Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. apríl 2025 06:31 Faðir konunnar var fluttur frá heimili sínu í Garðabæ á bráðamóttöku Landspítalans árla morguns á föstudag. Hann lést á spítalanum síðar þann dag. Vísir/vilhelm Áttræður karlmaður sem lést á föstudag fékk fyrir hjartað snemma þann morgun á heimili sínu í Garðabænum. Dóttir hans sætir einangrun í tengslum við rannsókn málsins. Um fjölskylduharmleik er að ræða. Niðurstaða rannsóknar um dánarorsök hins látna liggur ekki enn fyrir. Fram kom í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á sunnudagsmorgun að lögreglu hefði borist tilkynning um meðvitundarlausan karlmann í heimahúsi. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það eiginkona mannsins sem hringdi í Neyðarlínuna eftir að hann hneig niður snemma á föstudagsmorgun. Mun maðurinn hafa fengið fyrir hjartað. Hann var fluttur á Landspítalann og lést þar síðar um daginn. Lögregla hefur haldið nokkuð þétt að sér spilunum við rannsókn málsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu bjuggu hjónin í einbýlishúsi í Garðabænum ásamt 28 ára einkadóttur sinni. Rannsakað er hvort dóttirin hafi hugsanlega átt þátt í andláti föður síns. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur fólk sem þekkir til fjölskyldunnar haft nokkrar áhyggjur af samskiptum dótturinnar við foreldra sína um nokkurt skeið. Dóttirin hafi verið mjög háð foreldrum sínum, notið stuðnings frá þeim og búið á heimili þeirra. Viðmælendur fréttastofu lýsa því að dóttirin hafi á tíðum undanfarin ár sýnt af sér hegðun sem flokka mætti allt frá mikilli frekju yfir í andlegt og líkamlegt ofbeldi. Foreldrarnir hafi aldrei virst vilja gera nokkuð mál úr hegðuninni. Lögregla hefur ekki viljað staðfesta við fréttastofu að móðirin hafi stöðu brotaþola í málinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru áverkar á konunni sem er rúmlega sjötug. Ekki er grunur um að vopnum hafi verið beitt í samskiptum dótturinnar við foreldra hennar áður en hringt var á Neyðarlínuna á föstudagsmorgun. Þá er heldur ekki nokkur grunur um að fíkniefni eða neyslu eins og er svo oft tilfellið í sakamálarannsóknum hérlendis þar sem einhver ber líkamlegan skaða. Dóttirin var handtekin á heimili fjölskyldunnar á föstudag og úrskurðuð í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna síðar þann dag. Hún sætir einangrun í fangelsinu á Hólmsheiði til miðvikudags. Lögregla gerir almennt kröfu um einangrun til að byrja með í gæsluvarðhaldi. Telja má ólíklegt að lögregla krefjist frekari einangrunarvistar jafnvel þótt áfram verði farið fram á gæsluvarðhald. Rannsókn málsins er sögð á viðkvæmu stigi og lögregla hefur ekki viljað veita frekari upplýsingar um málið umfram það sem fram kom í yfirlýsingu um helgina. Lögregla staðfestir þó við fréttastofu að niðurstaða rannsóknar um dánarorsök hins látna liggi ekki enn fyrir. Lögreglumál Garðabær Rannsókn á andláti í Garðabæ Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Sjá meira
Fram kom í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á sunnudagsmorgun að lögreglu hefði borist tilkynning um meðvitundarlausan karlmann í heimahúsi. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það eiginkona mannsins sem hringdi í Neyðarlínuna eftir að hann hneig niður snemma á föstudagsmorgun. Mun maðurinn hafa fengið fyrir hjartað. Hann var fluttur á Landspítalann og lést þar síðar um daginn. Lögregla hefur haldið nokkuð þétt að sér spilunum við rannsókn málsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu bjuggu hjónin í einbýlishúsi í Garðabænum ásamt 28 ára einkadóttur sinni. Rannsakað er hvort dóttirin hafi hugsanlega átt þátt í andláti föður síns. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur fólk sem þekkir til fjölskyldunnar haft nokkrar áhyggjur af samskiptum dótturinnar við foreldra sína um nokkurt skeið. Dóttirin hafi verið mjög háð foreldrum sínum, notið stuðnings frá þeim og búið á heimili þeirra. Viðmælendur fréttastofu lýsa því að dóttirin hafi á tíðum undanfarin ár sýnt af sér hegðun sem flokka mætti allt frá mikilli frekju yfir í andlegt og líkamlegt ofbeldi. Foreldrarnir hafi aldrei virst vilja gera nokkuð mál úr hegðuninni. Lögregla hefur ekki viljað staðfesta við fréttastofu að móðirin hafi stöðu brotaþola í málinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru áverkar á konunni sem er rúmlega sjötug. Ekki er grunur um að vopnum hafi verið beitt í samskiptum dótturinnar við foreldra hennar áður en hringt var á Neyðarlínuna á föstudagsmorgun. Þá er heldur ekki nokkur grunur um að fíkniefni eða neyslu eins og er svo oft tilfellið í sakamálarannsóknum hérlendis þar sem einhver ber líkamlegan skaða. Dóttirin var handtekin á heimili fjölskyldunnar á föstudag og úrskurðuð í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna síðar þann dag. Hún sætir einangrun í fangelsinu á Hólmsheiði til miðvikudags. Lögregla gerir almennt kröfu um einangrun til að byrja með í gæsluvarðhaldi. Telja má ólíklegt að lögregla krefjist frekari einangrunarvistar jafnvel þótt áfram verði farið fram á gæsluvarðhald. Rannsókn málsins er sögð á viðkvæmu stigi og lögregla hefur ekki viljað veita frekari upplýsingar um málið umfram það sem fram kom í yfirlýsingu um helgina. Lögregla staðfestir þó við fréttastofu að niðurstaða rannsóknar um dánarorsök hins látna liggi ekki enn fyrir.
Lögreglumál Garðabær Rannsókn á andláti í Garðabæ Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Sjá meira