Fótbolti

Leo Beenhakker látinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leo Beenhakker átti langan og farsælan feril sem fótboltaþjálari.
Leo Beenhakker átti langan og farsælan feril sem fótboltaþjálari. Getty/ Peter Lous

Leo Beenhakker, fyrrum þjálfari Ajax, Real Madrid og hollenska landsliðsins, er látinn en hann varð 82 ára gamall.

Fjölskylda hans staðfesti fréttirnar og fyrrum félög hans hafa í kvöld minnst þessa frábæra þjálfara.

Beenhakker var í hópi farsælustu fótboltaþjálfara Hollendinga og hann þjálfaði hin ýmsu fótboltalið á fimm áratugum eða frá 1965 til 2009.

Þekktastur var hann fyrir starf sitt hjá Ajax og Real Madrid auk þess sem hann þjálfaði hollenska landsliðið í eitt ár.

Beenhakker stýrði Ajax fyrst frá 1979 til 1981 og svo aftur frá 1989 til 1991. Beenhakker vann hollensku deildina tvisvar með Ajax og einu sinni með Feyenoord.

Hann var einnig þjálfari Real Madrid frá 1986 til 1989 en hann gerði liði þrisvar að spænskum meisturum.

Hann síðasta starf sem þjálfari var hjá pólska landsliðinu frá 2006 til 2009 en eftir það var hann tæknilegur ráðgjafi hjá nokkrum liðum og landsliðum.

Beenhakker var sókndjarfur þjálfari og vildi spila “total football” eins og lærifaðir hans Rinus Michels.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×