Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Valur Páll Eiríksson skrifar 8. apríl 2025 14:49 Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, var ekki sáttur við þá Bjarna Guðjónsson og Ólaf Kristjánsson í þætti gærkvöldsins. Vísir/Samsett Skiptar skoðanir eru á rauðu spjaldi Arons Sigurðarsonar, fyrirliða KR, í 2-2 jafntefli við KA á Akureyri um liðna helgi. Atvikið náðist ekki í sjónvarpsútsendingu en var sýnt í Stúkunni í gær. Sérfræðingar þar virtust sammála um að Aron hefði ekki átt að fá reisupassann, við dræmar undirtektir Akureyringa sem létu í sér heyra á samfélagsmiðlum. „Jóhann [Ingi Jónsson, dómari leiksins] tekur þessa ákvörðun og hann verður að lifa með henni, hann verður að geta horft í spegil í kvöld þegar hann fer að bursta tennurnar og verið sáttur við sjálfan sig,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, um ákvörðunina í samtali við Vísi eftir leikinn á sunnudag. Ógjörningur var að meta réttmæti ákvörðunarinnar út frá sjónvarpsútsendingu frá leiknum þar sem atvikið átti sér stað utan ramma myndatökumanns Stöðvar 2 Sport á vellinum. Atvikið náðist hins vegar á Spiideo-vél KA-manna á vellinum og var upptakan þaðan sýnd í Stúkunni í gærkvöld. Klippa: Sjáðu meintan olnboga Arons Sig og umræðuna í Stúkunni Bjarni Guðjónsson og Ólafur Kristjánsson voru sérfræðingar í fyrsta þætti sumarsins af Stúkunni í gærkvöld. Þeir virtust sammála um að Aron hefði mátt hanga inn á. Hann hafi átt að fá gult spjald eftir samskiptin við Andra Fannar Stefánsson, leikmann KA, sem lá óvígur eftir. Ljóst virðist að Aron hafi hæft andlit Andra Fannars er þeir börðust um stöðu. Spurningin er hvort hann hafi sett olnboga í andlit hans, sem er í öllum tilvikum rautt spjald, eða öxlina sem er á grárra svæði, ef marka má umræðuna í Stúkunni. „Mér finnst þetta ekki vera olnbogi,“ segir Ólafur Kristjánsson um atvikið. „Líklegast er þetta gult, veit það ekki. En ég er náttúrulega afburða slakur dómari.“ Þeir Bjarni virtust þá sammælast um að þeir Andri og Aron hefðu háð stöðubaráttu, sem eigi sér stað oft í leik út um allan völl. Þeir virtust ekki sjá ásetning um olnbogaskot úr atvikinu. Framkvæmdastjórinn ósáttur og fast skotið á Bjarna Ekki voru allir parsáttir við ályktanir Bjarna og Ólafs, allra síst stuðningsmenn KA. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, tjáði sig á samfélagsmiðlinum X, á meðan útsendingu Stúkunnar stóð í gærkvöld. Common ef þetta eru sérfræðingar þá má leggja niður stúkuna. 4 dómarinn er upp við þetta og að halda því að Andri hlaupi á Aron er bara djók— saevar petursson (@saevarp) April 7, 2025 „Common ef þetta eru sérfræðingar þá má leggja niður stúkuna. 4 dómarinn er upp við þetta og að halda því fram að Andri hlaupi á Aron er bara djók,“ sagði Sævar. Hann benti þá einnig á að Bjarni Guðjóns ætti son í KR-liðinu, en Jóhannes Kristinn Bjarnason er leikmaður KR og skoraði annað marka Vesturbæinga í leiknum. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, var allt annað en sáttur við umræður Bjarna og Ólafs.Vísir/Tryggvi Jón Kári Eldon, stuðningsmaður KR og reglulegur gestur Hjörvars Hafliðasonar í Doc Zone og Dr. Football, sagði við færslu Sævars: „Sammála um að vera ósammála! Alltaf gult en aldrei rautt! Áfram fótbolti!“ Pabbi 😀— saevar petursson (@saevarp) April 7, 2025 Sigurður Gísli Bond, annar reglulegur gestur Hjörvars, tók undir með Jóni: „Rosalega soft red card, hvernig vildiru að viðbrögðin væru eiginlega við þessu?“ Atvikið má sjá í spilaranum að ofan sem og umræðuna í Stúkunni. Í ljós kemur síðar dag hversu langt bann Aron mun fá vegna brots síns. Líklegt má þykja að hann missi af næstu tveimur leikjum KR, gegn Val í Laugardal og gegn FH í Kaplakrika. Besta deild karla KR KA Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Sjá meira
„Jóhann [Ingi Jónsson, dómari leiksins] tekur þessa ákvörðun og hann verður að lifa með henni, hann verður að geta horft í spegil í kvöld þegar hann fer að bursta tennurnar og verið sáttur við sjálfan sig,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, um ákvörðunina í samtali við Vísi eftir leikinn á sunnudag. Ógjörningur var að meta réttmæti ákvörðunarinnar út frá sjónvarpsútsendingu frá leiknum þar sem atvikið átti sér stað utan ramma myndatökumanns Stöðvar 2 Sport á vellinum. Atvikið náðist hins vegar á Spiideo-vél KA-manna á vellinum og var upptakan þaðan sýnd í Stúkunni í gærkvöld. Klippa: Sjáðu meintan olnboga Arons Sig og umræðuna í Stúkunni Bjarni Guðjónsson og Ólafur Kristjánsson voru sérfræðingar í fyrsta þætti sumarsins af Stúkunni í gærkvöld. Þeir virtust sammála um að Aron hefði mátt hanga inn á. Hann hafi átt að fá gult spjald eftir samskiptin við Andra Fannar Stefánsson, leikmann KA, sem lá óvígur eftir. Ljóst virðist að Aron hafi hæft andlit Andra Fannars er þeir börðust um stöðu. Spurningin er hvort hann hafi sett olnboga í andlit hans, sem er í öllum tilvikum rautt spjald, eða öxlina sem er á grárra svæði, ef marka má umræðuna í Stúkunni. „Mér finnst þetta ekki vera olnbogi,“ segir Ólafur Kristjánsson um atvikið. „Líklegast er þetta gult, veit það ekki. En ég er náttúrulega afburða slakur dómari.“ Þeir Bjarni virtust þá sammælast um að þeir Andri og Aron hefðu háð stöðubaráttu, sem eigi sér stað oft í leik út um allan völl. Þeir virtust ekki sjá ásetning um olnbogaskot úr atvikinu. Framkvæmdastjórinn ósáttur og fast skotið á Bjarna Ekki voru allir parsáttir við ályktanir Bjarna og Ólafs, allra síst stuðningsmenn KA. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, tjáði sig á samfélagsmiðlinum X, á meðan útsendingu Stúkunnar stóð í gærkvöld. Common ef þetta eru sérfræðingar þá má leggja niður stúkuna. 4 dómarinn er upp við þetta og að halda því að Andri hlaupi á Aron er bara djók— saevar petursson (@saevarp) April 7, 2025 „Common ef þetta eru sérfræðingar þá má leggja niður stúkuna. 4 dómarinn er upp við þetta og að halda því fram að Andri hlaupi á Aron er bara djók,“ sagði Sævar. Hann benti þá einnig á að Bjarni Guðjóns ætti son í KR-liðinu, en Jóhannes Kristinn Bjarnason er leikmaður KR og skoraði annað marka Vesturbæinga í leiknum. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, var allt annað en sáttur við umræður Bjarna og Ólafs.Vísir/Tryggvi Jón Kári Eldon, stuðningsmaður KR og reglulegur gestur Hjörvars Hafliðasonar í Doc Zone og Dr. Football, sagði við færslu Sævars: „Sammála um að vera ósammála! Alltaf gult en aldrei rautt! Áfram fótbolti!“ Pabbi 😀— saevar petursson (@saevarp) April 7, 2025 Sigurður Gísli Bond, annar reglulegur gestur Hjörvars, tók undir með Jóni: „Rosalega soft red card, hvernig vildiru að viðbrögðin væru eiginlega við þessu?“ Atvikið má sjá í spilaranum að ofan sem og umræðuna í Stúkunni. Í ljós kemur síðar dag hversu langt bann Aron mun fá vegna brots síns. Líklegt má þykja að hann missi af næstu tveimur leikjum KR, gegn Val í Laugardal og gegn FH í Kaplakrika.
Besta deild karla KR KA Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Sjá meira