Innlent

Fyrir­huguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð lista­verk til sýnis

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.

Fyrirhuguð komugjöld á ferðamenn eru út í hött í ljósi óvissutíma, að mati formanns Samtaka ferðaþjónustunnar. Í Kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við formanninn sem segir blikur á lofti, en hátt í fjörutíu prósent af tekjum ferðaþjónustunnar komi frá bandarískum ferðamönnum. Samtökin óttast að tollastríð verði til þess að Bandaríkjamenn haldi að sér höndum.

Þá verðum við í beinni útsendingu frá landsfundi Samfylkingarinnar sem fagnar 25 ára afmæli í ár. Fyrrverandi formenn flokksins voru heiðraðir í dag, en í ávarpi Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra og formanns flokksins varaði hún meðal annars við uppgangi jaðarflokka stjórnmálanna og öfgaöflum.

Þá lítum við inn á áhugaverðri listasýningu sem opnaði í dag þar sem falsanir og eftirlíkingar eru bornar saman við upprunaleg verk, og kíkjum á mislystugar kræsingar sem bornar hafa verið á borð á sérstökum matarkvöldum framreiðslunema í Menntaskólanum í Kópavogi.

Á vettvangi íþróttanna var mikið um að vera í enska boltanum, á Masters-mótinu í gólfi sem og í Formúlu eitt kappakstrinum.

Þetta og sitthvað fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis í opinni dagskrá klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×