Íslenski boltinn

Elín Metta má spila með Val

Sindri Sverrisson skrifar
Elín Metta Jensen getur nú spilað í Valsbúningnum á nýjan leik, eftir að hafa fengið félagaskipti á vef KSÍ.
Elín Metta Jensen getur nú spilað í Valsbúningnum á nýjan leik, eftir að hafa fengið félagaskipti á vef KSÍ. Vísir/Vilhelm

Knattspyrnukonan Elín Metta Jensen er komin með leikheimild hjá Val og búin að skrifa undir samning við félagið sem gildir til næstu tveggja ára.

Elín Metta, sem er þrítug, er uppalin Valskona og á að baki 183 leiki fyrir Val í efstu deild. Í þeim skoraði hún 132 mörk.

Hún spilaði síðast með Val árið 2022 og skoraði sjö mörk þegar liðið varð Íslands- og bikarmeistari það ár. Eftir þá leiktíð tilkynnti Elín að hún væri hætt í fótbolta en hún lék þó nokkra leiki með Þrótti haustið 2023. Hún eignaðist svo sitt fyrsta barn 14. nóvember síðastliðinn en hefur undanfarið æft með Val og nú samið við félagið.

Elín Metta, sem skorað hefur 16 mörk í 62 A-landsleikjum, er því með leikheimild fyrir leikinn annað kvöld þegar Valur mætir Breiðabliki í Meistarakeppni KSÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×