landi fyrir orkuskiptin ganga því ekki upp. Þörfin verður líkast til minni og mun vaxa hægar en spáð var. Raunhæfari vöxtur er á þá leið sem núverandi ríkistjórnarflokkar hafa talað fyrir, um 5 TWst aukning (25% núverandi orkukerfis) til 2035 og hóflegur vöxtur í framhaldi af því. Hugsum til langs tíma Vilji til orkuöflunar snýr alls ekki að því hvað við í orkugeiranum viljum virkja mikið heldur hvernig við öll viljum að samfélag okkar þróist. Hversu mikla orku þurfum við sem samfélag til að sú þróun gangi eftir? Í orkustefnu stjórnvalda segir að orkuþörf samfélagsins skuli ávallt uppfyllt en ekki er ljóst hvað það þýðir í raun. Stjórnvöld þurfa að setja fram stefnu um hver orkuþörfin verði til langs tíma og taka ákvarðanir um orkuöflun - sem Landsvirkjun og önnur orkufyrirtæki geta svo unnið eftir. Stefnuna þarf að uppfæra og endurmeta reglulega. Skortur á rafmagni mun hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér, fyrst fyrir atvinnulíf og nýsköpun og síðar fyrir lífskjör almennings. Við verðum að sjá til þess að börnin okkar taki við góðu búi. Að sama skapi eiga Íslendingar ávallt að vera í fararbroddi í umhverfismálum og stefna að fullum orkuskiptum sem fyrst. Jóhanna Hlín er forstöðumaður Loftslags og áhrifastýringar hjá Landsvirkjun og situr í stjórn UN Global Compact á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Miklum samfélagsbreytingum fylgir þörf fyrir meiri endurnýjanlega orku. Við Íslendingar búum svo vel að hafa beislað náttúruöflin með nýtingu vatnsafls og jarðvarma á 20. öld. Það var mikið heillaskref. Með uppbyggingu innlendrar orkuvinnslu úr endurnýjanlegum auðlindum þróaðist sterkt og öflugt samfélag, í fyrstu framleiðsludrifið en nú líka hugvitsdrifið. Endurnýjanleg, ódýr og örugg orka styður við fjölbreytt atvinnulíf sem byggir á mörgum stoðum, ekki síst hugviti og tækni. Tækifærin í tækninni Breytingarnar á íslensku samfélagi eru áþreifanlegar. Við búum nú færri í hverri íbúð en áður tíðkaðist, rafbílavæðingin heldur áfram með hraði, og sífellt fleiri heimilistæki og tæknibúnaður krefst stöðugrar og öruggrar orku. Fjölmörg algeng tæki á heimilum og vinnustöðum eru sítengd og krefjast orku jafnvel þegar við erum ekki að nota þau. Ísland er eitt rafrænasta samfélag í heimi og flestum finnst okkur sjálfsagt að sækja þjónustu rafrænt, stunda vinnu að heiman, vera í sambandi við fjölskyldu og vini á netinu og taka þátt í samfélaginu eftir stafrænum leiðum. Raftæki fylgja okkur alla daga. Við notum Outlook, Teams og ChatGPT á daginn og Netflix á kvöldin. Öll þessi stafræna tenging krefst orku, en ekki síður reiknigetu gagnavera sem sjá til þess að við getum keyrt allan þennan hugbúnað sem við treystum á. Hafi olían knúið áfram 20. öldina mun reiknigeta og gagnamagn gegna sama hlutverki í samfélagi 21. aldar. Því er stundum fleygt fram að gagnaver hérlendis þjónusti fyrst og fremst rafmyntagröft og framleiði ekki samfélagsleg verðmæti. Því fer fjarri. Gervigreindin byggir á gagnaverum og tækninni fleygir sannarlega fram á þeim vettvangi þessi misserin. Ísland á að taka þátt í þeirri þróun. Hér ríkja kjöraðstæður fyrir gagnaver, en hið kalda loftslag kælir gagnaverin og lækkar orkukostnað ásamt því að nútímalegir innviðir, öruggt umhverfi og vel menntað starfsfólk styðja við slíka starfsemi. Mikill vöxtur er fram undan í þessum iðnaði enda notum við sífellt meira af gögnum. Við sjáum öll að gervigreindin verður sífellt mikilvægari. Áframhaldandi vöxtur samfélagsins, uppbygging nýrra atvinnutækifæra og tækniþróun kallar því óhjákvæmilega á meiri raforku. En hversu mikla orku? Orkuþörf okkar vex ekki bara vegna tækni eða iðnaðar – hún endurspeglar hver við erum sem samfélag og hvert við viljum fara. Við viljum skapa framtíð sem byggir á sjálfbærni. Nú heyrast hins vegar gamalkunnug stef í orkumálum, sérstaklega vestanhafs þar sem „drill baby drill“ virðist ætla að verða slagorð forsetans þar í málaflokknum. Ísland má ekki láta deigan síga nú þegar áherslan virðist færast frá umhverfismálum og umræða um áframhaldandi notkun hefðbundins jarðefnaeldsneytis virðist á uppleið. Við eigum að stefna ótrauð að orkuskiptum. Það skiptir öllu máli fyrir loftslagið og lífríkið – en líka fyrir heilbrigði fólks, lífsgæði og jöfnuð í samfélaginu. Við þurfum að vinna meiri raforku hér á landi til að geta hætt að nota jarðefnaeldsneyti. Ýmsar spár hafa verið settar fram um hve mikla raforku þarf til orkuskipta. Ekki er langt síðan við töldum líklegast að grænt eldsneyti, unnið úr rafmagni (vetni) og t.d. kolefni (metanól o.fl.) myndi að mestu leysa jarðefnaeldsneyti af hólmi. Þetta græna eldsneyti mun vissulega skipta máli í ákveðnum geirum þegar fram líða stundir en núna eru þessir orkuberar ekki samkeppnishæfir. Hröð tækniþróun í beinni notkun raforku á ýmsar vélar og tæki minnkar svo enn þann hluta sem rafeldsneytið þyrfti ella að dekka. Því meiri raforku sem við getum notað beint á þann búnað sem við notum núna jarðefnaeldsneyti á, því viðráðanlegra verður það verkefni að afla orku fyrir orkuskiptin. Orkuskipti hafa nefnilega bætta orkunýtni í för með sér – við náum að nota mun hærra hlutfall raforkunnar til að vinna fyrir okkur en við náum að gera með jarðefnaeldsneyti. Spár um að tvöfalda þurfi orkukerfið hér á landi fyrir orkuskiptin ganga því ekki upp. Þörfin verður líkast til minni og mun vaxa hægar en spáð var. Raunhæfari vöxtur er á þá leið sem núverandi ríkistjórnarflokkar hafa talað fyrir, um 5 TWst aukning (25% núverandi orkukerfis) til 2035 og hóflegur vöxtur í framhaldi af því. Hugsum til langs tíma Vilji til orkuöflunar snýr alls ekki að því hvað við í orkugeiranum viljum virkja mikið heldur hvernig við öll viljum að samfélag okkar þróist. Hversu mikla orku þurfum við sem samfélag til að sú þróun gangi eftir? Í orkustefnu stjórnvalda segir að orkuþörf samfélagsins skuli ávallt uppfyllt en ekki er ljóst hvað það þýðir í raun. Stjórnvöld þurfa að setja fram stefnu um hver orkuþörfin verði til langs tíma og taka ákvarðanir um orkuöflun - sem Landsvirkjun og önnur orkufyrirtæki geta svo unnið eftir. Stefnuna þarf að uppfæra og endurmeta reglulega. Skortur á rafmagni mun hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér, fyrst fyrir atvinnulíf og nýsköpun og síðar fyrir lífskjör almennings. Við verðum að sjá til þess að börnin okkar taki við góðu búi. Að sama skapi eiga Íslendingar ávallt að vera í fararbroddi í umhverfismálum og stefna að fullum orkuskiptum sem fyrst. Jóhanna Hlín er forstöðumaður Loftslags og áhrifastýringar hjá Landsvirkjun og situr í stjórn UN Global Compact á Íslandi.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar