Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar 11. apríl 2025 07:02 Undanfarna daga hefur verið rætt um áform ríkisstjórnarinnar um að afnema heimild til samnýtingar skattþrepa. Því hefur verið haldið fram að um aðför að barnafjölskyldum landsins sé að ræða og að afnám heimildarinnar bitni helst á fjölskyldum sem verða tímabundið af tekjum vegna fæðingarorlofs og þeim foreldrum sem eiga erfitt með að ná endum saman. Þetta er rangt. Greiningar fjármála- og efnahagsráðuneytisins hafa sýnt fram á að 95% þeirra einstaklinga sem njóta góðs af samnýtingu skattþrepa eru í efstu tekjutíundinni og yfir 90% þeirra eru raunar í efri helmingi efstu tekjutíundarinnar. Ekki stendur til að afnema samsköttun eins og hún leggur sig, og sameiginleg nýting persónuafsláttar verður áfram í boði. Þetta hefur þýðingu fyrir þau pör sem verða tímabundið af tekjum af ýmsum ástæðum. Með afnámi skattaívilnunar fyrir samnýtingu á skattþrepum er fyrst og fremst verið að fella brott skattafslátt sem hefur að langmestu leyti ratað til tekjuhæstu heimila landsins. Raunar hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn bent á að markmiðið með slíkri ívilnun sé óljós, að hún gagnist helst tekjuhæstu heimilunum og hafi þannig áhrif til þess að auka tekjudreifinguna fremur en jafna hana. Þetta eru ekki heimilin sem þurfa á skattafsláttum og styrkjum að halda. Ungt barnafólk með lágar tekjur og einstæðir foreldrar þurfa mun frekar á stuðningi hins opinbera að halda, enda er mun líklegra að þau séu að ala upp börn í fátækt en þau pör sem hafa haft kost á að samnýta skattþrep. Okkur ber að bæta hag þessara hópa, og það er pólitísk stefna þessarar ríkisstjórnar að hlúa betur að börnum og uppræta fátækt. Þá hefur verið bent á að þessi skattaívilnun sem við erum að afnema eykur á kynjamisrétti þar þeir einstaklingar sem njóta góðs af henni eru langflestir karlmenn. Fyrir árið 2023 var hlutfallið 82%. Þessi skattaafsláttur dregur nefnilega úr þeim hvata sem tekjulægri aðilinn, nær oftast kona, hefur til að vera á vinnumarkaði, enda er útkoman fyrir fjölskylduna af atvinnuþátttöku tekjulægri aðilans sú að fyrsta króna atvinnutekna hans (oftast hennar) er strax skattlögð eins og um tekjur í hæsta skattþrepi væri að ræða. Þetta eru neikvæð hliðaráhrif af þessum skattafslætti og mjög úr takti við það sem tíðkast í nágrannalöndum okkar. Að nýta ríkisfé til að styðja við tekjuhæsta fólkið í samfélaginu er ekki góð ráðstöfun. Nær væri að stjórnvöld notuðu krafta sína í að styðja betur við barnafólk, fólk í fæðingarorlofi og þá foreldra sem raunverulega berjast í bökkum við rekstur heimilisins. Ríkisstjórnin hefur verið skýr – og ætlar að styrkja afkomuöryggi fólks í fæðingarorlofi. Hún ætlar að bæta sérstaklega hag tekjulægri foreldra. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur ætlar að hækka lágmarksgreiðslur foreldra í fæðingarorlofi – það er aðgerð sem skilar sér til efnaminni foreldra og styður við barnafjölskyldurnar sem þurfa mest á því að halda. Fæðingarstyrkur námsmanna og til fólks utan vinnumarkaðar verða einnig hækkaðir. Þegar hefur svo verið lagt fram frumvarp um lengingu fæðingarorlofs fjölburaforeldra og foreldra sem veikjast á meðgöngu. Til stendur að tryggja að hækkanir í fæðingarorlofskerfinu gangi til allra foreldra í fæðingarorlofi, óháð fæðingardegi barns – en í dag fá foreldrar mismunandi hámarksgreiðslur þó þeir séu í fæðingarorlofi á sama tíma. Ríkisstjórnin ætlar sér að auka greiðslur til Fæðingarorlofssjóðs á hverju ári, samtals um 6,5 milljarða króna á tímabilinu sem fjármálaáætlun nær til – þetta skilar sér beint til barnafólksins í landinu. Einnig kemur fram í fjármálaáætlun að þróun barnabóta verði komið í fastar skorður og tryggt verði að fjárhæðir bótanna haldi verðgildi sínu, en sú hefur ekki verið raunin síðastliðna áratugi. Þetta kemur fram í fjármálaáætlun, sem var til umræðu í þinginu á síðustu dögum, áður en stjórnarandstaðan ákvað að þeim væri ekki fært að taka frekari þátt í umræðum um hana. Gagnleg umræða hefði getað skapast um áform ríkisstjórnarinnar og það hvernig við raunverulega bætum hag barnafjölskyldna og forgangsröðum fjármunum til þess – en þar skilaði stjórnarandstaðan auðu. Þingmenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins munu hins vegar standa vörð um hag foreldra, ungs barnafólks og börn sem glíma við fátækt – en ekki um sérhagsmuni hæstu tekjutíundanna sem minna þurfa á stuðningi ríkisins að halda. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ragna Sigurðardóttir Skattar og tollar Mest lesið Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur verið rætt um áform ríkisstjórnarinnar um að afnema heimild til samnýtingar skattþrepa. Því hefur verið haldið fram að um aðför að barnafjölskyldum landsins sé að ræða og að afnám heimildarinnar bitni helst á fjölskyldum sem verða tímabundið af tekjum vegna fæðingarorlofs og þeim foreldrum sem eiga erfitt með að ná endum saman. Þetta er rangt. Greiningar fjármála- og efnahagsráðuneytisins hafa sýnt fram á að 95% þeirra einstaklinga sem njóta góðs af samnýtingu skattþrepa eru í efstu tekjutíundinni og yfir 90% þeirra eru raunar í efri helmingi efstu tekjutíundarinnar. Ekki stendur til að afnema samsköttun eins og hún leggur sig, og sameiginleg nýting persónuafsláttar verður áfram í boði. Þetta hefur þýðingu fyrir þau pör sem verða tímabundið af tekjum af ýmsum ástæðum. Með afnámi skattaívilnunar fyrir samnýtingu á skattþrepum er fyrst og fremst verið að fella brott skattafslátt sem hefur að langmestu leyti ratað til tekjuhæstu heimila landsins. Raunar hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn bent á að markmiðið með slíkri ívilnun sé óljós, að hún gagnist helst tekjuhæstu heimilunum og hafi þannig áhrif til þess að auka tekjudreifinguna fremur en jafna hana. Þetta eru ekki heimilin sem þurfa á skattafsláttum og styrkjum að halda. Ungt barnafólk með lágar tekjur og einstæðir foreldrar þurfa mun frekar á stuðningi hins opinbera að halda, enda er mun líklegra að þau séu að ala upp börn í fátækt en þau pör sem hafa haft kost á að samnýta skattþrep. Okkur ber að bæta hag þessara hópa, og það er pólitísk stefna þessarar ríkisstjórnar að hlúa betur að börnum og uppræta fátækt. Þá hefur verið bent á að þessi skattaívilnun sem við erum að afnema eykur á kynjamisrétti þar þeir einstaklingar sem njóta góðs af henni eru langflestir karlmenn. Fyrir árið 2023 var hlutfallið 82%. Þessi skattaafsláttur dregur nefnilega úr þeim hvata sem tekjulægri aðilinn, nær oftast kona, hefur til að vera á vinnumarkaði, enda er útkoman fyrir fjölskylduna af atvinnuþátttöku tekjulægri aðilans sú að fyrsta króna atvinnutekna hans (oftast hennar) er strax skattlögð eins og um tekjur í hæsta skattþrepi væri að ræða. Þetta eru neikvæð hliðaráhrif af þessum skattafslætti og mjög úr takti við það sem tíðkast í nágrannalöndum okkar. Að nýta ríkisfé til að styðja við tekjuhæsta fólkið í samfélaginu er ekki góð ráðstöfun. Nær væri að stjórnvöld notuðu krafta sína í að styðja betur við barnafólk, fólk í fæðingarorlofi og þá foreldra sem raunverulega berjast í bökkum við rekstur heimilisins. Ríkisstjórnin hefur verið skýr – og ætlar að styrkja afkomuöryggi fólks í fæðingarorlofi. Hún ætlar að bæta sérstaklega hag tekjulægri foreldra. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur ætlar að hækka lágmarksgreiðslur foreldra í fæðingarorlofi – það er aðgerð sem skilar sér til efnaminni foreldra og styður við barnafjölskyldurnar sem þurfa mest á því að halda. Fæðingarstyrkur námsmanna og til fólks utan vinnumarkaðar verða einnig hækkaðir. Þegar hefur svo verið lagt fram frumvarp um lengingu fæðingarorlofs fjölburaforeldra og foreldra sem veikjast á meðgöngu. Til stendur að tryggja að hækkanir í fæðingarorlofskerfinu gangi til allra foreldra í fæðingarorlofi, óháð fæðingardegi barns – en í dag fá foreldrar mismunandi hámarksgreiðslur þó þeir séu í fæðingarorlofi á sama tíma. Ríkisstjórnin ætlar sér að auka greiðslur til Fæðingarorlofssjóðs á hverju ári, samtals um 6,5 milljarða króna á tímabilinu sem fjármálaáætlun nær til – þetta skilar sér beint til barnafólksins í landinu. Einnig kemur fram í fjármálaáætlun að þróun barnabóta verði komið í fastar skorður og tryggt verði að fjárhæðir bótanna haldi verðgildi sínu, en sú hefur ekki verið raunin síðastliðna áratugi. Þetta kemur fram í fjármálaáætlun, sem var til umræðu í þinginu á síðustu dögum, áður en stjórnarandstaðan ákvað að þeim væri ekki fært að taka frekari þátt í umræðum um hana. Gagnleg umræða hefði getað skapast um áform ríkisstjórnarinnar og það hvernig við raunverulega bætum hag barnafjölskyldna og forgangsröðum fjármunum til þess – en þar skilaði stjórnarandstaðan auðu. Þingmenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins munu hins vegar standa vörð um hag foreldra, ungs barnafólks og börn sem glíma við fátækt – en ekki um sérhagsmuni hæstu tekjutíundanna sem minna þurfa á stuðningi ríkisins að halda. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun