Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Jakob Bjarnar skrifar 9. apríl 2025 10:42 María Heimisdóttir er landlæknir og hún telur það ekki þjóna forvörnum að sýna þættina í skólum landsins. vísir/samsett Landlæknir hefur sent tengiliðum og skólastjórum í heilsueflandi grunnskólum erindi þar sem lagst er gegn því að nemendum verði sérstaklega sýnd myndin eða þættirnir Adolescence. „Ofbeldismál barna hafa verið mikið í umræðunni í vetur og eðlilega leita skólar leiða til að fyrirbyggja slíkan vanda. Þegar áhyggjur af börnum og ungmennum koma upp í samfélaginu hefur stundum verið horft til dægurmenningar og lagt til að nemendur t.d. horfi á myndbönd, bíómyndir eða annað efni sem talið er eiga erindi við ungmenni og geti haft forvarnargildi.“ Sýndir í skólum á Bretlandi Þetta segir í bréfi sem Ingibjörg Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Heilsueflandi skóla, auk Sigrúnar Daníelsdóttur verkefnisstjóri geðræktar og Jenný Ingudóttir hafa sent skólastjórum og hvatt til að bréfinu verði dreift til kennara. Þar er vikið að Adolescence, sjónvarpsþáttaraðar á Netflix, sem hefur vakið mikla athygli bæði hérlendis og erlendis. „Í Bretlandi hefur t.d. borið við að þættirnir séu sýndir í skólum í nafni forvarna. Af því tilefni sendu samtök á sviði ofbeldisforvarna þar í landi frá sér yfirlýsingu þar sem varað er við slíkri nálgun.“ Á Bretlandi stendur til að sýna þessa þætti sérstaklega í öllum grunnskólum en landlæknir telur það ekki til fagnaðar. Í bréfinu kemur fram að embætti landlæknis telji þvert á móti ástæðu til að vara sérstaklega við því að þessir þættir eða annað sambærilegt efni, sé sýnt í forvarnarskyni í skólum. Telst ekki gagnleg forvörn Slíkt efni telst ekki gagnleg forvörn og varhugarvert að taka slíkt til sýningar í skólum meðal annars af eftirfarandi ástæðum: Ekki er um gagnreynda nálgun að ræða og engar kennsluleiðbeiningar fylgja með sýningu slíks efnis. Kennarar eru oft ekki í stakk búnir né hafa þau bjargráð sem þeir þurfa til að takast á við viðbrögð sem geta komið hjá nemendum. Siðferðilega er ekki rétt að útsetja börn fyrir sjónvarpsefni sem er jafnvel bannað fyrir þeirra aldur og þau hafa ekki þroska til að vinna úr upplýsingunum. Ótti, skömm og sjokk mun ekki breyta hegðun fólks. Rannsóknir hafa endurtekið sýnt að slíkar aðferðir eru ekki gagnlegar og geta valdið skaða. Að útsetja börn fyrir sjokkerandi myndefni samræmist ekki áfallamiðaðri nálgun í skólastarfi. Slíkar sýningar geta endurvakið áfallaviðbrögð eða kallað fram truflun í skólastofunni þar sem nemendur t.d. grípa til varnarviðbragða með því að hlæja, gera lítið úr eða hunsa það sem á sér stað á skjánum. Myndefnið getur aukið eða stuðlað að innrætingu á öfgaskoðunum í stað þess að koma í veg fyrir þær. Forvarnir er ekki hægt að vinna með inngripi í eitt skipti. Fjárfesta þarf í vel rannsökuðum langtímaaðgerðum sem tryggja bæði réttindi og öryggi barna. Í bréfinu kemur jafnframt fram að fyrr í vetur hafi embætti landlæknis sent stjórnendum skóla og félagsmiðstöðva bréf þar sem hvatt var til þess að horft yrði til gagnsemi tiltekinna aðferða áður en gripið væri til aðgerða á sviði ofbeldisforvarna. Voru stjórnendur m.a. hvattir til að kynna sér staðreyndablað um forvarnir. Til heilsueflandi grunnskóla teljast langflestir grunnskólar landsins. Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Skóla- og menntamál Bíó og sjónvarp Grunnskólar Embætti landlæknis Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
„Ofbeldismál barna hafa verið mikið í umræðunni í vetur og eðlilega leita skólar leiða til að fyrirbyggja slíkan vanda. Þegar áhyggjur af börnum og ungmennum koma upp í samfélaginu hefur stundum verið horft til dægurmenningar og lagt til að nemendur t.d. horfi á myndbönd, bíómyndir eða annað efni sem talið er eiga erindi við ungmenni og geti haft forvarnargildi.“ Sýndir í skólum á Bretlandi Þetta segir í bréfi sem Ingibjörg Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Heilsueflandi skóla, auk Sigrúnar Daníelsdóttur verkefnisstjóri geðræktar og Jenný Ingudóttir hafa sent skólastjórum og hvatt til að bréfinu verði dreift til kennara. Þar er vikið að Adolescence, sjónvarpsþáttaraðar á Netflix, sem hefur vakið mikla athygli bæði hérlendis og erlendis. „Í Bretlandi hefur t.d. borið við að þættirnir séu sýndir í skólum í nafni forvarna. Af því tilefni sendu samtök á sviði ofbeldisforvarna þar í landi frá sér yfirlýsingu þar sem varað er við slíkri nálgun.“ Á Bretlandi stendur til að sýna þessa þætti sérstaklega í öllum grunnskólum en landlæknir telur það ekki til fagnaðar. Í bréfinu kemur fram að embætti landlæknis telji þvert á móti ástæðu til að vara sérstaklega við því að þessir þættir eða annað sambærilegt efni, sé sýnt í forvarnarskyni í skólum. Telst ekki gagnleg forvörn Slíkt efni telst ekki gagnleg forvörn og varhugarvert að taka slíkt til sýningar í skólum meðal annars af eftirfarandi ástæðum: Ekki er um gagnreynda nálgun að ræða og engar kennsluleiðbeiningar fylgja með sýningu slíks efnis. Kennarar eru oft ekki í stakk búnir né hafa þau bjargráð sem þeir þurfa til að takast á við viðbrögð sem geta komið hjá nemendum. Siðferðilega er ekki rétt að útsetja börn fyrir sjónvarpsefni sem er jafnvel bannað fyrir þeirra aldur og þau hafa ekki þroska til að vinna úr upplýsingunum. Ótti, skömm og sjokk mun ekki breyta hegðun fólks. Rannsóknir hafa endurtekið sýnt að slíkar aðferðir eru ekki gagnlegar og geta valdið skaða. Að útsetja börn fyrir sjokkerandi myndefni samræmist ekki áfallamiðaðri nálgun í skólastarfi. Slíkar sýningar geta endurvakið áfallaviðbrögð eða kallað fram truflun í skólastofunni þar sem nemendur t.d. grípa til varnarviðbragða með því að hlæja, gera lítið úr eða hunsa það sem á sér stað á skjánum. Myndefnið getur aukið eða stuðlað að innrætingu á öfgaskoðunum í stað þess að koma í veg fyrir þær. Forvarnir er ekki hægt að vinna með inngripi í eitt skipti. Fjárfesta þarf í vel rannsökuðum langtímaaðgerðum sem tryggja bæði réttindi og öryggi barna. Í bréfinu kemur jafnframt fram að fyrr í vetur hafi embætti landlæknis sent stjórnendum skóla og félagsmiðstöðva bréf þar sem hvatt var til þess að horft yrði til gagnsemi tiltekinna aðferða áður en gripið væri til aðgerða á sviði ofbeldisforvarna. Voru stjórnendur m.a. hvattir til að kynna sér staðreyndablað um forvarnir. Til heilsueflandi grunnskóla teljast langflestir grunnskólar landsins.
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Skóla- og menntamál Bíó og sjónvarp Grunnskólar Embætti landlæknis Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira