Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 10. apríl 2025 19:00 Sérsveitin á vettvangi. Mynd úr safni. vísir/vilhelm Hætta á hryðjuverkum hér á landi hefur aukist lítillega frá fyrra ári samkvæmt greiningardeild ríkislögreglustjóra. Innræting hægri öfgahyggju á netinu sé áhyggjuefni og lögreglan hefur vitneskju um að íslensk ungmenni séu virk inn á síðum þar sem hvatt er til hryðjuverka. Greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur gefið út nýja skýrslu um hryðjuverkaógn á Íslandi. Hættumat helst óbreytt frá síðasta ári þar sem talin er aukin hætta á hryðjuverkaógn, en þó segir að ógnin hafi aukist lítillega. Þar segir að helsta ógnin stafi frá ofbeldissinnuðum einstaklingum sem sæki hvatningu í áróður hægri öfga. Sérstakt áhyggjuefni sé innræting hægri öfgahyggju á netinu. Lögreglan hafi vitneskju um að íslensk ungmenni séu virk inn á síðum og miðlum þar sem hvatt er til hryðjuverka. „Þarna erum við að tala um spjallþræði, lokuð samskiptaforrit þar sem menn eru tala sín á milli, jafnvel opin forrit. Við sjáum bara að það er virkni og hún er mismunandi frá hverjum tíma. Við höfum séð frumkvæði. Við höfum séð umræður um ýmislegt í þessum hópum. Þar sem menn eru að velta fyrir sér hvað sé hægt að gera í þeirri stöðu sem þeir sjá á íslensku samfélagi,“ segir Finnbogi Jónasson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. Jafnframt bjóði framfarir gervigreindar upp á auknar áskoranir. „Við sjáum til dæmis bara sprengihótanir sem lögreglunni berast. Þetta verður sífellt betra. Erfiðara að sjá hvort það sé verið að nýta gervigreind eða þá að það sé einhver að skrifa á íslensku sem kann það ekki.“ Ráðamenn og opinberar persónur hafi ástæðu til að huga að sínum öryggismálum. „Ekki bara tengt hryðjuverkum en líka tengt öðrum þáttum í öryggi þeirra. Bregðast við þessari nýju heimsmynd sem er uppi þessa daganna og mánuðina og árin, sérstaklega í vestrænu samfélagi.“ Er ólíklegt að hættustigið verði lækkað miðað við núverandi heimsmynd? „Heimsmyndin eins og hún er í dag er náttúrulega mjög erfið. Staðan er mjög erfið í mjög mörgum málaflokkum. Þannig að út frá því held ég að það sé ólíklegt en það er alltaf möguleiki.“ Lögreglumál Lögreglan Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur gefið út nýja skýrslu um hryðjuverkaógn á Íslandi. Hættumat helst óbreytt frá síðasta ári þar sem talin er aukin hætta á hryðjuverkaógn, en þó segir að ógnin hafi aukist lítillega. Þar segir að helsta ógnin stafi frá ofbeldissinnuðum einstaklingum sem sæki hvatningu í áróður hægri öfga. Sérstakt áhyggjuefni sé innræting hægri öfgahyggju á netinu. Lögreglan hafi vitneskju um að íslensk ungmenni séu virk inn á síðum og miðlum þar sem hvatt er til hryðjuverka. „Þarna erum við að tala um spjallþræði, lokuð samskiptaforrit þar sem menn eru tala sín á milli, jafnvel opin forrit. Við sjáum bara að það er virkni og hún er mismunandi frá hverjum tíma. Við höfum séð frumkvæði. Við höfum séð umræður um ýmislegt í þessum hópum. Þar sem menn eru að velta fyrir sér hvað sé hægt að gera í þeirri stöðu sem þeir sjá á íslensku samfélagi,“ segir Finnbogi Jónasson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. Jafnframt bjóði framfarir gervigreindar upp á auknar áskoranir. „Við sjáum til dæmis bara sprengihótanir sem lögreglunni berast. Þetta verður sífellt betra. Erfiðara að sjá hvort það sé verið að nýta gervigreind eða þá að það sé einhver að skrifa á íslensku sem kann það ekki.“ Ráðamenn og opinberar persónur hafi ástæðu til að huga að sínum öryggismálum. „Ekki bara tengt hryðjuverkum en líka tengt öðrum þáttum í öryggi þeirra. Bregðast við þessari nýju heimsmynd sem er uppi þessa daganna og mánuðina og árin, sérstaklega í vestrænu samfélagi.“ Er ólíklegt að hættustigið verði lækkað miðað við núverandi heimsmynd? „Heimsmyndin eins og hún er í dag er náttúrulega mjög erfið. Staðan er mjög erfið í mjög mörgum málaflokkum. Þannig að út frá því held ég að það sé ólíklegt en það er alltaf möguleiki.“
Lögreglumál Lögreglan Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira