Veður

Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum

Lovísa Arnardóttir skrifar
Ferðamennirnir þorðu ekki að bíða í bílnum því hann hallaði svo á veginum. Björgunarsveit var komin á vettvang um klukkustund eftir að þau fengu tilkynningu um málið.
Ferðamennirnir þorðu ekki að bíða í bílnum því hann hallaði svo á veginum. Björgunarsveit var komin á vettvang um klukkustund eftir að þau fengu tilkynningu um málið. Landsbjörg

Björgunarsveitir á Norðurlandi voru kallaðar út í tvö aðskilin útköll í gærkvöldi vegna ferðafólks sem var í vandræðum vegna færðar og veðurs. Hríðarveður gekk yfir norðan- og vestanvert landið í gær og er gul viðvörun í gangi á Norður- og Vesturlandi þar til á morgun og til klukkan 22 við Faxaflóa.

Í tilkynningu frá Landsbjörg kemur fram að Hjálparsveit skáta í Reykjadal hafi einnig verið kölluð út um klukkan 22 í gær vegna ferðafólks sem lent hafði utan vegar á Fljótsheiðinni austanverðri. Fljótsheiði er leiðin frá Goðafossi, eða Skjálfandafljóti yfir í Reykjadal og liggur um 250 metra yfir sjávarmáli.

Fólkið hafði samkvæmt tilkynningu misst bíl sinn út af veginum á leið niður af heiðinni austanverðri. Þar sem bíllinn hallaði talsvert óttaðist fólkið að hann myndi velta og treysti sér ekki til að vera inn í bílnum. Þar sem veður var ekki gott, nokkuð hvasst, skafrenningur og hitastig undir frostmarki, var áríðandi að koma fólkinu í skjól.

Björgunarsveitin var komin á staðinn um klukkustund síðar, um klukkan 23, og flutti fólkið niður að Laugum í húsnæði sveitarinnar. Bílinn var svo spilaður aftur upp á veg. Fólkið gat svo haldið ferð sinni áfram í nótt.

Fólk lenti einnig í vandræðum á Siglufjarðarvegi á svipuðum tíma og voru aðstoðuð af meðlimum í Björgunarsveitinni Stráka frá Siglufirði. Samkvæmt tilkynningu lauk þeirri aðgerð um klukkan tvö í nótt.


Tengdar fréttir

Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi

Vegfarendur eru hvattir til að vera vakandi fyrir vaxandi hríðarveðri norðaustan lands og einnig á Norðurlandi og á Vestfjörðum þegar líða tekur á daginn. Viðbúið er að einhverjir vegir verði ófærir eftir að þjónustutíma Vegagerðarinnar lýkur í kvöld og fram eftir morgni í fyrramálið. Þó er útlit fyrir „ekta páskaveður“ um næstu helgi.

All­hvöss norðanátt og víða erfið færð norðan­til

Djúp lægð er nú við austurströndina og veldur hún allhvassri eða hvassri norðanátt á landinu. Gular viðvaranir eru í gildi á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra vegna norðan hríðar og má víða búast við lélegu skyggni og slæmum akstursskilyrðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×