Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2025 14:03 Þyrlan hrapar yfir New York á fimmtudag. AP/Bruce Wall Bandarísk flugmálayfirvöld kyrrsettu þyrlur fyrirtækisins sem átti þyrluna sem fórst með sex manns um borð í New York í síðustu viku. Þau telja að fyrirtækið hafi rekið rekstrarstjóra sinn fyrir að hafa samþykkt að stöðva ferðir á meðan banaslysið er rannsakað. Spænsk fimm manna fjölskylda og flugmaður fórust þegar þyrla brotnaði í loftinu og hrapaði í Hudsonfljót á fimmtudag. Fólkið var í útsýnisflugi á vegum fyrirtækisins New York Helicopter Tours. Bandaríska flugmálastofnunin gaf út neyðartilskipun sem kyrrsetti þyrlur fyrirtækisins í gær. AP-fréttastofan segir að tilskipunin hafi verið gefin út eftir að stofnunin komst að því að rekstrarstjóri fyrirtækisins hefði verið rekinn nokkrum mínútum eftir að hann féllst á að stöðva útsýnisferðir á meðan á rannsókn stendur. Grunur leiki á að brottreksturinn hafi verið hefndaraðgerð. „Flugmálastofnunin grípur til þessara aðgerða að hluta til vegna þess að eftir að rekstrarstjórinn stöðvaði ferðir sjálfviljugur var hann rekinn,“ skrifaði Chris Rocheleau, starfandi forstjóri stofnunarinnar á samfélagsmiðil. Afturkallaði ákvörðunina um að stoppa sjálfviljug Rannsókn á banaslysinu stendur nú yfir. Hún beinist meðal annars að því hvort að fyrirtækið hafi farið eftir öllum lögum og reglum og gætt að öryggi. Kafarar hafa þegar fundið hluta af þyrlum vélarinnar sem eru taldir geta varpað frekara ljósi á hvað fór úrskeiðis. Nokkrum mínútum eftir að rekstrarstjórinn samþykkti að stöðva ferðir fyrirtækisins tímabundið sendi forstjóri þess póst á flugmálastofnunina þar sem hann sagðist ekki hafa gefið leyfi fyrir því. Rekstrarstjórinn væri ekki lengur starfsmaður fyrirtækisins. Fórnarlömb slyssins voru spænsk hjón og þrjú börn þeirra á aldrinum fjögurra til tíu ára. Þá fórst bandarískur flugmaður þyrlunnar sem var 36 ára gamall fyrrverandi hermaður. Bandaríkin Fréttir af flugi Tengdar fréttir Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Íslenskir feðgar fóru í útsýnisflug með þyrlunni sem hrapaði í Hudson-ánna á fimmtudag. Skömmu eftir að þeir flugu yfir borgina hrapaði þyrlan til jarðar og létust allir sex um borð. 14. apríl 2025 09:44 Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Spænsk fjölskylda sem lést í þyrluslysi í New York í gærkvöldi lét taka myndir af sér við þyrluna áður en þau fóru í loftið. Myndirnar var hægt að kaupa á 25 dali á vefsíðu þyrlufyrirtæksins í fjóra klukkutíma eftir slysið. 11. apríl 2025 08:52 Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Sex eru látnir eftir að þyrla brotlenti í Hudson-á í New York. Þrír fullorðnir og þrjú börn voru um borð. Eric Adams, borgarstjóri New York-borgar, segir að um hafi verið að ræða spænska ferðamenn. Fimm manna fjölskylda og flugmaður þyrlunnar séu öll látin. 10. apríl 2025 21:00 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Sjá meira
Spænsk fimm manna fjölskylda og flugmaður fórust þegar þyrla brotnaði í loftinu og hrapaði í Hudsonfljót á fimmtudag. Fólkið var í útsýnisflugi á vegum fyrirtækisins New York Helicopter Tours. Bandaríska flugmálastofnunin gaf út neyðartilskipun sem kyrrsetti þyrlur fyrirtækisins í gær. AP-fréttastofan segir að tilskipunin hafi verið gefin út eftir að stofnunin komst að því að rekstrarstjóri fyrirtækisins hefði verið rekinn nokkrum mínútum eftir að hann féllst á að stöðva útsýnisferðir á meðan á rannsókn stendur. Grunur leiki á að brottreksturinn hafi verið hefndaraðgerð. „Flugmálastofnunin grípur til þessara aðgerða að hluta til vegna þess að eftir að rekstrarstjórinn stöðvaði ferðir sjálfviljugur var hann rekinn,“ skrifaði Chris Rocheleau, starfandi forstjóri stofnunarinnar á samfélagsmiðil. Afturkallaði ákvörðunina um að stoppa sjálfviljug Rannsókn á banaslysinu stendur nú yfir. Hún beinist meðal annars að því hvort að fyrirtækið hafi farið eftir öllum lögum og reglum og gætt að öryggi. Kafarar hafa þegar fundið hluta af þyrlum vélarinnar sem eru taldir geta varpað frekara ljósi á hvað fór úrskeiðis. Nokkrum mínútum eftir að rekstrarstjórinn samþykkti að stöðva ferðir fyrirtækisins tímabundið sendi forstjóri þess póst á flugmálastofnunina þar sem hann sagðist ekki hafa gefið leyfi fyrir því. Rekstrarstjórinn væri ekki lengur starfsmaður fyrirtækisins. Fórnarlömb slyssins voru spænsk hjón og þrjú börn þeirra á aldrinum fjögurra til tíu ára. Þá fórst bandarískur flugmaður þyrlunnar sem var 36 ára gamall fyrrverandi hermaður.
Bandaríkin Fréttir af flugi Tengdar fréttir Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Íslenskir feðgar fóru í útsýnisflug með þyrlunni sem hrapaði í Hudson-ánna á fimmtudag. Skömmu eftir að þeir flugu yfir borgina hrapaði þyrlan til jarðar og létust allir sex um borð. 14. apríl 2025 09:44 Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Spænsk fjölskylda sem lést í þyrluslysi í New York í gærkvöldi lét taka myndir af sér við þyrluna áður en þau fóru í loftið. Myndirnar var hægt að kaupa á 25 dali á vefsíðu þyrlufyrirtæksins í fjóra klukkutíma eftir slysið. 11. apríl 2025 08:52 Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Sex eru látnir eftir að þyrla brotlenti í Hudson-á í New York. Þrír fullorðnir og þrjú börn voru um borð. Eric Adams, borgarstjóri New York-borgar, segir að um hafi verið að ræða spænska ferðamenn. Fimm manna fjölskylda og flugmaður þyrlunnar séu öll látin. 10. apríl 2025 21:00 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Sjá meira
Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Íslenskir feðgar fóru í útsýnisflug með þyrlunni sem hrapaði í Hudson-ánna á fimmtudag. Skömmu eftir að þeir flugu yfir borgina hrapaði þyrlan til jarðar og létust allir sex um borð. 14. apríl 2025 09:44
Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Spænsk fjölskylda sem lést í þyrluslysi í New York í gærkvöldi lét taka myndir af sér við þyrluna áður en þau fóru í loftið. Myndirnar var hægt að kaupa á 25 dali á vefsíðu þyrlufyrirtæksins í fjóra klukkutíma eftir slysið. 11. apríl 2025 08:52
Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Sex eru látnir eftir að þyrla brotlenti í Hudson-á í New York. Þrír fullorðnir og þrjú börn voru um borð. Eric Adams, borgarstjóri New York-borgar, segir að um hafi verið að ræða spænska ferðamenn. Fimm manna fjölskylda og flugmaður þyrlunnar séu öll látin. 10. apríl 2025 21:00