Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. apríl 2025 21:47 Heiða á von á því að nýr samningur um eftirlitsmyndavélakerfið í miðborginni verði kláraður í vor. Vísir/Einar Borgarstjóri segir brýnt að nýr samningur um rekstur eftirlitsmyndavéla í miðborg verði undirritaður sem fyrst og á von á að málið verði afgreitt í síðasta lagi í maí. Borgin og lögregla hafa óskað eftir aðkomu dómsmálaráðuneytisins að málinu. Greint var frá því á RÚV í vikunni að eftirlitsmyndavélakerfi miðborgarinnar hefði verið í ólestri og að fjórðungur þeirra hefði ekki verið virkur. Kom fram að þetta væri afleiðing þess að meirihlutinn í borginni ákvað að endurnýja ekki samning um rekstur myndavélanna vegna áhyggna af persónuverndarmálum. Borgin, neyðarlínan, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóri hafa komið að rekstrinum. Óljóst hvert hlutverk borgarinnar verður Borgarstjóri sagði á þriðjudag að hún hefði ekki vitað að enginn samningur væri í gildi. Hún fundaði á föstudagsmorgun með Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra, þar sem myndavélakerfið var meðal annars rætt. „Halla Bergþóra ætlar að taka málið áfram, ræða við dómsmálaráðherra og boða svo til fundar. Það er allt á hreinu varðandi Reykjavíkurborg í þessu, við vorum búin að skila af okkur. Það þarf bara að klára málið,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri. Enn á eftir að koma í ljóst hvert hluverk borgarinnar verður í framhaldinu. Í fyrri samningi var það hlutverk borgarinnar að kaupa myndavélarnar og setja þær upp. „Það var neyðarlínan sem rak þær og lögreglan sem síðan hafði aðgang að þeim því þetta er efni sem á ekkert erindi nema í rannsóknarlegum tilgangi. Við þurfum að koma okkur saman um það núna en á meðan höfum við verið að halda þessum vélum við og höfum gert það í fyrra og erum að klára að gera við þær sem við fengum meldingu um að væru ekki í lagi.“ Býst við að málið verði afgreitt í vor Í miðborginni eru 54 eftirlitsmyndavélar og að sögn lögreglu ekki nærri því nógu margar. Ítrekað þarf lögregla að reiða sig á eftirlitsmyndavélar í eigu fyrirtækja við rannsókn mála. Heiða segir mikilvægt að myndavélar hins opinbera séu í lagi. „Þetta er auðvitað alltaf einhver millileið sem þarf að fara því við viljum ekki að íbúarnir upplifi eins og þeir séu undir stöðugu eftirliti stóra bróður. Þarna er lína og þess vegna fannst okkur þessi persónuverndarvinkill mjög mikilvægur. Að fólk viti hvar það er um það bil í mynd, að þegar þú ert í miðbænum þá er myndbandseftirlit og myndirnar séu geymdar ákveðið lengi,“ segir Heiða. Hvenær heldurðu að nýr samningur muni liggja fyrir? „Við Halla vorum sammála um það að þetta er í raun ekki flókið. Við þurfum að fá dómsmálaráðuneytið að borðinu og mér skilst að það sé viljugt. Hún mun svo bara kalla okkur saman og ég á ekki von á að þetta taki langan tíma. Apríl, maí í síðasta lagi.“ Reykjavík Lögreglan Borgarstjórn Tengdar fréttir Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir eftirlitsmyndavélar í miðborginni geta reynst mikilvæg gögn þegar brot eigi sér stað á götum úti. Hún bindur vonir við samtal milli borgar og lögreglu um eftirlitsmyndavélar í miðborginni. 8. apríl 2025 11:36 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Fleiri fréttir Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Sjá meira
Greint var frá því á RÚV í vikunni að eftirlitsmyndavélakerfi miðborgarinnar hefði verið í ólestri og að fjórðungur þeirra hefði ekki verið virkur. Kom fram að þetta væri afleiðing þess að meirihlutinn í borginni ákvað að endurnýja ekki samning um rekstur myndavélanna vegna áhyggna af persónuverndarmálum. Borgin, neyðarlínan, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóri hafa komið að rekstrinum. Óljóst hvert hlutverk borgarinnar verður Borgarstjóri sagði á þriðjudag að hún hefði ekki vitað að enginn samningur væri í gildi. Hún fundaði á föstudagsmorgun með Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra, þar sem myndavélakerfið var meðal annars rætt. „Halla Bergþóra ætlar að taka málið áfram, ræða við dómsmálaráðherra og boða svo til fundar. Það er allt á hreinu varðandi Reykjavíkurborg í þessu, við vorum búin að skila af okkur. Það þarf bara að klára málið,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri. Enn á eftir að koma í ljóst hvert hluverk borgarinnar verður í framhaldinu. Í fyrri samningi var það hlutverk borgarinnar að kaupa myndavélarnar og setja þær upp. „Það var neyðarlínan sem rak þær og lögreglan sem síðan hafði aðgang að þeim því þetta er efni sem á ekkert erindi nema í rannsóknarlegum tilgangi. Við þurfum að koma okkur saman um það núna en á meðan höfum við verið að halda þessum vélum við og höfum gert það í fyrra og erum að klára að gera við þær sem við fengum meldingu um að væru ekki í lagi.“ Býst við að málið verði afgreitt í vor Í miðborginni eru 54 eftirlitsmyndavélar og að sögn lögreglu ekki nærri því nógu margar. Ítrekað þarf lögregla að reiða sig á eftirlitsmyndavélar í eigu fyrirtækja við rannsókn mála. Heiða segir mikilvægt að myndavélar hins opinbera séu í lagi. „Þetta er auðvitað alltaf einhver millileið sem þarf að fara því við viljum ekki að íbúarnir upplifi eins og þeir séu undir stöðugu eftirliti stóra bróður. Þarna er lína og þess vegna fannst okkur þessi persónuverndarvinkill mjög mikilvægur. Að fólk viti hvar það er um það bil í mynd, að þegar þú ert í miðbænum þá er myndbandseftirlit og myndirnar séu geymdar ákveðið lengi,“ segir Heiða. Hvenær heldurðu að nýr samningur muni liggja fyrir? „Við Halla vorum sammála um það að þetta er í raun ekki flókið. Við þurfum að fá dómsmálaráðuneytið að borðinu og mér skilst að það sé viljugt. Hún mun svo bara kalla okkur saman og ég á ekki von á að þetta taki langan tíma. Apríl, maí í síðasta lagi.“
Reykjavík Lögreglan Borgarstjórn Tengdar fréttir Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir eftirlitsmyndavélar í miðborginni geta reynst mikilvæg gögn þegar brot eigi sér stað á götum úti. Hún bindur vonir við samtal milli borgar og lögreglu um eftirlitsmyndavélar í miðborginni. 8. apríl 2025 11:36 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Fleiri fréttir Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Sjá meira
Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir eftirlitsmyndavélar í miðborginni geta reynst mikilvæg gögn þegar brot eigi sér stað á götum úti. Hún bindur vonir við samtal milli borgar og lögreglu um eftirlitsmyndavélar í miðborginni. 8. apríl 2025 11:36