„Ekki leika þennan leik“ Jakob Bjarnar skrifar 8. apríl 2025 13:47 Óvænt hefur Kristinn Hrafnsson nú skorað á stelpurnar í íslenska landsliðinu í handbolta að spila ekki við ísraelska liðið. vísir/samsett Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, hefur ritað opið bréf til landsliðskvenna í handbolta þar sem hann skorar á þær að leika ekki við ísraelska landsliðið. Kristinn segir að honum sé illa við að rita þetta bréf en samviska hans leyfi honum ekki annað. „Á morgun er áformað að þið leikið landsleik við fulltrúa þjóðarmorðingja í Ísrael sem hafa framið - og eru enn að fremja - versta ódæðisverk okkar daga. Þið eruð að fara að leika við konur sem hafa það á sinni samvisku að hafa tekið þátt í þjóðarmorði. Tugþúsundir saklausra borgara hafa verið myrtir, meirihlutinn eru konur og börn.“ Kristinn rekur að þar sem almenn herskylda sé í Ísrael liggi fyrir að konurnar sem þær íslensku munu mæta hafi skartað herbúningi Ísraelshers og bera þar með ábyrgð á miskunnarlausum ódæðisverkum á Gaza. „Þær sem mæta ykkur á vellinum hafa ef til vill ekki tekið beinan þátt í skefjalausu morðæði en þær eru hluti af þeirri vél. Farið heldur ekki í grafgötur með að Ísraelsher og þjóðarmorðsstjórnin líta svo á að þeirra landslið sé að vinna að réttlætingu þjóðarmorðsins. Þær mæta inn á völlinn með blóð barna á höndunum og þaðan mun það blóð berast til ykkar þegar boltinn fer á milli – ef þið leikið á móti þeim.“ Kristinn biður handboltakonurnar íslensku um að sleppa því að mæta í leikinn. Hann viti að þetta sé stór bón en þær eigi að líta á þetta sem tækifæri, möguleika á að senda kröftug skilboð til heimsins alls. „Þið fórnið ef til vill stórmóti en vinnið í staðinn titilinn að vera kyndilberar samvisku þjóðanna. Þið getið brotið ísinn í þessu óheyrilega meðvirknisástandi sem leyfir að ógeðsleg ódæðisverk séu framin án þess að nokkur hreyfi legg eða lið.“ Pistill Kristins er lengri en hann má lesa í meðfylgjandi tengli: Kristinn lýkur svo pistli sínum, hinu opna bréfi, á að skora á íslensku handboltakonurnar: „Samviska þjóðanna er núna að steyta á flæðiskeri vegna þjóðarmorðsins á Gaza. Vegna skefjalausra drápa í fordæmalausu morðæði. Verið hinar heppnu og gangið af velli. Áfram þið! Áfram Ísland! Ekki leika þennan leik.“ Handbolti Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Samfélagsmiðlar HSÍ Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira
Kristinn segir að honum sé illa við að rita þetta bréf en samviska hans leyfi honum ekki annað. „Á morgun er áformað að þið leikið landsleik við fulltrúa þjóðarmorðingja í Ísrael sem hafa framið - og eru enn að fremja - versta ódæðisverk okkar daga. Þið eruð að fara að leika við konur sem hafa það á sinni samvisku að hafa tekið þátt í þjóðarmorði. Tugþúsundir saklausra borgara hafa verið myrtir, meirihlutinn eru konur og börn.“ Kristinn rekur að þar sem almenn herskylda sé í Ísrael liggi fyrir að konurnar sem þær íslensku munu mæta hafi skartað herbúningi Ísraelshers og bera þar með ábyrgð á miskunnarlausum ódæðisverkum á Gaza. „Þær sem mæta ykkur á vellinum hafa ef til vill ekki tekið beinan þátt í skefjalausu morðæði en þær eru hluti af þeirri vél. Farið heldur ekki í grafgötur með að Ísraelsher og þjóðarmorðsstjórnin líta svo á að þeirra landslið sé að vinna að réttlætingu þjóðarmorðsins. Þær mæta inn á völlinn með blóð barna á höndunum og þaðan mun það blóð berast til ykkar þegar boltinn fer á milli – ef þið leikið á móti þeim.“ Kristinn biður handboltakonurnar íslensku um að sleppa því að mæta í leikinn. Hann viti að þetta sé stór bón en þær eigi að líta á þetta sem tækifæri, möguleika á að senda kröftug skilboð til heimsins alls. „Þið fórnið ef til vill stórmóti en vinnið í staðinn titilinn að vera kyndilberar samvisku þjóðanna. Þið getið brotið ísinn í þessu óheyrilega meðvirknisástandi sem leyfir að ógeðsleg ódæðisverk séu framin án þess að nokkur hreyfi legg eða lið.“ Pistill Kristins er lengri en hann má lesa í meðfylgjandi tengli: Kristinn lýkur svo pistli sínum, hinu opna bréfi, á að skora á íslensku handboltakonurnar: „Samviska þjóðanna er núna að steyta á flæðiskeri vegna þjóðarmorðsins á Gaza. Vegna skefjalausra drápa í fordæmalausu morðæði. Verið hinar heppnu og gangið af velli. Áfram þið! Áfram Ísland! Ekki leika þennan leik.“
Handbolti Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Samfélagsmiðlar HSÍ Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira