Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Jakob Bjarnar skrifar 9. apríl 2025 12:56 Sólveig Anna segir framkomu borgarstarfsmannsins hafa verið til háborinnar skammar og viðstaddir hafi upplifað mikla vanvirðu; Þau skilja ekki hversvegna ekki voru túlkar viðstaddir á fundinum. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í Facebook-færslu, að fulltrúi borgarinnar hafi á fundi vegna mygluvandamála í leiksskóla, harðneitað að túlkað yrði fyrir þá sem ekki skildu íslensku. Sólveig Anna segir um að ræða sanna sögu úr borginni en hún lætur ekki fylgja með um hvaða leiksskóla var að ræða né heldur nefnir hún fulltrúa borgarinnar sem var svona harður á meiningunni. Því hafnað alfarið að túlkað yrði „Í gær var haldinn fundur vegna mygluvandamála í leikskóla einum. Á fundinum voru stjórnendur, foreldrar, starfsfólk og í það minnsta tveir fulltrúar frá Reykjavíkurborg. Fólk spurði ýmissa spurninga og almennt var upplifunin sú að fulltrúar borgarinnar væru ekki nægilega vel undirbúnir.“ Sólveig Anna segir að á fundinum hafi verið bæði foreldrar og starfsmenn af erlendum uppruna. Einhver þeirra spurðu spurninga á ensku en sá fulltrúi borgarinnar sem sat fyrir svörum tilkynnti þá að fundurinn færi eingöngu fram á íslensku. „Þegar að fundargestir sögðust vera tilbúnir til að túlka var því hafnað af fulltrúa borgarinnar. Að þessum samskiptum loknum hunsaði hann allar spurningar sem að settar voru fram á ensku.“ Framkoma til háborinnar skammar Sólveig segir að sér hafi verið sagt frá þessu af trúnaðarmanni Eflingar á umræddum leikskóla, sem var ásamt starfsfólki afar brugðið vegna þessarar framkomu. „Þau upplifðu mikla vanvirðingu. Þau skilja ekki hversvegna ekki voru túlkar viðstaddir á fundinum.“ Sólveig segir framkomuna til háborinnar skammar, leiksskólar í Reykjavík séu fjölþjóðlegir. Þar starfi fólk með fjölbreyttan uppruna og þar dvelja börn alls staðar að úr heiminum. „Það er einfaldlega skylda starfsmanna að viðurkenna þessa staðreynd og vinna með fólki, hvort sem það talar íslensku eða ekki. Virðing og vinskapur gagnvart öllu starfsfólki og öllum foreldrum verður að vera til staðar. Annað gengur ekki.“ Reykjavík Leikskólar Innflytjendamál Mygla Skóla- og menntamál Íslensk tunga Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Sólveig Anna segir um að ræða sanna sögu úr borginni en hún lætur ekki fylgja með um hvaða leiksskóla var að ræða né heldur nefnir hún fulltrúa borgarinnar sem var svona harður á meiningunni. Því hafnað alfarið að túlkað yrði „Í gær var haldinn fundur vegna mygluvandamála í leikskóla einum. Á fundinum voru stjórnendur, foreldrar, starfsfólk og í það minnsta tveir fulltrúar frá Reykjavíkurborg. Fólk spurði ýmissa spurninga og almennt var upplifunin sú að fulltrúar borgarinnar væru ekki nægilega vel undirbúnir.“ Sólveig Anna segir að á fundinum hafi verið bæði foreldrar og starfsmenn af erlendum uppruna. Einhver þeirra spurðu spurninga á ensku en sá fulltrúi borgarinnar sem sat fyrir svörum tilkynnti þá að fundurinn færi eingöngu fram á íslensku. „Þegar að fundargestir sögðust vera tilbúnir til að túlka var því hafnað af fulltrúa borgarinnar. Að þessum samskiptum loknum hunsaði hann allar spurningar sem að settar voru fram á ensku.“ Framkoma til háborinnar skammar Sólveig segir að sér hafi verið sagt frá þessu af trúnaðarmanni Eflingar á umræddum leikskóla, sem var ásamt starfsfólki afar brugðið vegna þessarar framkomu. „Þau upplifðu mikla vanvirðingu. Þau skilja ekki hversvegna ekki voru túlkar viðstaddir á fundinum.“ Sólveig segir framkomuna til háborinnar skammar, leiksskólar í Reykjavík séu fjölþjóðlegir. Þar starfi fólk með fjölbreyttan uppruna og þar dvelja börn alls staðar að úr heiminum. „Það er einfaldlega skylda starfsmanna að viðurkenna þessa staðreynd og vinna með fólki, hvort sem það talar íslensku eða ekki. Virðing og vinskapur gagnvart öllu starfsfólki og öllum foreldrum verður að vera til staðar. Annað gengur ekki.“
Reykjavík Leikskólar Innflytjendamál Mygla Skóla- og menntamál Íslensk tunga Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira