Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Val 2. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild kvenna með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með tveimur leikjum í dag, þriðjudaginn 15. apríl. Íþróttadeild spáir Val 2. sæti Bestu deildarinnar í sumar og liðið lendi þar með á sama stað og á síðasta tímabili. Valur varð Íslandsmeistari þrjú ár í röð (2021-23) og gat unnið fjórða titilinn í röð í fyrra. Liðið varð bikarmeistari eftir sigur á Breiðabliki en Íslandsmeistaratitilinn gekk Valskonum úr greipum eftir markalaust jafntefli við Blika í úrslitaleik í lokaumferð Bestu deildarinnar. Valskonur fagna bikarmeistaratitlinum.vísir/anton Eftir tímabilið hætti Pétur Pétursson sem þjálfari Vals. Hann stýrði liðinu í sjö ár og á þeim tíma varð það fjórum sinnum Íslandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari. Líklegt byrjunarlið Vals (4-3-3): Tinna Brá Magnúsdóttir Elísa Viðarsdóttir - Lillý Rut Hlynsdóttir - Natasha Moraa Anasi - Anna Rakel Pétursdóttir Jasmín Erla Ingadóttir - Berglind Rós Ágústsdóttir - Kolbrá Una Kristinsdóttir Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir - Jordyn Rhodes - Fanndís Friðriksdóttir Við starfi Péturs tóku Kristján Guðmundsson og Matthías Guðmundsson. Kristján er þrautreyndur þjálfari og stýrði meðal annars karlaliði Vals tímabilin 2011 og 2012. Matthías er svo fyrrverandi leikmaður Vals og var í þjálfarateymi kvennaliðsins áður en hann tók við Gróttu fyrir síðasta tímabil. Hann var hársbreidd frá því að koma Seltirningum upp í Bestu deildina og landaði svo þjálfarastarfinu hjá gamla félaginu sínu. Komnar: Jordyn Rhodes frá Tindastóli Tinna Brá Magnúsdóttir frá Fylki Hrafnhildur Salka Pálmadóttir frá Stjörnunni Eva Stefánsdóttir frá Fram (var á láni) Bryndís Eiríksdóttir frá Þór/KA (var á láni) Elín Metta Jensen frá Þrótti Arnfríður Auður Arnarsdóttir frá Gróttu Snæfríður Eva Eiríksdóttir frá Aftureldingu (var á láni) Kolbrá Una Kristinsdóttir frá Gróttu (var á láni) Sóley Edda Ingadóttir frá Stjörnunni Ágústa María Valtýsdóttir frá ÍBV (var á láni) Björk Björnsdóttir frá Víkingi R. Esther Júlía Gústavsdóttir frá Keflavík (var á láni hjá ÍR) Valgerður Gríma Sigurjónsdóttir frá KR (var á láni) Farnar: Berglind Björg Þorvaldsdóttir til Breiðabliks Fanney Inga Birkisdóttir til Häcken (Svíþjóð) Ísabella Sara Tryggvadóttir til Rosengård (Svíþjóð) Málfríður Anna Eiríksdóttir til B93 (Danmörku) Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir til Víkings R. Katie Cousins til Þróttar Hailey Whitaker til Kanada Eins og síðustu ár hafa orðið talsverðar breytingar á leikmannahópi Vals. Liðið hefur misst sterka pósta og virðist standa eftir í mínus eftir félagaskiptagluggann. Valur seldi tvo bestu ungu leikmenn sína, Fanneyju Ingu Birkisdóttur og Ísabellu Söru Tryggvadóttur, til Svíþjóðar. Katie Cousins fór aftur í Þrótt og Berglind Björg Þorvaldsdóttir sneri aftur til Breiðabliks. Auk þeirra eru Málfríður Anna Eiríksdóttir, Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir og Haily Whitaker horfnar á braut. Þetta er enginn smá missir. Til að fylla þessi skörð hefur Valur fengið nokkra leikmenn auk þess sem margar sem voru annars staðar á láni í fyrra eru komnar aftur á Hlíðarenda. Koma verður í ljós hverjar þeirra munu hjálpa Val í sumar. Tinna Brá Magnúsdóttir kom frá Fylki og ver mark Vals í stað Fanneyjar. Jordyn Rhodes, sem var einn markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar í fyrra, kom frá Tindastóli. Þá er Elín Metta Jensen komin með félagaskipti aftur í Val en hún lék ekkert í fyrra vegna barneigna. Hvað segir sérfræðingurinn? „Valskonur mæta til leiks í hefndarhug, staðráðnar í að endurheimta Íslandsmeistaratitilinn sem þær voru hársbreidd frá í fyrra,“ segir Mist Rúnarsdóttir sem er sérfræðingur Bestu markanna eins og síðustu ár. „Stóru fréttirnar af Valsliðinu eru þjálfaraskiptin. Pétur Pétursson steig frá borði í haust og þeir Kristján Guðmundsson og Matthías Guðmundsson tóku við. Báðir eru þeir mjög færir þjálfarar og verður áhugavert að fylgjast með þeirra samvinnu og hvaða áherslur þeir koma með.“ View this post on Instagram A post shared by Valur Fótbolti (@valurfotbolti) „Það hafa orðið töluverðar breytingar á leikmannahópi liðsins en gríðarlega öflugur kjarninn er á sínum stað og í liðinu er heilmikil reynsla og sigurhefð. Markvörðurinn öflugi, Tinna Brá Magnúsdóttir, kemur inn í reynslumikla öftustu línu og stormsenterinn Jordyn Rhodes var sótt á Krókinn. Hún skoraði tólf mörk fyrir Stólana í fyrra og það verður áhugavert að sjá hvað hún getur gert fyrir Valsliðið.“ „Það eru ótrúleg gæði og breidd á Hlíðarenda og Valskonur settu tóninn með því að vinna sína helstu samkeppnisaðila í Meistarakeppninni á föstudag. Gott veganesti inn í Íslandsmótið þar sem þær ætla sér að bæta upp fyrir vonbrigðin á lokasprettinum í fyrra.“ Landsliðskonan Natasha Moraa Anasi gekk í raðir Vals frá Brann um mitt síðasta sumar.vísir/diego Lykilmenn Natasha Moraa Anasi, 33 ára miðvörður Berglind Rós Ágústsdóttir, 29 ára miðjumaður Fanndís Friðriksdóttir, 34 kantmaður Fylgist með Hin stórefnilega Arnfríður Auður Arnardóttir fylgdi Matthíasi frá Gróttu. Á síðasta tímabili skoraði hún níu mörk í átján leikjum í Lengjudeildinni en þrátt fyrir að vera aðeins nýorðin sautján ára hefur Arnfríður leikið fjörutíu deildarleiki í meistaraflokki og skorað tuttugu mörk. Hún gæti sprungið út hjá Val í sumar. Í besta/versta falli Valur hefur verið í tveimur af efstu sætum efstu deildar undanfarin sex ár og það breytist varla í sumar. Breiðablik virðist vera með sterkasta liðið mínútu í mót en ef einhver getur komið í veg fyrir að Kópavogsliðið verji titilinn er það Valur. Besta deild kvenna Valur Tengdar fréttir Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 3. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 14. apríl 2025 11:01 Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Þrótti 4. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 14. apríl 2025 10:00 Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Þór/KA 5. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 11. apríl 2025 11:02 Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 6. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 11. apríl 2025 10:02 Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 7. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 10. apríl 2025 11:01 Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Tindastól 8. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 10. apríl 2025 10:01 Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FHL 9. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 9. apríl 2025 11:02 Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 10. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 9. apríl 2025 10:02 Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í 4-liða úrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild kvenna með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með tveimur leikjum í dag, þriðjudaginn 15. apríl. Íþróttadeild spáir Val 2. sæti Bestu deildarinnar í sumar og liðið lendi þar með á sama stað og á síðasta tímabili. Valur varð Íslandsmeistari þrjú ár í röð (2021-23) og gat unnið fjórða titilinn í röð í fyrra. Liðið varð bikarmeistari eftir sigur á Breiðabliki en Íslandsmeistaratitilinn gekk Valskonum úr greipum eftir markalaust jafntefli við Blika í úrslitaleik í lokaumferð Bestu deildarinnar. Valskonur fagna bikarmeistaratitlinum.vísir/anton Eftir tímabilið hætti Pétur Pétursson sem þjálfari Vals. Hann stýrði liðinu í sjö ár og á þeim tíma varð það fjórum sinnum Íslandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari. Líklegt byrjunarlið Vals (4-3-3): Tinna Brá Magnúsdóttir Elísa Viðarsdóttir - Lillý Rut Hlynsdóttir - Natasha Moraa Anasi - Anna Rakel Pétursdóttir Jasmín Erla Ingadóttir - Berglind Rós Ágústsdóttir - Kolbrá Una Kristinsdóttir Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir - Jordyn Rhodes - Fanndís Friðriksdóttir Við starfi Péturs tóku Kristján Guðmundsson og Matthías Guðmundsson. Kristján er þrautreyndur þjálfari og stýrði meðal annars karlaliði Vals tímabilin 2011 og 2012. Matthías er svo fyrrverandi leikmaður Vals og var í þjálfarateymi kvennaliðsins áður en hann tók við Gróttu fyrir síðasta tímabil. Hann var hársbreidd frá því að koma Seltirningum upp í Bestu deildina og landaði svo þjálfarastarfinu hjá gamla félaginu sínu. Komnar: Jordyn Rhodes frá Tindastóli Tinna Brá Magnúsdóttir frá Fylki Hrafnhildur Salka Pálmadóttir frá Stjörnunni Eva Stefánsdóttir frá Fram (var á láni) Bryndís Eiríksdóttir frá Þór/KA (var á láni) Elín Metta Jensen frá Þrótti Arnfríður Auður Arnarsdóttir frá Gróttu Snæfríður Eva Eiríksdóttir frá Aftureldingu (var á láni) Kolbrá Una Kristinsdóttir frá Gróttu (var á láni) Sóley Edda Ingadóttir frá Stjörnunni Ágústa María Valtýsdóttir frá ÍBV (var á láni) Björk Björnsdóttir frá Víkingi R. Esther Júlía Gústavsdóttir frá Keflavík (var á láni hjá ÍR) Valgerður Gríma Sigurjónsdóttir frá KR (var á láni) Farnar: Berglind Björg Þorvaldsdóttir til Breiðabliks Fanney Inga Birkisdóttir til Häcken (Svíþjóð) Ísabella Sara Tryggvadóttir til Rosengård (Svíþjóð) Málfríður Anna Eiríksdóttir til B93 (Danmörku) Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir til Víkings R. Katie Cousins til Þróttar Hailey Whitaker til Kanada Eins og síðustu ár hafa orðið talsverðar breytingar á leikmannahópi Vals. Liðið hefur misst sterka pósta og virðist standa eftir í mínus eftir félagaskiptagluggann. Valur seldi tvo bestu ungu leikmenn sína, Fanneyju Ingu Birkisdóttur og Ísabellu Söru Tryggvadóttur, til Svíþjóðar. Katie Cousins fór aftur í Þrótt og Berglind Björg Þorvaldsdóttir sneri aftur til Breiðabliks. Auk þeirra eru Málfríður Anna Eiríksdóttir, Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir og Haily Whitaker horfnar á braut. Þetta er enginn smá missir. Til að fylla þessi skörð hefur Valur fengið nokkra leikmenn auk þess sem margar sem voru annars staðar á láni í fyrra eru komnar aftur á Hlíðarenda. Koma verður í ljós hverjar þeirra munu hjálpa Val í sumar. Tinna Brá Magnúsdóttir kom frá Fylki og ver mark Vals í stað Fanneyjar. Jordyn Rhodes, sem var einn markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar í fyrra, kom frá Tindastóli. Þá er Elín Metta Jensen komin með félagaskipti aftur í Val en hún lék ekkert í fyrra vegna barneigna. Hvað segir sérfræðingurinn? „Valskonur mæta til leiks í hefndarhug, staðráðnar í að endurheimta Íslandsmeistaratitilinn sem þær voru hársbreidd frá í fyrra,“ segir Mist Rúnarsdóttir sem er sérfræðingur Bestu markanna eins og síðustu ár. „Stóru fréttirnar af Valsliðinu eru þjálfaraskiptin. Pétur Pétursson steig frá borði í haust og þeir Kristján Guðmundsson og Matthías Guðmundsson tóku við. Báðir eru þeir mjög færir þjálfarar og verður áhugavert að fylgjast með þeirra samvinnu og hvaða áherslur þeir koma með.“ View this post on Instagram A post shared by Valur Fótbolti (@valurfotbolti) „Það hafa orðið töluverðar breytingar á leikmannahópi liðsins en gríðarlega öflugur kjarninn er á sínum stað og í liðinu er heilmikil reynsla og sigurhefð. Markvörðurinn öflugi, Tinna Brá Magnúsdóttir, kemur inn í reynslumikla öftustu línu og stormsenterinn Jordyn Rhodes var sótt á Krókinn. Hún skoraði tólf mörk fyrir Stólana í fyrra og það verður áhugavert að sjá hvað hún getur gert fyrir Valsliðið.“ „Það eru ótrúleg gæði og breidd á Hlíðarenda og Valskonur settu tóninn með því að vinna sína helstu samkeppnisaðila í Meistarakeppninni á föstudag. Gott veganesti inn í Íslandsmótið þar sem þær ætla sér að bæta upp fyrir vonbrigðin á lokasprettinum í fyrra.“ Landsliðskonan Natasha Moraa Anasi gekk í raðir Vals frá Brann um mitt síðasta sumar.vísir/diego Lykilmenn Natasha Moraa Anasi, 33 ára miðvörður Berglind Rós Ágústsdóttir, 29 ára miðjumaður Fanndís Friðriksdóttir, 34 kantmaður Fylgist með Hin stórefnilega Arnfríður Auður Arnardóttir fylgdi Matthíasi frá Gróttu. Á síðasta tímabili skoraði hún níu mörk í átján leikjum í Lengjudeildinni en þrátt fyrir að vera aðeins nýorðin sautján ára hefur Arnfríður leikið fjörutíu deildarleiki í meistaraflokki og skorað tuttugu mörk. Hún gæti sprungið út hjá Val í sumar. Í besta/versta falli Valur hefur verið í tveimur af efstu sætum efstu deildar undanfarin sex ár og það breytist varla í sumar. Breiðablik virðist vera með sterkasta liðið mínútu í mót en ef einhver getur komið í veg fyrir að Kópavogsliðið verji titilinn er það Valur.
Líklegt byrjunarlið Vals (4-3-3): Tinna Brá Magnúsdóttir Elísa Viðarsdóttir - Lillý Rut Hlynsdóttir - Natasha Moraa Anasi - Anna Rakel Pétursdóttir Jasmín Erla Ingadóttir - Berglind Rós Ágústsdóttir - Kolbrá Una Kristinsdóttir Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir - Jordyn Rhodes - Fanndís Friðriksdóttir
Komnar: Jordyn Rhodes frá Tindastóli Tinna Brá Magnúsdóttir frá Fylki Hrafnhildur Salka Pálmadóttir frá Stjörnunni Eva Stefánsdóttir frá Fram (var á láni) Bryndís Eiríksdóttir frá Þór/KA (var á láni) Elín Metta Jensen frá Þrótti Arnfríður Auður Arnarsdóttir frá Gróttu Snæfríður Eva Eiríksdóttir frá Aftureldingu (var á láni) Kolbrá Una Kristinsdóttir frá Gróttu (var á láni) Sóley Edda Ingadóttir frá Stjörnunni Ágústa María Valtýsdóttir frá ÍBV (var á láni) Björk Björnsdóttir frá Víkingi R. Esther Júlía Gústavsdóttir frá Keflavík (var á láni hjá ÍR) Valgerður Gríma Sigurjónsdóttir frá KR (var á láni) Farnar: Berglind Björg Þorvaldsdóttir til Breiðabliks Fanney Inga Birkisdóttir til Häcken (Svíþjóð) Ísabella Sara Tryggvadóttir til Rosengård (Svíþjóð) Málfríður Anna Eiríksdóttir til B93 (Danmörku) Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir til Víkings R. Katie Cousins til Þróttar Hailey Whitaker til Kanada
Lykilmenn Natasha Moraa Anasi, 33 ára miðvörður Berglind Rós Ágústsdóttir, 29 ára miðjumaður Fanndís Friðriksdóttir, 34 kantmaður
Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 3. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 14. apríl 2025 11:01
Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Þrótti 4. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 14. apríl 2025 10:00
Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Þór/KA 5. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 11. apríl 2025 11:02
Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 6. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 11. apríl 2025 10:02
Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 7. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 10. apríl 2025 11:01
Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Tindastól 8. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 10. apríl 2025 10:01
Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FHL 9. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 9. apríl 2025 11:02
Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 10. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 9. apríl 2025 10:02