Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. apríl 2025 16:51 Lo Kinhei er formaður Lýðræðisflokksins. AP/Chan Long Hei Síðasti af helstu stjórnarandstöðuflokkum starfandi í Hong Kong verður leystur upp. Fyrsta skrefið var stigið í átt að því í dag á sérstökum fundi í skugga mikils þrýstings og hótana frá kínverskum stjórnvöldum. Fimm hátt settir einstaklingar innan flokksins sögðu í samtali við miðilinn Reuters að kínverskir embættismenn hefðu hótað stjórnarmönnum Lýðræðisflokksins handtöku eða verra verði flokkurinn ekki leystur upp. Lýðveldisflokkurinn var stofnaður þremur árum áður en að Bretar létu sjálfstjórnarsvæðið Hong Kong af hendi árið 1997. Síðan þá hefur hann verið helsta mótvægisafl við auknu valdi kínverskra stjórnvalda á þingi Hong Kong. Lo Kinhei formaður segir að 90 prósent flokksmeðlima hafi greitt atkvæði með því að setja á laggirnar þriggja manna nefnd til að undirbúa upplausn flokksins. „Ég vona að stjórnmálaflokkar Hong Kong muni halda áfram að vinna í þágu fólksins. Við vonuðumst alltaf eftir því að fá að þjóna fólkinu í Hong Kong og gera góða hluti fyrir samfélagið,“ segir hann í samtali við fréttamenn eftir að tilkynnt var um upplausn flokksins. Atkvæðagreiðsla fer fram þar sem allir flokksmeðlimir eru með atkvæði um endanlega upplausn flokksins. Þrír fjórðu hlutar skráðra meðlima þurfa að greiða atkvæði með upplausn til að hún taki gildi. Því er búist við því að ferlinu ljúki ekki fyrr en á næsta ári. Verði upplausn niðurstaðan sé þriggja áratuga kafla í sögu lýðræðis í Hong Kong lokið og óvíst um framtíðina. Hver einasti sitjandi fulltrúi tilheyrir hópi flokka sem styður aukin ítök kínverskra stjórnvalda í Hong Kong. Yeung Sum, einn stofnanda flokksins, lýsir stöðunni sem uppi er kominni sem synd. Hann segist í samtali við fréttamenn hafa trú á því að íbúar Hong Kong muni ekki gefa lýðræðið upp á bátinn. „Stjórnmálamenningin og baráttan fyrir lýðræði mun halda áfram í Hong Kong á friðsælan hátt,“ segir hann. Að minnsta kosti fimm meðlimir flokksins sitja í fangelsum vegna þátttöku í mótmælum eða annars konar andstöðu við kínversk stjórnvöld. Hong Kong Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Sjá meira
Fimm hátt settir einstaklingar innan flokksins sögðu í samtali við miðilinn Reuters að kínverskir embættismenn hefðu hótað stjórnarmönnum Lýðræðisflokksins handtöku eða verra verði flokkurinn ekki leystur upp. Lýðveldisflokkurinn var stofnaður þremur árum áður en að Bretar létu sjálfstjórnarsvæðið Hong Kong af hendi árið 1997. Síðan þá hefur hann verið helsta mótvægisafl við auknu valdi kínverskra stjórnvalda á þingi Hong Kong. Lo Kinhei formaður segir að 90 prósent flokksmeðlima hafi greitt atkvæði með því að setja á laggirnar þriggja manna nefnd til að undirbúa upplausn flokksins. „Ég vona að stjórnmálaflokkar Hong Kong muni halda áfram að vinna í þágu fólksins. Við vonuðumst alltaf eftir því að fá að þjóna fólkinu í Hong Kong og gera góða hluti fyrir samfélagið,“ segir hann í samtali við fréttamenn eftir að tilkynnt var um upplausn flokksins. Atkvæðagreiðsla fer fram þar sem allir flokksmeðlimir eru með atkvæði um endanlega upplausn flokksins. Þrír fjórðu hlutar skráðra meðlima þurfa að greiða atkvæði með upplausn til að hún taki gildi. Því er búist við því að ferlinu ljúki ekki fyrr en á næsta ári. Verði upplausn niðurstaðan sé þriggja áratuga kafla í sögu lýðræðis í Hong Kong lokið og óvíst um framtíðina. Hver einasti sitjandi fulltrúi tilheyrir hópi flokka sem styður aukin ítök kínverskra stjórnvalda í Hong Kong. Yeung Sum, einn stofnanda flokksins, lýsir stöðunni sem uppi er kominni sem synd. Hann segist í samtali við fréttamenn hafa trú á því að íbúar Hong Kong muni ekki gefa lýðræðið upp á bátinn. „Stjórnmálamenningin og baráttan fyrir lýðræði mun halda áfram í Hong Kong á friðsælan hátt,“ segir hann. Að minnsta kosti fimm meðlimir flokksins sitja í fangelsum vegna þátttöku í mótmælum eða annars konar andstöðu við kínversk stjórnvöld.
Hong Kong Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Sjá meira