Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 7. apríl 2025 18:05 Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra og Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins ræddu fjármálaáætlunina í kvöldfréttum. Vísir/Anton Brink Þingmenn stjórnarandstöðunnar gengu út á Alþingi síðdegis þegar Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra fór í ræðustól til að ræða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2026-2030. Þeir sögðust ekki treysta sér til þess að eiga umræður um áætlunina. Fyrri umræðu um fjármálaáætlunarinnar var frestað og málið tekið af dagskrá þingsins eftir fund þingflokksformanna með forseta Alþingis á fimmtudaginn. Þar voru miklar athugasemdir gerðar við fyrirkomulag fjármálaáætlunarinnar og skort á gögnum. Í upptöku á vef Alþingis má meðal annars sjá Sigurð Inga Jóhannsson þingmann Framsóknar og fyrrverandi fjármálaráðherra standa upp og yfirgefa þingsalinn meðan Inga gekk að ræðustólnum klukkan 16:54. Elín Margrét Böðvarsdóttir fréttamaður Stöðvar 2 ræddi uppákomuna við fjármálaráðherra og þingmann Miðflokksins í kvöldfréttum. Áhyggjur sagðar á rökum reistar „Það má segja að áhyggjur okkar á fimmtudaginn hafi verið á rökum reistar. Við tókum okkur helgina í að reyna að glöggva okkur á því hvort það væri hægt að eiga samtal við fagráðherra á grundvelli þess plaggs sem nú liggur fyrir,“ segir Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins. Að því loknu, auk samtals við fjármálaráðherra við upphaf umræðunnar í dag, hafi blasað við að ekki væri hægt að ræða það frekar. „Það er einfaldlega það mikið af gögnum sem eru ekki birt með fjármálaáætluninni núna, sem voru birt á netinu í fyrra og í prentuðu eintaki árin þar á undan, sem eru grundvöllur þeirrar umræðu sem við eigum við fagráðherrana um þeirra málefnasvið. Og þegar búið er að kippa því úr sambandi, þá er um lítið að tala. Því miður.“ Ósammála um innihald áætlunarinnar Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir að í fjármálaáætlun sé ekki gert ráð fyrir að umræddar upplýsingar komi fram. Svo hafi heldur ekki verið í fyrra. „Í fjármálaáætlun er ekki gert ráð fyrir að þessar upplýsingar komi fram, og gerðu það ekki í fyrra. Þannig að það var raunverulega búið að gera þessa breytingu á framsetningu fjármálaáætlunarinnar. Hún er niður á málefnasviðin og er þá eins og hún var í fyrra. Þingskjalið er að mestu óbreytt. Hér eru auðvitað nýjar áherslur, áherslur um jafnvægi í rekstri ríkisins og aðhald, sem koma glögglega fram í þessu tvö hundruð síðna skjali.“ Bergþór skýtur þá inn í og segist þurfa að leiðrétta Daða „einu sinni enn“. „En í plagginu í fyrra stendur beinlínis: Töflu um markmið og mælikvarða má skoða á vefnum fjarlög.is, ásamt stefnumótun um málefnasvið og málefnaflokka þess í heild. Þetta stendur við hvert einasta málefnasvið í öllu plagginu. Þannig að allar þessar upplýsingar voru aðgengilegar í fyrra og eru það ekki núna.“ Daði segir þá ekki sammála um hvernig málinu vindur fram. „Eins og ég sagði, það er alveg skýrt hvað á að vera í þessari áætlun og allt sem á að vera í henni er í henni.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Sjá meira
Fyrri umræðu um fjármálaáætlunarinnar var frestað og málið tekið af dagskrá þingsins eftir fund þingflokksformanna með forseta Alþingis á fimmtudaginn. Þar voru miklar athugasemdir gerðar við fyrirkomulag fjármálaáætlunarinnar og skort á gögnum. Í upptöku á vef Alþingis má meðal annars sjá Sigurð Inga Jóhannsson þingmann Framsóknar og fyrrverandi fjármálaráðherra standa upp og yfirgefa þingsalinn meðan Inga gekk að ræðustólnum klukkan 16:54. Elín Margrét Böðvarsdóttir fréttamaður Stöðvar 2 ræddi uppákomuna við fjármálaráðherra og þingmann Miðflokksins í kvöldfréttum. Áhyggjur sagðar á rökum reistar „Það má segja að áhyggjur okkar á fimmtudaginn hafi verið á rökum reistar. Við tókum okkur helgina í að reyna að glöggva okkur á því hvort það væri hægt að eiga samtal við fagráðherra á grundvelli þess plaggs sem nú liggur fyrir,“ segir Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins. Að því loknu, auk samtals við fjármálaráðherra við upphaf umræðunnar í dag, hafi blasað við að ekki væri hægt að ræða það frekar. „Það er einfaldlega það mikið af gögnum sem eru ekki birt með fjármálaáætluninni núna, sem voru birt á netinu í fyrra og í prentuðu eintaki árin þar á undan, sem eru grundvöllur þeirrar umræðu sem við eigum við fagráðherrana um þeirra málefnasvið. Og þegar búið er að kippa því úr sambandi, þá er um lítið að tala. Því miður.“ Ósammála um innihald áætlunarinnar Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir að í fjármálaáætlun sé ekki gert ráð fyrir að umræddar upplýsingar komi fram. Svo hafi heldur ekki verið í fyrra. „Í fjármálaáætlun er ekki gert ráð fyrir að þessar upplýsingar komi fram, og gerðu það ekki í fyrra. Þannig að það var raunverulega búið að gera þessa breytingu á framsetningu fjármálaáætlunarinnar. Hún er niður á málefnasviðin og er þá eins og hún var í fyrra. Þingskjalið er að mestu óbreytt. Hér eru auðvitað nýjar áherslur, áherslur um jafnvægi í rekstri ríkisins og aðhald, sem koma glögglega fram í þessu tvö hundruð síðna skjali.“ Bergþór skýtur þá inn í og segist þurfa að leiðrétta Daða „einu sinni enn“. „En í plagginu í fyrra stendur beinlínis: Töflu um markmið og mælikvarða má skoða á vefnum fjarlög.is, ásamt stefnumótun um málefnasvið og málefnaflokka þess í heild. Þetta stendur við hvert einasta málefnasvið í öllu plagginu. Þannig að allar þessar upplýsingar voru aðgengilegar í fyrra og eru það ekki núna.“ Daði segir þá ekki sammála um hvernig málinu vindur fram. „Eins og ég sagði, það er alveg skýrt hvað á að vera í þessari áætlun og allt sem á að vera í henni er í henni.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Sjá meira