„Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. apríl 2025 22:04 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir ríkisstjórnina hafa vaðið yfir stjórnarandstöðuna í nefndum. Fyrsta umræða sé því fyrsta tækifæri andstöðunnar til að koma sínum athugasemdum að. Stöð 2 Ríkisstjórnin segir stjórnarandstöðuna standa fyrir málþófi til að hindra að þingmál komist til nefnda fyrir páska. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir ríkisstjórnina hafa vaðið yfir þingið í nefndum Gert er ráð fyrir að þingfundur standi yfir langt fram eftir kvöldi en þingflokksformenn ræddu sín á milli í dag vegna stöðunnar. Í gærkvöldi var fundað langt fram á kvöld og voru langar umræður um lítt umdeild mál. Elín Margrét Böðvarsdóttir fréttamaður var stödd niðri á þingi í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræddi þar við Sigurjón Þórðarson, þingmann Flokks fólksins og formann atvinnuveganefndar, og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir, þingmann Sjálfstæðisflokks. Sigurjón, er þetta málþóf? „Jú, jú, þetta er málþóf,“ sagði Sigurjón. Sigurjón segir mikilvægt fyrir ásýnd þingsins að stjórn og stjórnarandstaða nái saman. „Þegar það er verið að ræða tímunum saman, fimm tíma, um Grindavíkurmál sem allir eru sammála um að greiða í gegnum þingið og hefur verið samstaða fram á þennan dag að setja í forgang þá er það málþóf.“ „En vissulega vonar maður að það sé hægt að ná samkomulagi við stjórnarandstöðuna því það skiptir verulega miklu máli fyrir ásýnd þingsins að við lendum þessu í góðu samkomulagi og förum þá glöð inn í páskafríið. Þetta snýst einfaldlega líka um það að samfélagið fái þessi mál sem eru hér á dagskrá inn til umsagnar þannig við getum hafið vinnuna á krafti á ný inni í nefndnunum,“ sagði hann. Áslaug, hver er tilgangurinn? Er verið að reyna að tefja? „Ég held að ríkisstjórnin hafi ekki kynnst málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf. Hér er um að ræða stór og mikilvæg mál í fyrstu umræðu þingsins, hvort sem það er fjármálaáætlun eða stefnan í síðustu viku, mennta- og orkumál og málefni Grindvíkinga,“ sagði Áslaug Arna. Áslaug Arna telur ríkisstjórnina vaða yfir þingið með framkomu sinni í nefndum. „Það hefur verið þannig að þessi ríkisstjórn hefur vaðið svolítið yfir löggjafarþingið, að okkar mati, í allri vinnu í nefndunum. Bannað gestakomur og umræður um breytingar á frumvörpum.“ „Þannig að fyrsta umræðan er eiginlega okkar tækifæri til að koma okkar athugasemdum á framfæri til að eiga von um það að löggjafarþingið vinni hér faglega úr þeim málum. Enda er Alþingi ekki stimpilpúði ráðherranna,“ sagði hún. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Líkamsárás við skemmtistað Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Sjá meira
Gert er ráð fyrir að þingfundur standi yfir langt fram eftir kvöldi en þingflokksformenn ræddu sín á milli í dag vegna stöðunnar. Í gærkvöldi var fundað langt fram á kvöld og voru langar umræður um lítt umdeild mál. Elín Margrét Böðvarsdóttir fréttamaður var stödd niðri á þingi í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræddi þar við Sigurjón Þórðarson, þingmann Flokks fólksins og formann atvinnuveganefndar, og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir, þingmann Sjálfstæðisflokks. Sigurjón, er þetta málþóf? „Jú, jú, þetta er málþóf,“ sagði Sigurjón. Sigurjón segir mikilvægt fyrir ásýnd þingsins að stjórn og stjórnarandstaða nái saman. „Þegar það er verið að ræða tímunum saman, fimm tíma, um Grindavíkurmál sem allir eru sammála um að greiða í gegnum þingið og hefur verið samstaða fram á þennan dag að setja í forgang þá er það málþóf.“ „En vissulega vonar maður að það sé hægt að ná samkomulagi við stjórnarandstöðuna því það skiptir verulega miklu máli fyrir ásýnd þingsins að við lendum þessu í góðu samkomulagi og förum þá glöð inn í páskafríið. Þetta snýst einfaldlega líka um það að samfélagið fái þessi mál sem eru hér á dagskrá inn til umsagnar þannig við getum hafið vinnuna á krafti á ný inni í nefndnunum,“ sagði hann. Áslaug, hver er tilgangurinn? Er verið að reyna að tefja? „Ég held að ríkisstjórnin hafi ekki kynnst málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf. Hér er um að ræða stór og mikilvæg mál í fyrstu umræðu þingsins, hvort sem það er fjármálaáætlun eða stefnan í síðustu viku, mennta- og orkumál og málefni Grindvíkinga,“ sagði Áslaug Arna. Áslaug Arna telur ríkisstjórnina vaða yfir þingið með framkomu sinni í nefndum. „Það hefur verið þannig að þessi ríkisstjórn hefur vaðið svolítið yfir löggjafarþingið, að okkar mati, í allri vinnu í nefndunum. Bannað gestakomur og umræður um breytingar á frumvörpum.“ „Þannig að fyrsta umræðan er eiginlega okkar tækifæri til að koma okkar athugasemdum á framfæri til að eiga von um það að löggjafarþingið vinni hér faglega úr þeim málum. Enda er Alþingi ekki stimpilpúði ráðherranna,“ sagði hún.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Líkamsárás við skemmtistað Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Sjá meira