Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 15. apríl 2025 15:01 Íslenskur sjávarútvegur hefur verið hryggjarstykki í efnahagslegri hagsæld á landinu um langt árabil. Hann getur og vill vera það áfram. Íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum tekst sífellt betur upp í að gera verðmæti úr því sem úr sjó er dregið. Ef rétt verður á spilunum haldið má leysa úr læðingi mikil verðmæti á komandi árum. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi skiluðu í dag athugasemdum við frumvarpsdrög atvinnuvegaráðherra um breytingar á lögum um veiðigjald. Það er vonum seinna, en frestur ráðuneytisins til að skila athugasemdum var venju fremur stuttur í þessu máli. Í þeim eru sett fram veigamikil rök fyrir því að skynsamlegt kunni að vera fyrir stjórnvöld að staldra við og gaumgæfa málið betur. Gengur geng stjórnarskrá Gert er ráð fyrir því í frumvarpsdrögum ráðherra að miða skuli andlag veiðigjalds við verðmæti sem ekki verða til hjá fyrirtækjunum sjálfum. Þar verði horft til verðs á uppboðsmörkuðum, en ekki raunverulegs aflaverðmætis. Telja verður hæpið að slíkt standist ákvæði stjórnarskrár, því eign eins getur ekki verið skattandlag annars. Þannig verður verðmæti afla í Noregi ekki lagt til grundvallar skattlagningu á Íslandi. Ekki frekar en að fasteignamat í Ósló verði lagt til grundvallar fasteignagjöldum á Íslandi. Hvaða leiðrétting? Einhverra hluta vegna forðast stjórnvöld að tala um hækkun á veiðigjaldi og fela hana í orðagjálfri þar sem „leiðrétting“ er leiðarstefið. Fyrirtæki í sjávarútvegi hafa fylgt öllum lögum og reglum um verðlagningu á afla. Staðhæfingar um að þau verð beri að leiðrétta vegna verðlagningar í annars konar og ótengdum viðskiptum, hvort heldur á markaði hér heima fyrir bolfisk eða við uppboð uppsjávarfisks í Noregi, standast enga skoðun. Allt tal um leiðréttingu er til þess fallið að skapa upplýsingaóreiðu. Vonandi var það ekki tilgangurinn. Norska leiðin – meira flutt út óunnið Ef svo óheppilega myndi vilja til að stjórnvöld tækju ákvörðun um að fiskvinnsla ætti að greiða hærra verð til skips þá dregur það úr samkeppnishæfni fiskvinnslunnar. Það er í ætt við það sem gerist í Noregi, þaðan sem fiskur er fluttur óunninn úr landi í vinnslur í láglaunalöndum. Það tapast dýrmæt og góð störf í fiskvinnslu og mikil önnur verðmæti við það að fullvinna ekki fiskinn í landi. Óhætt er að taka undir þungar áhyggjur tækni- og iðnfyrirtækja víðs vegar um land, en um þær er hægt að lesa í umsögnum um frumvarpsdrögin í samráðsgátt stjórnvalda. Eðlileg afkoma Engri þjóð hefur tekist að gera jafn mikil verðmæti úr sjávarútvegi fyrir þjóðarhag og Íslendingum. Engin þjóð fær meiri tekjur af sjávarútvegi en Íslendingar. Skattspor sjávarútvegs árið 2023 var um 87 milljarðar króna og hefur aldrei verið stærra. Laun í sjávarútvegi eru góð, störf eru trygg allan ársins hring og tekjur ríkis og sveitarfélaga frá sjávarútvegi hafa aldrei verið hærri. Afkoma í sjávarútvegi ber þess ekki merki að þar liggi sérstakur umframarður. Arðsemi eigin fjár er hvorki meiri né minni en í öðrum atvinnugreinum og arðgreiðslur sem hlutfall af hagnaði eru, að meðaltali á liðnum árum, hlutfallslega lægri en í viðskiptahagkerfinu. Um það vitna bæði greiningar KPMG og Jakobsson Capital, sem voru meðfylgjandi umsögn SFS um frumvarpsdrögin. Vinnubrögð stjórnvalda Svo virðist sem stjórnvöld hafi í engu, eða litlu, reynt að meta áhrif hækkunar á veiðigjaldi hvort sem horft er til afkomu fyrirtækja, sveitarfélaga eða starfsmanna í sjávarútvegi. Allir þessir aðilar verða fyrir miklum áhrifum af boðaðri breytingu. Í athugasemdum SFS er reynt að gera grein fyrir þeim helstu en rétt er að geta þess að ráðuneytið hefur ekki enn afhent öll umbeðin gögn. Þessu til viðbótar og miðað við greiningu SFS verður síðan ekki annað ráðið en að atvinnuvegaráðuneytið hafi ekki reiknað réttilega þá heildarhækkun á veiðigjaldi sem boðuð er. Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytis. Það eitt og sér staðfestir að ráðherra þarf að vanda betur til verka við frekari úrvinnslu frumvarpsins. Stundum er ágætt að fara sér hægt, sér í lagi þegar störf, samfélög og mikil verðmæti eru í húfi. Umsögn SFS og greiningar má nálgast á heimasíðu samtakanna. Höfundur er framkvæmdastjóri SFS Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Heiðrún Lind Marteinsdóttir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnarskrá Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskur sjávarútvegur hefur verið hryggjarstykki í efnahagslegri hagsæld á landinu um langt árabil. Hann getur og vill vera það áfram. Íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum tekst sífellt betur upp í að gera verðmæti úr því sem úr sjó er dregið. Ef rétt verður á spilunum haldið má leysa úr læðingi mikil verðmæti á komandi árum. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi skiluðu í dag athugasemdum við frumvarpsdrög atvinnuvegaráðherra um breytingar á lögum um veiðigjald. Það er vonum seinna, en frestur ráðuneytisins til að skila athugasemdum var venju fremur stuttur í þessu máli. Í þeim eru sett fram veigamikil rök fyrir því að skynsamlegt kunni að vera fyrir stjórnvöld að staldra við og gaumgæfa málið betur. Gengur geng stjórnarskrá Gert er ráð fyrir því í frumvarpsdrögum ráðherra að miða skuli andlag veiðigjalds við verðmæti sem ekki verða til hjá fyrirtækjunum sjálfum. Þar verði horft til verðs á uppboðsmörkuðum, en ekki raunverulegs aflaverðmætis. Telja verður hæpið að slíkt standist ákvæði stjórnarskrár, því eign eins getur ekki verið skattandlag annars. Þannig verður verðmæti afla í Noregi ekki lagt til grundvallar skattlagningu á Íslandi. Ekki frekar en að fasteignamat í Ósló verði lagt til grundvallar fasteignagjöldum á Íslandi. Hvaða leiðrétting? Einhverra hluta vegna forðast stjórnvöld að tala um hækkun á veiðigjaldi og fela hana í orðagjálfri þar sem „leiðrétting“ er leiðarstefið. Fyrirtæki í sjávarútvegi hafa fylgt öllum lögum og reglum um verðlagningu á afla. Staðhæfingar um að þau verð beri að leiðrétta vegna verðlagningar í annars konar og ótengdum viðskiptum, hvort heldur á markaði hér heima fyrir bolfisk eða við uppboð uppsjávarfisks í Noregi, standast enga skoðun. Allt tal um leiðréttingu er til þess fallið að skapa upplýsingaóreiðu. Vonandi var það ekki tilgangurinn. Norska leiðin – meira flutt út óunnið Ef svo óheppilega myndi vilja til að stjórnvöld tækju ákvörðun um að fiskvinnsla ætti að greiða hærra verð til skips þá dregur það úr samkeppnishæfni fiskvinnslunnar. Það er í ætt við það sem gerist í Noregi, þaðan sem fiskur er fluttur óunninn úr landi í vinnslur í láglaunalöndum. Það tapast dýrmæt og góð störf í fiskvinnslu og mikil önnur verðmæti við það að fullvinna ekki fiskinn í landi. Óhætt er að taka undir þungar áhyggjur tækni- og iðnfyrirtækja víðs vegar um land, en um þær er hægt að lesa í umsögnum um frumvarpsdrögin í samráðsgátt stjórnvalda. Eðlileg afkoma Engri þjóð hefur tekist að gera jafn mikil verðmæti úr sjávarútvegi fyrir þjóðarhag og Íslendingum. Engin þjóð fær meiri tekjur af sjávarútvegi en Íslendingar. Skattspor sjávarútvegs árið 2023 var um 87 milljarðar króna og hefur aldrei verið stærra. Laun í sjávarútvegi eru góð, störf eru trygg allan ársins hring og tekjur ríkis og sveitarfélaga frá sjávarútvegi hafa aldrei verið hærri. Afkoma í sjávarútvegi ber þess ekki merki að þar liggi sérstakur umframarður. Arðsemi eigin fjár er hvorki meiri né minni en í öðrum atvinnugreinum og arðgreiðslur sem hlutfall af hagnaði eru, að meðaltali á liðnum árum, hlutfallslega lægri en í viðskiptahagkerfinu. Um það vitna bæði greiningar KPMG og Jakobsson Capital, sem voru meðfylgjandi umsögn SFS um frumvarpsdrögin. Vinnubrögð stjórnvalda Svo virðist sem stjórnvöld hafi í engu, eða litlu, reynt að meta áhrif hækkunar á veiðigjaldi hvort sem horft er til afkomu fyrirtækja, sveitarfélaga eða starfsmanna í sjávarútvegi. Allir þessir aðilar verða fyrir miklum áhrifum af boðaðri breytingu. Í athugasemdum SFS er reynt að gera grein fyrir þeim helstu en rétt er að geta þess að ráðuneytið hefur ekki enn afhent öll umbeðin gögn. Þessu til viðbótar og miðað við greiningu SFS verður síðan ekki annað ráðið en að atvinnuvegaráðuneytið hafi ekki reiknað réttilega þá heildarhækkun á veiðigjaldi sem boðuð er. Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytis. Það eitt og sér staðfestir að ráðherra þarf að vanda betur til verka við frekari úrvinnslu frumvarpsins. Stundum er ágætt að fara sér hægt, sér í lagi þegar störf, samfélög og mikil verðmæti eru í húfi. Umsögn SFS og greiningar má nálgast á heimasíðu samtakanna. Höfundur er framkvæmdastjóri SFS
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun