Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar 8. apríl 2025 14:00 Það er ekki skoðun heldur staðreynd að afli nær allra fisktegunda sem hafa verið settar inn í kvótastýringu og undir veiðistjórn Hafró, hefur minnkað til muna. Það á m.a. við um loðnu, þorsk og grásleppu. Það er rétt að staldra við ofangreinda staðreynd og velta því upp hvernig eigi að bregðast við. Nú í vor er grásleppuveiðum stýrt í fyrsta og vonandi síðasta sinn með kvótum og er það eins og við manninn mælt að „ráðgjöfin“ felur í sér að afli ársins verði tugum prósenta minni en hann var í fyrra. Bæði vegna 32 prósenta niðurskurðar á leyfilegum heildarafla og reglna sem hið nýja skipulag hefur í för með sér. Grásleppan var kvótasett í fyrra þrátt fyrir að fiskveiðiráðgjöfin varðandi veiðarnar hvíli á vægast sagt á veikum grunni. Það segir alla söguna að þótt Hafró hafi metið grásleppuna í sögulegu lágmarki aflast nú vel. Það er víðast landburður af grásleppu. Eftir því sem farið er nánar yfir þá aðferðafræði og forsendur sem liggja til grundvallar á stofnmati Hafró á lífmassa grásleppu dregst upp því skýrari mynd af því hversu fráleitt og órökstutt stofnmatið er. Það er ljóst af þeim rannsóknum sem liggja fyrir að dauði af völdum fiskveiða er stórlega ofmetinn og dauði hrygndrar grásleppu af öðrum orsökum en vegna veiða er stórlega vanmetinn. Ýmislegt bendir til að allt að 90 prósent drepist í kjölfar hrygningar. Það er einnig umhugsunarvert að vísindastofnun á sviði náttúrufræða skuli bera á borð ofurnákvæmar magntölur um ráðlagða veiði og áætlaða stofnstærð án þess að leggja til grundvallar aldur fiska, vöxt og hve mörg ár það tekur grásleppu og rauðmaga að verða kynþroska eða samkeppni grásleppu við aðrar tegundir um fæðu! Framangreindum spurningum er flestum ósvarað. Sjálf aðferðafræðin er afar umdeild ekki síst meðal veiðimanna grásleppu, þ.e. að byggja niðurstöður á því hvað veiðist af grásleppu í stofnmælingu botnfiska (togararallinu). Það er vægast sagt furðulegt að beita mælingum sem gerðar eru við botninn til að meta stofnstærð hrognkelsis sem heldur sig í yfirborði sjávar utan hrygningartímans. Það er að bætast við ný þekking á útbreiðslu grásleppu m.a. í makrílleiðöngrum sem rétt er að leggja við núverandi þekkingarbrunn áður en farið er að kvótasetja tegundina og takmarka útflutingstekjur þjóðarinnar til framtíðar. Fyrir Alþingi liggur frumvarp frá meirihluta atvinnuveganefndar um að afnema ómálefnalega kvótasetningu. Frumvarpið opnar á sveigjanlegri veiðistjórn byggða á traustari grunni. Almennt væri það til mikilla bóta að tryggja aðkomu skipstjóra að veiðiráðgjöfinni. Þannig fengist breiðari sýn á fiskveiðiráðgjöfina og hvernig megi úr henni bæta. Hvernig má það vera að t.d. djúpkarfi veiðist mun betur í almennum veiðum sem meðafli en í stofnmælingum? Höfundur er þ ingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Flokkur fólksins Sjávarútvegur Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Það er ekki skoðun heldur staðreynd að afli nær allra fisktegunda sem hafa verið settar inn í kvótastýringu og undir veiðistjórn Hafró, hefur minnkað til muna. Það á m.a. við um loðnu, þorsk og grásleppu. Það er rétt að staldra við ofangreinda staðreynd og velta því upp hvernig eigi að bregðast við. Nú í vor er grásleppuveiðum stýrt í fyrsta og vonandi síðasta sinn með kvótum og er það eins og við manninn mælt að „ráðgjöfin“ felur í sér að afli ársins verði tugum prósenta minni en hann var í fyrra. Bæði vegna 32 prósenta niðurskurðar á leyfilegum heildarafla og reglna sem hið nýja skipulag hefur í för með sér. Grásleppan var kvótasett í fyrra þrátt fyrir að fiskveiðiráðgjöfin varðandi veiðarnar hvíli á vægast sagt á veikum grunni. Það segir alla söguna að þótt Hafró hafi metið grásleppuna í sögulegu lágmarki aflast nú vel. Það er víðast landburður af grásleppu. Eftir því sem farið er nánar yfir þá aðferðafræði og forsendur sem liggja til grundvallar á stofnmati Hafró á lífmassa grásleppu dregst upp því skýrari mynd af því hversu fráleitt og órökstutt stofnmatið er. Það er ljóst af þeim rannsóknum sem liggja fyrir að dauði af völdum fiskveiða er stórlega ofmetinn og dauði hrygndrar grásleppu af öðrum orsökum en vegna veiða er stórlega vanmetinn. Ýmislegt bendir til að allt að 90 prósent drepist í kjölfar hrygningar. Það er einnig umhugsunarvert að vísindastofnun á sviði náttúrufræða skuli bera á borð ofurnákvæmar magntölur um ráðlagða veiði og áætlaða stofnstærð án þess að leggja til grundvallar aldur fiska, vöxt og hve mörg ár það tekur grásleppu og rauðmaga að verða kynþroska eða samkeppni grásleppu við aðrar tegundir um fæðu! Framangreindum spurningum er flestum ósvarað. Sjálf aðferðafræðin er afar umdeild ekki síst meðal veiðimanna grásleppu, þ.e. að byggja niðurstöður á því hvað veiðist af grásleppu í stofnmælingu botnfiska (togararallinu). Það er vægast sagt furðulegt að beita mælingum sem gerðar eru við botninn til að meta stofnstærð hrognkelsis sem heldur sig í yfirborði sjávar utan hrygningartímans. Það er að bætast við ný þekking á útbreiðslu grásleppu m.a. í makrílleiðöngrum sem rétt er að leggja við núverandi þekkingarbrunn áður en farið er að kvótasetja tegundina og takmarka útflutingstekjur þjóðarinnar til framtíðar. Fyrir Alþingi liggur frumvarp frá meirihluta atvinnuveganefndar um að afnema ómálefnalega kvótasetningu. Frumvarpið opnar á sveigjanlegri veiðistjórn byggða á traustari grunni. Almennt væri það til mikilla bóta að tryggja aðkomu skipstjóra að veiðiráðgjöfinni. Þannig fengist breiðari sýn á fiskveiðiráðgjöfina og hvernig megi úr henni bæta. Hvernig má það vera að t.d. djúpkarfi veiðist mun betur í almennum veiðum sem meðafli en í stofnmælingum? Höfundur er þ ingmaður Flokks fólksins.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun